Leita að nýrnagjafa fyrir Katrínu Emmu sem er á lokastigi nýrnabilunar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. maí 2021 13:00 Katrín Emma fæddist aðeins með eitt nýra og þarf nú á gjafanýra að halda. Ester Frímannsdóttir „Katrín Emma fæddist með aðeins eitt nýra sem hefur um það bil tíu prósent starfsemi og er því með lokastigs nýrnabilun,“ segir Ester Frímannsdóttir. Þar sem ekki hefur fundist nýrnagjafi fyrir dóttur hennar treystir Ester nú á mátt samfélagsmiðla í von um að gjafi finnist. „Nú hefur hún brotið tíu kílóa múrinn sem miðað er við að börn þurfi að ná til að fara í nýrnarígræðslu. Ekki hefur fundist gjafi sem passar í okkar nánasta umhverfi.“ Í samtali við fréttastofu segir Ester að nokkrir hafi sent sér skilaboð til þess að spyrjast nánar út í ferlið. Hún segir að sjúkdómurinn skerði lífsgæði Katrínar Emmu í dag. „Hún glímir við járnskort, hækkaðan blóðþrýsting, listarleysi og fleira sem algengt er að fylgi nýrnabilun. Hún hefur ekki enn þurft að fara í kvið- eða blóðskilun og er vonin að hún sleppi við það ef við náum að finna gjafa fyrir hana í tæka tíð.“ Katrín Emma hefur náð tíu kílóa þyngdarmörkunum sem eru fyrir nýrnaskipti.Mynd úr einkasafni Það geta þó ekki allir komið til greina sem nýrnagjafar. „Katrín Emma er í blóðflokki A+. Gjafinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði um heilsufar og er mikilvægt er að hann sé andlega, líkamlega og félagslega tilbúin til þess að gefa nýra.“ Að auki þarf nýrnagjafi Emmu að ferðast til Svíþjóðar vegna aðgerðarinnar. Ester segist þakklát fyrir það hversu margir hafa deilt færslunni til að hjálpa til við leitina. „Þar sem nýrnaígræðslan verður aðeins flóknari hjá Katrínu Emmu en gengur og gerist þá mun aðgerðin vera gerð í Svíþjóð, öllum líkindum í Stokkhólmi og þarf því gjafinn að vera tilbúinn í að fara þangað þegar að því kemur. Ferðin verður greidd af sjúkratryggingum.“ Nýrun eru staðsett aftan kviðarhols sitt hvoru megin við hrygginn í hæð við neðstu rifbeinin. Þau mynda þvag sem rennur eftir þvagleiðara niður í þvagblöðru. Í þvaginu eru ýmis efni sem líkaminn þarf að losa sig við eins og úrgangsefni frá efnaskiptum, sölt og vatn. Nýrun framleiða einnig ýmis hormón. Einstaklingur með tvö heilbrigð nýru hefur það mikla varastarfsemi að hann má við því að missa annað nýrað. Frekari upplýsingar um nýrnagjöf má finna á vef Landspítalans. „Ef þú er tilbúin til að gerast nýrnagjafi getur þú haft samband við Ígræðsludeild Landspítalans í síma 543-2200.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
„Nú hefur hún brotið tíu kílóa múrinn sem miðað er við að börn þurfi að ná til að fara í nýrnarígræðslu. Ekki hefur fundist gjafi sem passar í okkar nánasta umhverfi.“ Í samtali við fréttastofu segir Ester að nokkrir hafi sent sér skilaboð til þess að spyrjast nánar út í ferlið. Hún segir að sjúkdómurinn skerði lífsgæði Katrínar Emmu í dag. „Hún glímir við járnskort, hækkaðan blóðþrýsting, listarleysi og fleira sem algengt er að fylgi nýrnabilun. Hún hefur ekki enn þurft að fara í kvið- eða blóðskilun og er vonin að hún sleppi við það ef við náum að finna gjafa fyrir hana í tæka tíð.“ Katrín Emma hefur náð tíu kílóa þyngdarmörkunum sem eru fyrir nýrnaskipti.Mynd úr einkasafni Það geta þó ekki allir komið til greina sem nýrnagjafar. „Katrín Emma er í blóðflokki A+. Gjafinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði um heilsufar og er mikilvægt er að hann sé andlega, líkamlega og félagslega tilbúin til þess að gefa nýra.“ Að auki þarf nýrnagjafi Emmu að ferðast til Svíþjóðar vegna aðgerðarinnar. Ester segist þakklát fyrir það hversu margir hafa deilt færslunni til að hjálpa til við leitina. „Þar sem nýrnaígræðslan verður aðeins flóknari hjá Katrínu Emmu en gengur og gerist þá mun aðgerðin vera gerð í Svíþjóð, öllum líkindum í Stokkhólmi og þarf því gjafinn að vera tilbúinn í að fara þangað þegar að því kemur. Ferðin verður greidd af sjúkratryggingum.“ Nýrun eru staðsett aftan kviðarhols sitt hvoru megin við hrygginn í hæð við neðstu rifbeinin. Þau mynda þvag sem rennur eftir þvagleiðara niður í þvagblöðru. Í þvaginu eru ýmis efni sem líkaminn þarf að losa sig við eins og úrgangsefni frá efnaskiptum, sölt og vatn. Nýrun framleiða einnig ýmis hormón. Einstaklingur með tvö heilbrigð nýru hefur það mikla varastarfsemi að hann má við því að missa annað nýrað. Frekari upplýsingar um nýrnagjöf má finna á vef Landspítalans. „Ef þú er tilbúin til að gerast nýrnagjafi getur þú haft samband við Ígræðsludeild Landspítalans í síma 543-2200.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira