Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 08:48 Kolaorkuver í Peking sést naumlega í gegnum mengunarmóðu. Helmingur allra kolaorkuvera heimsins eru í Kína. Vísir/EPA Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. Í nýrri skýrslu Rhodium Group, bandarísks greiningarfyrirtækis, kemur fram að losun Kína hafi meira en þrefaldast á undanförnum þremur áratugum. Losunin árið 2019 nam fjórtán milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Bandaríkin, sem voru þar til nýlega stórtækasti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum, losaði næst mest eða 11% af heimslosuninni. Indland var í þriðja sæti með 6,6% losunarinnar. Mannkynið í heild losaði 52 milljarða tonna af koltvísýringsígildum árið 2019, um 11,4% aukning á einum áratug. Kína er fjölmennasta ríki heims og þegar losunin er miðuð við höfðatölu eru Bandaríkin enn langt á undan. Rhodium Group segir að losun miðað við höfðatölu í Kína hafi einnig vaxið hröðum skrefum, þrefaldast á tveimur áratugum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Til að ná því markmiði muni losun ná hámarki sínu ekki síðar en árið 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó er ljóst að Kínverjar þurfa að lyfta grettistaki til að svo megi verða en þeir eru afar háðir kolaorku, kolefnisfrekasta jarðefnaeldsneytinu. Í Kína eru 1.058 kolaorkuver, helmingur allra slíkra orkuvera í heiminum. Ómögulegt er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld nema að Kína og Bandaríkin komi sér saman um draga stórlega úr losun. Ríkin gáfu nýlega út sameiginlega yfirlýsingu um samstarf í loftslagsmálum í aðdraganda loftslagsfundar Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Loftslagsmál Kína Tengdar fréttir Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24. apríl 2021 15:19 Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Í nýrri skýrslu Rhodium Group, bandarísks greiningarfyrirtækis, kemur fram að losun Kína hafi meira en þrefaldast á undanförnum þremur áratugum. Losunin árið 2019 nam fjórtán milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Bandaríkin, sem voru þar til nýlega stórtækasti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum, losaði næst mest eða 11% af heimslosuninni. Indland var í þriðja sæti með 6,6% losunarinnar. Mannkynið í heild losaði 52 milljarða tonna af koltvísýringsígildum árið 2019, um 11,4% aukning á einum áratug. Kína er fjölmennasta ríki heims og þegar losunin er miðuð við höfðatölu eru Bandaríkin enn langt á undan. Rhodium Group segir að losun miðað við höfðatölu í Kína hafi einnig vaxið hröðum skrefum, þrefaldast á tveimur áratugum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Til að ná því markmiði muni losun ná hámarki sínu ekki síðar en árið 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó er ljóst að Kínverjar þurfa að lyfta grettistaki til að svo megi verða en þeir eru afar háðir kolaorku, kolefnisfrekasta jarðefnaeldsneytinu. Í Kína eru 1.058 kolaorkuver, helmingur allra slíkra orkuvera í heiminum. Ómögulegt er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld nema að Kína og Bandaríkin komi sér saman um draga stórlega úr losun. Ríkin gáfu nýlega út sameiginlega yfirlýsingu um samstarf í loftslagsmálum í aðdraganda loftslagsfundar Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow í Skotlandi í nóvember.
Loftslagsmál Kína Tengdar fréttir Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24. apríl 2021 15:19 Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24. apríl 2021 15:19
Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41
ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent