Fram gerði út um leikinn í upphafi og Fjölnir kom til baka í Laugardalnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2021 22:15 Guðmundur Karl kom Fjölni á bragðið í Lengjudeild karla í knattspyrnu sumarið 2021. Vísir/Vilhelm Lengjudeild karla í knattspyrnu fór af stað í kvöld. Fram vann Víking Ólafsvík 4-2 í Safamýri og Fjölnir lagði Þrótt Reykjavík 3-1 í Laugardalnum. Lengjudeild karla í knattspyrnu fór af stað í kvöld. Fram vann Víking Ólafsvík 4-2 í Safamýri og Fjölnir lagði Þrótt Reykjavík 3-1 í Laugardalnum. Það tók heimamenn í Fram aðeins fimm mínútur að komast í 3-0 gegn Ólafsvíkingum í kvöld. Albert Hafsteinsson skoraði úr víti á 2. mínútu, tveimur mínútum síðar skoraði Tryggvi Snær Geirsson og aðeins mínútu síðar skoraði Fred. Fred 3-0. Hvaða rugl er þetta. pic.twitter.com/7qiNALHeQ8— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) May 6, 2021 Þannig var staðan er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Fred bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 51. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Kyle McLagan sjálfsmark og staðan orðin 4-1. Harley Willard minnkaði svo muninn í 4-2 með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir og þar við sat. Í Laugardalnum var Fjölnir í heimsókn. Liðið vann ekki leik í Pepsi Max deildinni á síðasta ári og leikur í Lengjudeildinni í sumar. Ekki fór sumarið vel af stað en Samuel Ford kom Þrótti yfir strax á þriðju mínútu. Þannig var staðan þangað til á 53. mínútu þegar Guðmundur Karl Guðmundsson jafnaði metin. Sigurpáll Melberg Pálsson kom Fjölni svo yfir um miðbik síðari hálfleiks og Alexander Freyr Sindrason gerði út um leikinn með þriðja marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks. Áður en leik lauk fékk Hreinn Ingi Örnólfsson rautt spjald í liði Þróttar en hann fékk einnig rautt spjald í bikarleik Þróttar og Víkings Ólafsvíkur á dögunum. Lokatölur 3-1 Fjölni í vil í kvöld. Bæði Fram og Fjölni er spáð góðu gengi á meðan Þrótti og Víking er spáð harðri fallbaráttu. Fótbolti Lengjudeildin Íslenski boltinn Fram Fjölnir Þróttur Reykjavík Víkingur Ólafsvík Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Lengjudeild karla í knattspyrnu fór af stað í kvöld. Fram vann Víking Ólafsvík 4-2 í Safamýri og Fjölnir lagði Þrótt Reykjavík 3-1 í Laugardalnum. Það tók heimamenn í Fram aðeins fimm mínútur að komast í 3-0 gegn Ólafsvíkingum í kvöld. Albert Hafsteinsson skoraði úr víti á 2. mínútu, tveimur mínútum síðar skoraði Tryggvi Snær Geirsson og aðeins mínútu síðar skoraði Fred. Fred 3-0. Hvaða rugl er þetta. pic.twitter.com/7qiNALHeQ8— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) May 6, 2021 Þannig var staðan er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Fred bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 51. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Kyle McLagan sjálfsmark og staðan orðin 4-1. Harley Willard minnkaði svo muninn í 4-2 með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir og þar við sat. Í Laugardalnum var Fjölnir í heimsókn. Liðið vann ekki leik í Pepsi Max deildinni á síðasta ári og leikur í Lengjudeildinni í sumar. Ekki fór sumarið vel af stað en Samuel Ford kom Þrótti yfir strax á þriðju mínútu. Þannig var staðan þangað til á 53. mínútu þegar Guðmundur Karl Guðmundsson jafnaði metin. Sigurpáll Melberg Pálsson kom Fjölni svo yfir um miðbik síðari hálfleiks og Alexander Freyr Sindrason gerði út um leikinn með þriðja marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks. Áður en leik lauk fékk Hreinn Ingi Örnólfsson rautt spjald í liði Þróttar en hann fékk einnig rautt spjald í bikarleik Þróttar og Víkings Ólafsvíkur á dögunum. Lokatölur 3-1 Fjölni í vil í kvöld. Bæði Fram og Fjölni er spáð góðu gengi á meðan Þrótti og Víking er spáð harðri fallbaráttu.
Fótbolti Lengjudeildin Íslenski boltinn Fram Fjölnir Þróttur Reykjavík Víkingur Ólafsvík Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira