Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2021 21:41 Jörðin Hraun er austan við Grindavík. Eldgosið í Fagradalsfjalli er í landi hennar. Bólstrarnir á himninum eru frá eldstöðinni. Egill Aðalsteinsson Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. Eldstöðin er í landi Hrauns austan Grindavíkur en jörðin er í eigu um tuttugu einstaklinga. Áhugasamir kaupendur hafa sett sig í samband við eigendur með það í huga að kaupa jörðina og þar með gosstöðvarnar. „Já, já. Við erum alveg að fá fyrirspurnir frá fasteignasölum og ýmsum aðilum sem sjá sér eitthvað í þessu, eðlilega. Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns: „Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna.“Egill Aðalsteinsson Sigurður treystir sér þó ekki til að segja hverjir þar séu að baki. Áhuginn hafi vaknað eftir að eldgosið hófst. „Já, já. Það er alveg klár tenging þar á milli.“ Og það er þegar búið að bjóða í jörðina. Komin eru 2-3 tilboð, segir formaður eigendafélagsins. -Vilja þeir þá kaupa jörðina og með öllu sem henni fylgir út af gosinu? „Já, menn eru til í að skoða ýmsa kosti. Kaupa hluta eða allt. Það er allur gangur á því. Það eru allskonar pælingar,“ svarar Sigurður Guðjón. Séð yfir gossvæðið. Landeigendur eru til viðræðu um að selja bara hluta jarðarinnar.Egill Aðalsteinsson Og það er auðheyrt á ferðamönnum að það væri auðvelt að selja þeim aðgang að eldgosi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé eldfjall með eigin augum, hvað þá eldgos þar sem hraun spýtist í loft upp. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Thomas Lovely, sem við hittum í fyrradag að lokinni skoðunarferð. -En er jörðin föl? „Já. Er ekki allt falt fyrir einhverja peninga? Það snýst náttúrlega allt um krónur og aura þegar upp er staðið, er það ekki?“ -Hvað þarf að borga mikið til þess að eignast jörð með eldgosi? „Ég segi pass við því núna. Það er í skoðun.“ Eigendur Hrauns, samkvæmt Lögbýlaskrá 2020.Skjáskot -Þannig að þið eruð opnir fyrir því að selja fyrir rétt verð? „Já, já. Það hefur svo sem ekkert verið launungarmál að það hafa verið pælingar um slíkt í gegnum tíðina þó að menn hafi kannski aldrei farið alla leið með það að auglýsa jörðina til sölu.“ -En sem sagt: Ef rétt boð kemur, þá eruð þið tilbúnir að selja? „Já, já,“ svarar formaður Landeigendafélags Hrauns. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41 Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Eldstöðin er í landi Hrauns austan Grindavíkur en jörðin er í eigu um tuttugu einstaklinga. Áhugasamir kaupendur hafa sett sig í samband við eigendur með það í huga að kaupa jörðina og þar með gosstöðvarnar. „Já, já. Við erum alveg að fá fyrirspurnir frá fasteignasölum og ýmsum aðilum sem sjá sér eitthvað í þessu, eðlilega. Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns: „Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna.“Egill Aðalsteinsson Sigurður treystir sér þó ekki til að segja hverjir þar séu að baki. Áhuginn hafi vaknað eftir að eldgosið hófst. „Já, já. Það er alveg klár tenging þar á milli.“ Og það er þegar búið að bjóða í jörðina. Komin eru 2-3 tilboð, segir formaður eigendafélagsins. -Vilja þeir þá kaupa jörðina og með öllu sem henni fylgir út af gosinu? „Já, menn eru til í að skoða ýmsa kosti. Kaupa hluta eða allt. Það er allur gangur á því. Það eru allskonar pælingar,“ svarar Sigurður Guðjón. Séð yfir gossvæðið. Landeigendur eru til viðræðu um að selja bara hluta jarðarinnar.Egill Aðalsteinsson Og það er auðheyrt á ferðamönnum að það væri auðvelt að selja þeim aðgang að eldgosi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé eldfjall með eigin augum, hvað þá eldgos þar sem hraun spýtist í loft upp. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Thomas Lovely, sem við hittum í fyrradag að lokinni skoðunarferð. -En er jörðin föl? „Já. Er ekki allt falt fyrir einhverja peninga? Það snýst náttúrlega allt um krónur og aura þegar upp er staðið, er það ekki?“ -Hvað þarf að borga mikið til þess að eignast jörð með eldgosi? „Ég segi pass við því núna. Það er í skoðun.“ Eigendur Hrauns, samkvæmt Lögbýlaskrá 2020.Skjáskot -Þannig að þið eruð opnir fyrir því að selja fyrir rétt verð? „Já, já. Það hefur svo sem ekkert verið launungarmál að það hafa verið pælingar um slíkt í gegnum tíðina þó að menn hafi kannski aldrei farið alla leið með það að auglýsa jörðina til sölu.“ -En sem sagt: Ef rétt boð kemur, þá eruð þið tilbúnir að selja? „Já, já,“ svarar formaður Landeigendafélags Hrauns. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41 Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04
Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41
Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37
Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49