Berglind sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2021 07:02 Berglind fer yfir lífið í samtali við Snæbjörn. Berglind Guðmundsdóttir er konan á bak við hina geysi vinsælu uppskriftasíðu Gulur, rauður, grænn & salt. Síðuna hefur hún rekið í nær tíu ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað landanum að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera Gulur, rauður, grænn & salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar Aldrei ein. Berglind er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum ræðir Snæbjörn við hana um þá ákvörðun að giftast sjálfri sér. Eitt sinn ákvað Berglind í hálfgerðu gríni að giftast sjálfri sér eftir að sonur hennar hafði spurt hana hvort hún myndi nokkurn tímann gifta sig aftur, fráskilin konan. Það var síðan á ferðalagi í Sikiley árið 2019 að henni dettur í hug að giftast sjálfri sér því þar var allt svo brúðkaupslegt. Þar græddi hún aukadag og tók þá ákvörðun að giftast sjálfri sér í alvöru. Hún fór með heit til sjálfrar síns og ákvað þann dag að velja sjálfa sig. Henni þótti þetta hálf vandræðalegt í upphafi en hefur þó aldrei beðist afsökunar á þessari ákvörðun né slegið henni upp í grín. Út frá því bjó hún til þættina Aldrei ein sem voru teknir upp í Sikiley. „Ég fer til Sikileyjar og er þá að flakka um eyjuna og áður en ég fer til Salina þar sem brúðkaupi á sér stað þá er sonur minn búinn að spyrja mig hvort ég ætli að giftast einhver tímann aftur. Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja en svara honum, kannski að ég giftist bara sjálfri mér,“ segir Berglind og heldur áfram. „Þaðan kemur þetta fyrst og honum finnst þetta mjög vandræðalegt. En ég þarf síðan að vera einum degi lengur í þessari ferð og þá var bara að vera segja mér, að ég yrði að giftast sjálfri mér. Þetta var þriggja vikna ferð og það eru ekki allir sem geta verið einir með sjálfum sér í þennan tíma.“ Berglind fer ítarlega yfir þessa sögu hér að neðan. Klippa: Sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira
Síðuna hefur hún rekið í nær tíu ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað landanum að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera Gulur, rauður, grænn & salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar Aldrei ein. Berglind er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum ræðir Snæbjörn við hana um þá ákvörðun að giftast sjálfri sér. Eitt sinn ákvað Berglind í hálfgerðu gríni að giftast sjálfri sér eftir að sonur hennar hafði spurt hana hvort hún myndi nokkurn tímann gifta sig aftur, fráskilin konan. Það var síðan á ferðalagi í Sikiley árið 2019 að henni dettur í hug að giftast sjálfri sér því þar var allt svo brúðkaupslegt. Þar græddi hún aukadag og tók þá ákvörðun að giftast sjálfri sér í alvöru. Hún fór með heit til sjálfrar síns og ákvað þann dag að velja sjálfa sig. Henni þótti þetta hálf vandræðalegt í upphafi en hefur þó aldrei beðist afsökunar á þessari ákvörðun né slegið henni upp í grín. Út frá því bjó hún til þættina Aldrei ein sem voru teknir upp í Sikiley. „Ég fer til Sikileyjar og er þá að flakka um eyjuna og áður en ég fer til Salina þar sem brúðkaupi á sér stað þá er sonur minn búinn að spyrja mig hvort ég ætli að giftast einhver tímann aftur. Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja en svara honum, kannski að ég giftist bara sjálfri mér,“ segir Berglind og heldur áfram. „Þaðan kemur þetta fyrst og honum finnst þetta mjög vandræðalegt. En ég þarf síðan að vera einum degi lengur í þessari ferð og þá var bara að vera segja mér, að ég yrði að giftast sjálfri mér. Þetta var þriggja vikna ferð og það eru ekki allir sem geta verið einir með sjálfum sér í þennan tíma.“ Berglind fer ítarlega yfir þessa sögu hér að neðan. Klippa: Sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira