Berglind sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2021 07:02 Berglind fer yfir lífið í samtali við Snæbjörn. Berglind Guðmundsdóttir er konan á bak við hina geysi vinsælu uppskriftasíðu Gulur, rauður, grænn & salt. Síðuna hefur hún rekið í nær tíu ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað landanum að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera Gulur, rauður, grænn & salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar Aldrei ein. Berglind er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum ræðir Snæbjörn við hana um þá ákvörðun að giftast sjálfri sér. Eitt sinn ákvað Berglind í hálfgerðu gríni að giftast sjálfri sér eftir að sonur hennar hafði spurt hana hvort hún myndi nokkurn tímann gifta sig aftur, fráskilin konan. Það var síðan á ferðalagi í Sikiley árið 2019 að henni dettur í hug að giftast sjálfri sér því þar var allt svo brúðkaupslegt. Þar græddi hún aukadag og tók þá ákvörðun að giftast sjálfri sér í alvöru. Hún fór með heit til sjálfrar síns og ákvað þann dag að velja sjálfa sig. Henni þótti þetta hálf vandræðalegt í upphafi en hefur þó aldrei beðist afsökunar á þessari ákvörðun né slegið henni upp í grín. Út frá því bjó hún til þættina Aldrei ein sem voru teknir upp í Sikiley. „Ég fer til Sikileyjar og er þá að flakka um eyjuna og áður en ég fer til Salina þar sem brúðkaupi á sér stað þá er sonur minn búinn að spyrja mig hvort ég ætli að giftast einhver tímann aftur. Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja en svara honum, kannski að ég giftist bara sjálfri mér,“ segir Berglind og heldur áfram. „Þaðan kemur þetta fyrst og honum finnst þetta mjög vandræðalegt. En ég þarf síðan að vera einum degi lengur í þessari ferð og þá var bara að vera segja mér, að ég yrði að giftast sjálfri mér. Þetta var þriggja vikna ferð og það eru ekki allir sem geta verið einir með sjálfum sér í þennan tíma.“ Berglind fer ítarlega yfir þessa sögu hér að neðan. Klippa: Sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Síðuna hefur hún rekið í nær tíu ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað landanum að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera Gulur, rauður, grænn & salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar Aldrei ein. Berglind er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum ræðir Snæbjörn við hana um þá ákvörðun að giftast sjálfri sér. Eitt sinn ákvað Berglind í hálfgerðu gríni að giftast sjálfri sér eftir að sonur hennar hafði spurt hana hvort hún myndi nokkurn tímann gifta sig aftur, fráskilin konan. Það var síðan á ferðalagi í Sikiley árið 2019 að henni dettur í hug að giftast sjálfri sér því þar var allt svo brúðkaupslegt. Þar græddi hún aukadag og tók þá ákvörðun að giftast sjálfri sér í alvöru. Hún fór með heit til sjálfrar síns og ákvað þann dag að velja sjálfa sig. Henni þótti þetta hálf vandræðalegt í upphafi en hefur þó aldrei beðist afsökunar á þessari ákvörðun né slegið henni upp í grín. Út frá því bjó hún til þættina Aldrei ein sem voru teknir upp í Sikiley. „Ég fer til Sikileyjar og er þá að flakka um eyjuna og áður en ég fer til Salina þar sem brúðkaupi á sér stað þá er sonur minn búinn að spyrja mig hvort ég ætli að giftast einhver tímann aftur. Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja en svara honum, kannski að ég giftist bara sjálfri mér,“ segir Berglind og heldur áfram. „Þaðan kemur þetta fyrst og honum finnst þetta mjög vandræðalegt. En ég þarf síðan að vera einum degi lengur í þessari ferð og þá var bara að vera segja mér, að ég yrði að giftast sjálfri mér. Þetta var þriggja vikna ferð og það eru ekki allir sem geta verið einir með sjálfum sér í þennan tíma.“ Berglind fer ítarlega yfir þessa sögu hér að neðan. Klippa: Sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira