Mistókst að mynda ríkisstjórn eftir fjórðu kosningarnar á tveimur árum Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2021 22:37 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. EPA/DEBBIE HILL Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mistókst að mynda ríkisstjórn og fer stjórnarmyndunarumboðið nú líklega til pólitískra andstæðinga hann eftir að frestur Netanjahús rann út á miðnætti í Ísrael. Algjör pattstaða hefur verið við lýði í stjórnmálum Ísraels í rúm tvö ár en á því tímabili hafa verið haldnar fjórar kosningar, án þess að tekist hafi að mynda langlífa ríkisstjórn. Netanjahú, sem er 71 árs gamall, hefur setið í embætti forsætisráðherra frá árinu 2009 en hann var einnig forsætisráðherra í þrjú ár á tíunda áratug síðustu aldar. Likud-flokki hans og bandamönnum þeirra hefur ekki tekist að halda meirihluta sínum síðustu ár og samhliða því hefur Netanjahú verið ákærður fyrir spillingu. Hann hefur þó neitað öllum ásökunum sem hafa verið lagðar fram gegn honum. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, mun nú veita öðrum þingflokki stjórnarmyndunarumboð og er búist við því að Yesh Atid flokkurinn fái það. Sá flokkur fékk næst flest atkvæði í kosningunum sem fóru fram þann 23. mars. Samkvæmt frétt Times of Israel getur Rivlin þó einnig veitt þinginu í heild stjórnarmyndunarumboð. Þá hefði þingið 21 dag til að finna óflokksbundinn forsætisráðherra sem nyti stuðnings minnst 61 þingmanns, af 121. Geti hvorki annar þingflokkur né þingið myndað ríkisstjórn á næstu sjö vikum, verður boðað til nýrra kosninga. Reuters segir að þráteflið í Ísrael megi að miklu leyti rekja til lagavandræða Netanjahús. Nokkrir mögulegir bandamenn hans hafi heitið því að mynda ekki ríkisstjórn með forsætisráðherra sem verið væri að rétta yfir fyrir spillingu. Ísrael Tengdar fréttir Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16 Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. 2. mars 2021 13:03 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Algjör pattstaða hefur verið við lýði í stjórnmálum Ísraels í rúm tvö ár en á því tímabili hafa verið haldnar fjórar kosningar, án þess að tekist hafi að mynda langlífa ríkisstjórn. Netanjahú, sem er 71 árs gamall, hefur setið í embætti forsætisráðherra frá árinu 2009 en hann var einnig forsætisráðherra í þrjú ár á tíunda áratug síðustu aldar. Likud-flokki hans og bandamönnum þeirra hefur ekki tekist að halda meirihluta sínum síðustu ár og samhliða því hefur Netanjahú verið ákærður fyrir spillingu. Hann hefur þó neitað öllum ásökunum sem hafa verið lagðar fram gegn honum. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, mun nú veita öðrum þingflokki stjórnarmyndunarumboð og er búist við því að Yesh Atid flokkurinn fái það. Sá flokkur fékk næst flest atkvæði í kosningunum sem fóru fram þann 23. mars. Samkvæmt frétt Times of Israel getur Rivlin þó einnig veitt þinginu í heild stjórnarmyndunarumboð. Þá hefði þingið 21 dag til að finna óflokksbundinn forsætisráðherra sem nyti stuðnings minnst 61 þingmanns, af 121. Geti hvorki annar þingflokkur né þingið myndað ríkisstjórn á næstu sjö vikum, verður boðað til nýrra kosninga. Reuters segir að þráteflið í Ísrael megi að miklu leyti rekja til lagavandræða Netanjahús. Nokkrir mögulegir bandamenn hans hafi heitið því að mynda ekki ríkisstjórn með forsætisráðherra sem verið væri að rétta yfir fyrir spillingu.
Ísrael Tengdar fréttir Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16 Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. 2. mars 2021 13:03 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16
Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34
Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56
Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. 2. mars 2021 13:03