Ósætti innan njósnabandalagsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2021 20:01 Ósætti er innan „Five Eyes“, stærsta njósnabandalags heims, eftir að Nýja-Sjáland neitaði að taka þátt í gagnrýni á meint mannréttindabrot Kínverja. „Five Eyes“-bandalagið samanstendur af Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og rekur sögu sína aftur til fimmta áratugarins. Áratugum saman deildu leyniþjónustustofnanir þessa stærsta njósnabandalags sögunnar upplýsingum sín á milli um Sovétríkin en fyrir ári ákváðu leiðtogar ríkjanna að beina sjónum sínum að mannréttindamálum. Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa hins vegar ekki tekið þátt í gagnrýni bandalagsins á meint mannréttindabrot í Kína. Það hefur vakið upp spurningar um hvort brestir séu komnir í samstarfið. Nýsjálendingar segjast ekki hlynntir því að nota bandalagið til að þrýsta á Kína. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að 30 prósent alls útflutnings frá Nýja-Sjálandi fer til Kína. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur ekki talað af jafnmikilli hörku um meint brot Kínverja og aðrir leiðtogar Five Eyes-ríkja. „Við þurfum að átta okkur á því að Kína og Nýja-Sjáland verða aldrei sammála um allt. Þetta þarf ekki að spilla sambandi ríkjanna en þetta er raunveruleikinn,“ sagði Ardern á viðskiptaráðstefnu í Auckland í gær. Wu Xi, kínverski sendiherrann, sendi svo skýr skilaboð og sagði ásakanir um mannréttindabrot í Xinjiang-héraði og Hong Kong lygar. „Við vonum að Nýja-Sjáland haldi hlutlausri og réttlátri afstöðu, fylgi alþjóðalögum og hafi ekki afskipti af kínverskum innanríkismálum.“ Kína Nýja-Sjáland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
„Five Eyes“-bandalagið samanstendur af Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og rekur sögu sína aftur til fimmta áratugarins. Áratugum saman deildu leyniþjónustustofnanir þessa stærsta njósnabandalags sögunnar upplýsingum sín á milli um Sovétríkin en fyrir ári ákváðu leiðtogar ríkjanna að beina sjónum sínum að mannréttindamálum. Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa hins vegar ekki tekið þátt í gagnrýni bandalagsins á meint mannréttindabrot í Kína. Það hefur vakið upp spurningar um hvort brestir séu komnir í samstarfið. Nýsjálendingar segjast ekki hlynntir því að nota bandalagið til að þrýsta á Kína. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að 30 prósent alls útflutnings frá Nýja-Sjálandi fer til Kína. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur ekki talað af jafnmikilli hörku um meint brot Kínverja og aðrir leiðtogar Five Eyes-ríkja. „Við þurfum að átta okkur á því að Kína og Nýja-Sjáland verða aldrei sammála um allt. Þetta þarf ekki að spilla sambandi ríkjanna en þetta er raunveruleikinn,“ sagði Ardern á viðskiptaráðstefnu í Auckland í gær. Wu Xi, kínverski sendiherrann, sendi svo skýr skilaboð og sagði ásakanir um mannréttindabrot í Xinjiang-héraði og Hong Kong lygar. „Við vonum að Nýja-Sjáland haldi hlutlausri og réttlátri afstöðu, fylgi alþjóðalögum og hafi ekki afskipti af kínverskum innanríkismálum.“
Kína Nýja-Sjáland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira