Lena á leið í Stjörnuna: „Er að skipta því það er búið að frysta hana“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2021 07:00 Lena Margrét er á leið burt frá Fram. vísir/hulda margrét Lena Margrét Valdimarsdóttir er að ganga í raðir Stjörnunnar í Olís-deild kvenna en hún kemur frá uppeldisfélaginu Fram. Greint var frá skiptunum í Seinni bylgjunni sem var á dagskránni á mánudagskvöldið. Lena Margrét er ansi öflug skytta sem getur einnig leikið sem hægri hornamaður en hún hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands. Hún hefur þó verið á eftir Hildi Þorgeirsdóttur í Safamýrinni og hefur því ákveðið að skipta. Svava Kristín Grétarsdóttir, Sigurlaun Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir ræddu um skiptin í Seinni bylgjunni i gær og Sigurlaug tók fyrst við boltanum. „Mér finnst þetta hræðilegt fyrir Fram. Hún er að skipta því það er búið að frysta hana alltof lengi. Hún er leikmaður sem átti að vera komin að minnsta kosti helming á móti Hildi,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hildur er frábær leikmaður en það er alltaf gott að vera með tvo sterka leikmenn og sérstaklega því Lena er uppalin Framari. Þetta er stór og frábær biti fyrir Stjörnuna. Ég get gagnrýnt Stefán fyrir að yngri leikmenn fái ekki næg tækifæri og þetta er afleiðing af því, held ég,“ bætti Sigurlaug við. „Lena og Hildur eru ótrúlega ólíkir leikmenn. Hildur er með yfirsýn og leitar að línunni og finnur góðar sendingar í hornið. Hún er mikill spilari en Lena er árásargjörn og hugsar ég er að fara skjóta. Hún er með frábær undirskot og þetta eru tveir ólíkir leikmenn,“ sagði Íris Ásta. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem má meðal annars sjá viðbrögð þjálfara Stjörnunnar er hún var spurð út í skiptin sem og af hverju væri ekki búið að tilkynna um félagaskiptin. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lenu og Stjörnuna Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
Lena Margrét er ansi öflug skytta sem getur einnig leikið sem hægri hornamaður en hún hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands. Hún hefur þó verið á eftir Hildi Þorgeirsdóttur í Safamýrinni og hefur því ákveðið að skipta. Svava Kristín Grétarsdóttir, Sigurlaun Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir ræddu um skiptin í Seinni bylgjunni i gær og Sigurlaug tók fyrst við boltanum. „Mér finnst þetta hræðilegt fyrir Fram. Hún er að skipta því það er búið að frysta hana alltof lengi. Hún er leikmaður sem átti að vera komin að minnsta kosti helming á móti Hildi,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hildur er frábær leikmaður en það er alltaf gott að vera með tvo sterka leikmenn og sérstaklega því Lena er uppalin Framari. Þetta er stór og frábær biti fyrir Stjörnuna. Ég get gagnrýnt Stefán fyrir að yngri leikmenn fái ekki næg tækifæri og þetta er afleiðing af því, held ég,“ bætti Sigurlaug við. „Lena og Hildur eru ótrúlega ólíkir leikmenn. Hildur er með yfirsýn og leitar að línunni og finnur góðar sendingar í hornið. Hún er mikill spilari en Lena er árásargjörn og hugsar ég er að fara skjóta. Hún er með frábær undirskot og þetta eru tveir ólíkir leikmenn,“ sagði Íris Ásta. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem má meðal annars sjá viðbrögð þjálfara Stjörnunnar er hún var spurð út í skiptin sem og af hverju væri ekki búið að tilkynna um félagaskiptin. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lenu og Stjörnuna Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira