Íslenskt par talið hafa grætt 84 milljónir vegna sölu lyfseðilskyldra lyfja Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 3. maí 2021 23:08 Við húsleit hjá manninum fannst mikið magn lyfseðilskyldra lyfja. Vísir/Egill Íslenskt par er grunað um að hafa grætt rúmlega 84 milljónir króna á sölu og dreifingu lyfseðilskyldra lyfja. Talið er að parið, ásamt tveimur öðrum, hafi stundað glæpi kerfisbundið í tæpan áratug. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af vaxandi tökum skipulagðra glæpahópa í íslensku samfélagi eins og kom fram í Kompás sem birtur var hér á Vísi í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært íslenskan karlmann um sextugt fyrir að hafa allt frá árinu 2013 selt og afhent fjölda fólks lyfseðilskyld lyf og ávana- og fíkniefni, án þess að hafa leyfi Lyfjastofnunar. Við húsleit hjá manninum fannst mikið magn lyfseðilskyldra lyfja á borð við Rítalín, OxiContyn og Contalgin. Þá eru maðurinn og eiginkona hans, sem fædd er 1982, einnig ákærð fyrir peningaþvætti en lögregla telur að parið hafi hagnast um rúmlega 84 milljónir með sölu og dreifingu mannsins á lyfjunum. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að parið gat ekki gefið upp trúverðugar skýringar á innkomu sinni. Þá eru tveir til viðbótar ákærðir vegna málsins fyrir peningaþvætti og skotvopnalagabrot. Í Kompás kom fram að lögreglan hafi gríðarlegar áhyggjur af vaxandi tökum glæpahópa á Íslandi. Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik upp á fleiri hundruð milljónir og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenni nú undirheima Íslands. Hugmyndir hafa verið uppi um að lögleiðing fíkniefna myndi kippa fótunum undan starfsemi skipulagðra glæpahópa. „Þetta held ég að sé ekki rétta leiðin því eins og með lyf, læknalyf og svoleiðis, hvernig gengur okkur að halda utan um það? Þar erum við að sjá stóran markað á götunni. Þannig að ég held að það sé ekki rétta nálgunin að fara lögleiða þessi efni,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar í Kompás. Kompás Lögreglumál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Efnahagsbrot Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Lögreglan hefur miklar áhyggjur af vaxandi tökum skipulagðra glæpahópa í íslensku samfélagi eins og kom fram í Kompás sem birtur var hér á Vísi í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært íslenskan karlmann um sextugt fyrir að hafa allt frá árinu 2013 selt og afhent fjölda fólks lyfseðilskyld lyf og ávana- og fíkniefni, án þess að hafa leyfi Lyfjastofnunar. Við húsleit hjá manninum fannst mikið magn lyfseðilskyldra lyfja á borð við Rítalín, OxiContyn og Contalgin. Þá eru maðurinn og eiginkona hans, sem fædd er 1982, einnig ákærð fyrir peningaþvætti en lögregla telur að parið hafi hagnast um rúmlega 84 milljónir með sölu og dreifingu mannsins á lyfjunum. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að parið gat ekki gefið upp trúverðugar skýringar á innkomu sinni. Þá eru tveir til viðbótar ákærðir vegna málsins fyrir peningaþvætti og skotvopnalagabrot. Í Kompás kom fram að lögreglan hafi gríðarlegar áhyggjur af vaxandi tökum glæpahópa á Íslandi. Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik upp á fleiri hundruð milljónir og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenni nú undirheima Íslands. Hugmyndir hafa verið uppi um að lögleiðing fíkniefna myndi kippa fótunum undan starfsemi skipulagðra glæpahópa. „Þetta held ég að sé ekki rétta leiðin því eins og með lyf, læknalyf og svoleiðis, hvernig gengur okkur að halda utan um það? Þar erum við að sjá stóran markað á götunni. Þannig að ég held að það sé ekki rétta nálgunin að fara lögleiða þessi efni,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar í Kompás.
Kompás Lögreglumál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Efnahagsbrot Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira