Bólusettu túristarnir eru lentir Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2021 12:33 Flugvél Delta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í morgun. Vísir/Sigurjón Flugvél full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Koma flugvélarinnar markar upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Átta flugvélar eru á áætlun til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Sú fyrsta, á vegum bandaríska flugfélagsins Delta, lenti á áttunda tímanum í morgun frá New York. Um hundrað og þrjátíu farþegar voru um borð, ýmist bólusettir gegn Covid eða með mótefni. Fréttastofa hitti Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann segir komu Delta-vélarinnar marka ákveðin tímamót í kórónuveirufaraldrinum. „Þessi vél er kannski fyrsta vélin sem er aðallega að koma með „detikeraða“ ferðamenn, það er allur munurinn, sem sýnir að ferðamannasumarið er kannski að hefjast núna,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór á Keflavíkurflugvelli í morgun.Vísir/Sigurjón „Sá fjöldi véla sem er að koma núna þessa helgi og næstu daga sýnir það að þetta er aðeins að breytast núna inn í sumarið hjá okkur. Þetta eru kannski fyrstu merki um að landið sé að rísa, ekki bara í ferðaþjónustunni, heldur út úr þessum faraldri.“ Ferðamannastaumurinn muni vonandi byrja að aukast í maí og svo talsvert meira í júní. „Til að byrja með verður þetta væntanlega aðallega bólusettir Bandaríkjamenn og þeir sem geta framvísað vottorðum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem verða fyrstu alvöru túristarnir á landinu. En við munum þurfa að bíða væntanlega heldur lengur eftir fólki frá meginlandi Evrópu.“ Farþegar úr Delta-flugvélinni framvísa tilskildum skjölum við komu í morgun.Vísir/Sigurjón Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31 Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. 1. maí 2021 18:27 Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. 1. maí 2021 16:51 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Átta flugvélar eru á áætlun til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Sú fyrsta, á vegum bandaríska flugfélagsins Delta, lenti á áttunda tímanum í morgun frá New York. Um hundrað og þrjátíu farþegar voru um borð, ýmist bólusettir gegn Covid eða með mótefni. Fréttastofa hitti Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann segir komu Delta-vélarinnar marka ákveðin tímamót í kórónuveirufaraldrinum. „Þessi vél er kannski fyrsta vélin sem er aðallega að koma með „detikeraða“ ferðamenn, það er allur munurinn, sem sýnir að ferðamannasumarið er kannski að hefjast núna,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór á Keflavíkurflugvelli í morgun.Vísir/Sigurjón „Sá fjöldi véla sem er að koma núna þessa helgi og næstu daga sýnir það að þetta er aðeins að breytast núna inn í sumarið hjá okkur. Þetta eru kannski fyrstu merki um að landið sé að rísa, ekki bara í ferðaþjónustunni, heldur út úr þessum faraldri.“ Ferðamannastaumurinn muni vonandi byrja að aukast í maí og svo talsvert meira í júní. „Til að byrja með verður þetta væntanlega aðallega bólusettir Bandaríkjamenn og þeir sem geta framvísað vottorðum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem verða fyrstu alvöru túristarnir á landinu. En við munum þurfa að bíða væntanlega heldur lengur eftir fólki frá meginlandi Evrópu.“ Farþegar úr Delta-flugvélinni framvísa tilskildum skjölum við komu í morgun.Vísir/Sigurjón
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31 Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. 1. maí 2021 18:27 Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. 1. maí 2021 16:51 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31
Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. 1. maí 2021 18:27
Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. 1. maí 2021 16:51