Handtekinn eftir að hafa kastað búslóðinni fram af svölum Sylvía Hall skrifar 2. maí 2021 07:34 Það kom ýmislegt inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Rúmlega hundrað mál voru skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt og hafði hún í nógu að snúast. Fimmtán hávaðakvartanir komu inn á borð lögreglu og voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna vímuefnaaksturs, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Lögregla var einnig kölluð til vegna manns í Breiðholti sem var að henda búslóð sinni fram af svölum. Einhverjir munir höfðu lent á bílum nágranna hans og er maðurinn sagður hafa verið í annarlegu ástandi, en hann var vistaður í fangaklefa. Í Árbæ var svo annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og hótana en ekki kemur fram hvert ástand brotaþola er. Í Grafarholti var grjóti hent inn um rúðu á íbúðarhúsi en engin slys urðu á fólki. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum, ýmist vegna hraðaksturs eða vímuefnaaksturs. Í Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður undir áhrifum fíkniefna en sá var á ótryggðum bíl með fíkniefni meðferðis. Umferðaróhapp varð einnig í Hafnarfirði í gær þegar kerra losnaði aftan úr bíl og lenti framan á öðrum sem kom úr gagnstæðri átt, en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt dagbók lögreglu voru að minnsta kosti tvo mál þar sem ökumenn voru langt yfir hámarkshraða, en einn þeirra var mældur á 135 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður var svo stöðvaður í Hafnarfirði á 165 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Báðir voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. Í hverfi 105 voru tveir handteknir vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna og voru þeir vistaðir í fangaklefum. Í sama hverfi þurfti lögregla að aðstoða starfsfólk á hóteli við að vísa tveimur karlmönnum og einni konu út sem voru í annarlegu ástandi og til vandræða. Reykjavík Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Lögregla var einnig kölluð til vegna manns í Breiðholti sem var að henda búslóð sinni fram af svölum. Einhverjir munir höfðu lent á bílum nágranna hans og er maðurinn sagður hafa verið í annarlegu ástandi, en hann var vistaður í fangaklefa. Í Árbæ var svo annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og hótana en ekki kemur fram hvert ástand brotaþola er. Í Grafarholti var grjóti hent inn um rúðu á íbúðarhúsi en engin slys urðu á fólki. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum, ýmist vegna hraðaksturs eða vímuefnaaksturs. Í Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður undir áhrifum fíkniefna en sá var á ótryggðum bíl með fíkniefni meðferðis. Umferðaróhapp varð einnig í Hafnarfirði í gær þegar kerra losnaði aftan úr bíl og lenti framan á öðrum sem kom úr gagnstæðri átt, en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt dagbók lögreglu voru að minnsta kosti tvo mál þar sem ökumenn voru langt yfir hámarkshraða, en einn þeirra var mældur á 135 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður var svo stöðvaður í Hafnarfirði á 165 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Báðir voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. Í hverfi 105 voru tveir handteknir vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna og voru þeir vistaðir í fangaklefum. Í sama hverfi þurfti lögregla að aðstoða starfsfólk á hóteli við að vísa tveimur karlmönnum og einni konu út sem voru í annarlegu ástandi og til vandræða.
Reykjavík Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira