Handtekinn eftir að hafa kastað búslóðinni fram af svölum Sylvía Hall skrifar 2. maí 2021 07:34 Það kom ýmislegt inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Rúmlega hundrað mál voru skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt og hafði hún í nógu að snúast. Fimmtán hávaðakvartanir komu inn á borð lögreglu og voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna vímuefnaaksturs, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Lögregla var einnig kölluð til vegna manns í Breiðholti sem var að henda búslóð sinni fram af svölum. Einhverjir munir höfðu lent á bílum nágranna hans og er maðurinn sagður hafa verið í annarlegu ástandi, en hann var vistaður í fangaklefa. Í Árbæ var svo annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og hótana en ekki kemur fram hvert ástand brotaþola er. Í Grafarholti var grjóti hent inn um rúðu á íbúðarhúsi en engin slys urðu á fólki. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum, ýmist vegna hraðaksturs eða vímuefnaaksturs. Í Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður undir áhrifum fíkniefna en sá var á ótryggðum bíl með fíkniefni meðferðis. Umferðaróhapp varð einnig í Hafnarfirði í gær þegar kerra losnaði aftan úr bíl og lenti framan á öðrum sem kom úr gagnstæðri átt, en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt dagbók lögreglu voru að minnsta kosti tvo mál þar sem ökumenn voru langt yfir hámarkshraða, en einn þeirra var mældur á 135 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður var svo stöðvaður í Hafnarfirði á 165 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Báðir voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. Í hverfi 105 voru tveir handteknir vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna og voru þeir vistaðir í fangaklefum. Í sama hverfi þurfti lögregla að aðstoða starfsfólk á hóteli við að vísa tveimur karlmönnum og einni konu út sem voru í annarlegu ástandi og til vandræða. Reykjavík Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Lögregla var einnig kölluð til vegna manns í Breiðholti sem var að henda búslóð sinni fram af svölum. Einhverjir munir höfðu lent á bílum nágranna hans og er maðurinn sagður hafa verið í annarlegu ástandi, en hann var vistaður í fangaklefa. Í Árbæ var svo annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og hótana en ekki kemur fram hvert ástand brotaþola er. Í Grafarholti var grjóti hent inn um rúðu á íbúðarhúsi en engin slys urðu á fólki. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum, ýmist vegna hraðaksturs eða vímuefnaaksturs. Í Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður undir áhrifum fíkniefna en sá var á ótryggðum bíl með fíkniefni meðferðis. Umferðaróhapp varð einnig í Hafnarfirði í gær þegar kerra losnaði aftan úr bíl og lenti framan á öðrum sem kom úr gagnstæðri átt, en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt dagbók lögreglu voru að minnsta kosti tvo mál þar sem ökumenn voru langt yfir hámarkshraða, en einn þeirra var mældur á 135 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður var svo stöðvaður í Hafnarfirði á 165 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Báðir voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. Í hverfi 105 voru tveir handteknir vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna og voru þeir vistaðir í fangaklefum. Í sama hverfi þurfti lögregla að aðstoða starfsfólk á hóteli við að vísa tveimur karlmönnum og einni konu út sem voru í annarlegu ástandi og til vandræða.
Reykjavík Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira