Efnahagur Íslands strandar á ný Jón Frímann Jónsson skrifar 1. maí 2021 16:31 Á ný finna Íslendingar sig í þeirri stöðu að þurfa að eiga við mikla verðbólgu, hækkandi vöruverð og lélegan efnahag. Þetta er endurtekið eftir frá síðustu 70 árum og virðist seint ætla að enda á Íslandi. Ástæðan fyrir því að þetta endar aldrei á Íslandi er vegna þess að efnahagur Íslands er fastur í stjórnsemi afla sem vilja ekkert nema halda Íslandi fyrir utan aðild að Evrópusambandinu og þá þeim möguleika að taka upp evruna með þeim efnahagslegu möguleikum og stöðugleika sem fylgir slíkri aðild. Það má reikna með að sú verðbólga sem er farin af stað á Íslandi núna er bara upphafið af löngu og erfiðu efnahagslegu tímabili sem hófst árið 2020 og ekki sér fyrir endann á núna. Ég er ekki viss um að aukinn fjöldi ferðamanna til Íslands geti bjargað málunum eins og varð raunin eftir efnahagshrunið árið 2008 og þeirri kreppu sem kom í kjölfarið. Hitt vandamálið á Íslandi er sú staðreynd að hagkerfið á Íslandi er rekið af mikilli vanþekkingu, pólitískum tengslum og vanhæfni. Það sést best á því að Bjarni Ben, fjármálaráðherra hefur staðið persónulega í vegi þeirra sem hafa gagnrýnt hann og hans störf. Hvort sem er innanlands eða á hinum Norðurlöndunum. Þetta er auðvitað vanhæfni og smámunasemi af verstu gerð. Lengi getur vont versnað segir máltækið og það á sérstaklega við á Íslandi af ofangreindum ástæðum. Ég reikna með að Íslendingar endurveki aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eftir um áratug af efnahagslegri áþján, hárri verðbólgu og langtíma efnahagskreppu sem mun aldrei enda að öðru leiti. Ástæða þess að Ísland gekk í EFTA og síðar í Evrópska Efnahagssvæðið (EES) komu til af efnahagskreppum sem einfaldlega tóku ekki enda. Öfgafull hægri öfl sem á Íslandi eru með öfgafulla þjóðerniskennd á dagskránni hjá sér mótmæltu aðild að EFTA og síðar EES með sömu rökum og eru notuð gegn Evrópusambandinu og aðild að því í dag. Þar er engin breyting á. Það sem vill gleymast í umræðunni er sú staðreynd að við aðild Íslands að EFTA og síðar EES þá endaði sú efnahagskreppa sem var í gangi á Íslandi á þeim tíma. Það er orðið vel ljóst að sú hugmyndafræði sem Ísland byggir á virkar ekki í dag og hefur ekki virkað í áratugi. Alveg sama hvað andstæðingar Evrópusambandsins segja og fullyrða. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á ný finna Íslendingar sig í þeirri stöðu að þurfa að eiga við mikla verðbólgu, hækkandi vöruverð og lélegan efnahag. Þetta er endurtekið eftir frá síðustu 70 árum og virðist seint ætla að enda á Íslandi. Ástæðan fyrir því að þetta endar aldrei á Íslandi er vegna þess að efnahagur Íslands er fastur í stjórnsemi afla sem vilja ekkert nema halda Íslandi fyrir utan aðild að Evrópusambandinu og þá þeim möguleika að taka upp evruna með þeim efnahagslegu möguleikum og stöðugleika sem fylgir slíkri aðild. Það má reikna með að sú verðbólga sem er farin af stað á Íslandi núna er bara upphafið af löngu og erfiðu efnahagslegu tímabili sem hófst árið 2020 og ekki sér fyrir endann á núna. Ég er ekki viss um að aukinn fjöldi ferðamanna til Íslands geti bjargað málunum eins og varð raunin eftir efnahagshrunið árið 2008 og þeirri kreppu sem kom í kjölfarið. Hitt vandamálið á Íslandi er sú staðreynd að hagkerfið á Íslandi er rekið af mikilli vanþekkingu, pólitískum tengslum og vanhæfni. Það sést best á því að Bjarni Ben, fjármálaráðherra hefur staðið persónulega í vegi þeirra sem hafa gagnrýnt hann og hans störf. Hvort sem er innanlands eða á hinum Norðurlöndunum. Þetta er auðvitað vanhæfni og smámunasemi af verstu gerð. Lengi getur vont versnað segir máltækið og það á sérstaklega við á Íslandi af ofangreindum ástæðum. Ég reikna með að Íslendingar endurveki aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eftir um áratug af efnahagslegri áþján, hárri verðbólgu og langtíma efnahagskreppu sem mun aldrei enda að öðru leiti. Ástæða þess að Ísland gekk í EFTA og síðar í Evrópska Efnahagssvæðið (EES) komu til af efnahagskreppum sem einfaldlega tóku ekki enda. Öfgafull hægri öfl sem á Íslandi eru með öfgafulla þjóðerniskennd á dagskránni hjá sér mótmæltu aðild að EFTA og síðar EES með sömu rökum og eru notuð gegn Evrópusambandinu og aðild að því í dag. Þar er engin breyting á. Það sem vill gleymast í umræðunni er sú staðreynd að við aðild Íslands að EFTA og síðar EES þá endaði sú efnahagskreppa sem var í gangi á Íslandi á þeim tíma. Það er orðið vel ljóst að sú hugmyndafræði sem Ísland byggir á virkar ekki í dag og hefur ekki virkað í áratugi. Alveg sama hvað andstæðingar Evrópusambandsins segja og fullyrða. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar