Efnahagur Íslands strandar á ný Jón Frímann Jónsson skrifar 1. maí 2021 16:31 Á ný finna Íslendingar sig í þeirri stöðu að þurfa að eiga við mikla verðbólgu, hækkandi vöruverð og lélegan efnahag. Þetta er endurtekið eftir frá síðustu 70 árum og virðist seint ætla að enda á Íslandi. Ástæðan fyrir því að þetta endar aldrei á Íslandi er vegna þess að efnahagur Íslands er fastur í stjórnsemi afla sem vilja ekkert nema halda Íslandi fyrir utan aðild að Evrópusambandinu og þá þeim möguleika að taka upp evruna með þeim efnahagslegu möguleikum og stöðugleika sem fylgir slíkri aðild. Það má reikna með að sú verðbólga sem er farin af stað á Íslandi núna er bara upphafið af löngu og erfiðu efnahagslegu tímabili sem hófst árið 2020 og ekki sér fyrir endann á núna. Ég er ekki viss um að aukinn fjöldi ferðamanna til Íslands geti bjargað málunum eins og varð raunin eftir efnahagshrunið árið 2008 og þeirri kreppu sem kom í kjölfarið. Hitt vandamálið á Íslandi er sú staðreynd að hagkerfið á Íslandi er rekið af mikilli vanþekkingu, pólitískum tengslum og vanhæfni. Það sést best á því að Bjarni Ben, fjármálaráðherra hefur staðið persónulega í vegi þeirra sem hafa gagnrýnt hann og hans störf. Hvort sem er innanlands eða á hinum Norðurlöndunum. Þetta er auðvitað vanhæfni og smámunasemi af verstu gerð. Lengi getur vont versnað segir máltækið og það á sérstaklega við á Íslandi af ofangreindum ástæðum. Ég reikna með að Íslendingar endurveki aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eftir um áratug af efnahagslegri áþján, hárri verðbólgu og langtíma efnahagskreppu sem mun aldrei enda að öðru leiti. Ástæða þess að Ísland gekk í EFTA og síðar í Evrópska Efnahagssvæðið (EES) komu til af efnahagskreppum sem einfaldlega tóku ekki enda. Öfgafull hægri öfl sem á Íslandi eru með öfgafulla þjóðerniskennd á dagskránni hjá sér mótmæltu aðild að EFTA og síðar EES með sömu rökum og eru notuð gegn Evrópusambandinu og aðild að því í dag. Þar er engin breyting á. Það sem vill gleymast í umræðunni er sú staðreynd að við aðild Íslands að EFTA og síðar EES þá endaði sú efnahagskreppa sem var í gangi á Íslandi á þeim tíma. Það er orðið vel ljóst að sú hugmyndafræði sem Ísland byggir á virkar ekki í dag og hefur ekki virkað í áratugi. Alveg sama hvað andstæðingar Evrópusambandsins segja og fullyrða. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á ný finna Íslendingar sig í þeirri stöðu að þurfa að eiga við mikla verðbólgu, hækkandi vöruverð og lélegan efnahag. Þetta er endurtekið eftir frá síðustu 70 árum og virðist seint ætla að enda á Íslandi. Ástæðan fyrir því að þetta endar aldrei á Íslandi er vegna þess að efnahagur Íslands er fastur í stjórnsemi afla sem vilja ekkert nema halda Íslandi fyrir utan aðild að Evrópusambandinu og þá þeim möguleika að taka upp evruna með þeim efnahagslegu möguleikum og stöðugleika sem fylgir slíkri aðild. Það má reikna með að sú verðbólga sem er farin af stað á Íslandi núna er bara upphafið af löngu og erfiðu efnahagslegu tímabili sem hófst árið 2020 og ekki sér fyrir endann á núna. Ég er ekki viss um að aukinn fjöldi ferðamanna til Íslands geti bjargað málunum eins og varð raunin eftir efnahagshrunið árið 2008 og þeirri kreppu sem kom í kjölfarið. Hitt vandamálið á Íslandi er sú staðreynd að hagkerfið á Íslandi er rekið af mikilli vanþekkingu, pólitískum tengslum og vanhæfni. Það sést best á því að Bjarni Ben, fjármálaráðherra hefur staðið persónulega í vegi þeirra sem hafa gagnrýnt hann og hans störf. Hvort sem er innanlands eða á hinum Norðurlöndunum. Þetta er auðvitað vanhæfni og smámunasemi af verstu gerð. Lengi getur vont versnað segir máltækið og það á sérstaklega við á Íslandi af ofangreindum ástæðum. Ég reikna með að Íslendingar endurveki aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eftir um áratug af efnahagslegri áþján, hárri verðbólgu og langtíma efnahagskreppu sem mun aldrei enda að öðru leiti. Ástæða þess að Ísland gekk í EFTA og síðar í Evrópska Efnahagssvæðið (EES) komu til af efnahagskreppum sem einfaldlega tóku ekki enda. Öfgafull hægri öfl sem á Íslandi eru með öfgafulla þjóðerniskennd á dagskránni hjá sér mótmæltu aðild að EFTA og síðar EES með sömu rökum og eru notuð gegn Evrópusambandinu og aðild að því í dag. Þar er engin breyting á. Það sem vill gleymast í umræðunni er sú staðreynd að við aðild Íslands að EFTA og síðar EES þá endaði sú efnahagskreppa sem var í gangi á Íslandi á þeim tíma. Það er orðið vel ljóst að sú hugmyndafræði sem Ísland byggir á virkar ekki í dag og hefur ekki virkað í áratugi. Alveg sama hvað andstæðingar Evrópusambandsins segja og fullyrða. Höfundur er rithöfundur.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun