Lista WHO yfir bóluefni sem nota má í neyð er ætlað að hraða því að einstök ríki veiti þeim markaðsleyfi. WHO hefur þegar mælt með notkun Moderna-efnisins fyrir fólk eldra en átján ára frá því í janúar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Mariangela Simao, aðstoðarforstjóri WHO, lagði áherslu á mikilvægi þess að bjóða upp á fleiri bóluefna vegna framleiðsluerfiðleika hjá sumum framleiðendum.
Fyrir á listanum eru fjögur bóluefni, frá Pfizer og BioNTech, AstraZeneca, Serum-stofnuninni á Indlandi og Johnson & Johnson. WHO hefur enn bóluefni Sinopharm og Sinovac til athugunar.