Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2021 18:45 Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins. AP/Evan Vucci Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá því í dag að takmarkanirnar tækju gildi aðfaranótt þriðjudagsins 4. maí. Með þeim yrði flestum ferðalögum sem eru ekki bandarískir borgarar bannað að koma til Bandaríkjanna hafi þeir dvalið á Indlandi innan fjórtán daga fyrir komu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) vísar til gríðarlegs fjölda smita á Indlandi um þessar mundir og nokkurra mismunandi afbrigða veirunnar sem eru þar í dreifingu. Sambærilegar takmarkanir eru þegar í gildi fyrir fólk sem hefur verið í Suður-Afríku, Brasilíu, Bretlandi, Írlandi og 26 Evrópuríkjum sem leyfa frjálsa för yfir landamæri sín. Fleiri en 300.000 manns hafa greinst smitaðir á Indlandi á hverjum degi undanfarna níu daga í röð. Fjöldinn náði 386.352 í dag en talið er að raunverulegur fjöldi smitaðra sé enn hærri vegna takmarkaðar skimunar sem fer fram í landinu. Að minnsta kosti rúmlega 200.000 manns eru látnir og hátt í nítján milljónir hafa greinst smitaðar. Sérfræðingar telja að raunverulegu tölurnar gætu verið allt frá fimm til tíu sinnum hærri en þær opinberu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrr í vikunni ráðlagði bandaríska utanríkisráðuneytið borgurum sínum að forðast ferðalög til Indlands og að snúa þaðan sem fyrst ef þeir væru þar staddir. Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá því í dag að takmarkanirnar tækju gildi aðfaranótt þriðjudagsins 4. maí. Með þeim yrði flestum ferðalögum sem eru ekki bandarískir borgarar bannað að koma til Bandaríkjanna hafi þeir dvalið á Indlandi innan fjórtán daga fyrir komu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) vísar til gríðarlegs fjölda smita á Indlandi um þessar mundir og nokkurra mismunandi afbrigða veirunnar sem eru þar í dreifingu. Sambærilegar takmarkanir eru þegar í gildi fyrir fólk sem hefur verið í Suður-Afríku, Brasilíu, Bretlandi, Írlandi og 26 Evrópuríkjum sem leyfa frjálsa för yfir landamæri sín. Fleiri en 300.000 manns hafa greinst smitaðir á Indlandi á hverjum degi undanfarna níu daga í röð. Fjöldinn náði 386.352 í dag en talið er að raunverulegur fjöldi smitaðra sé enn hærri vegna takmarkaðar skimunar sem fer fram í landinu. Að minnsta kosti rúmlega 200.000 manns eru látnir og hátt í nítján milljónir hafa greinst smitaðar. Sérfræðingar telja að raunverulegu tölurnar gætu verið allt frá fimm til tíu sinnum hærri en þær opinberu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrr í vikunni ráðlagði bandaríska utanríkisráðuneytið borgurum sínum að forðast ferðalög til Indlands og að snúa þaðan sem fyrst ef þeir væru þar staddir.
Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50
Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32