Skaði skattaskjóla Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. apríl 2021 17:17 „Ekki leikur vafi á því að skráning eigna á aflands- og lágskattasvæðum til þess að forðast eðlileg skattskil og tryggja leynd er andstæð hagsmunum alls almennings og hefur í för með sér margvíslegan óbeinan skaða sem útilokað er að meta að fullu til fjár.“ (Eignir Íslendinga á aflandssvæðum, bls. 11) Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu. Nýr ráðherra birti hana árið 2017. Starfshópurinn hafi ekki mikinn tíma til að vinna skýrsluna og rýna flókin gögn til að draga ályktanir og kallaði eftir frekari rannsóknum til að fyrirbyggja stórfelld skattsvik. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum þar sem mikilvægum spurningum er varpað fram og svara vænst frá ráðherranum. Þeim sama ráðherra og stakk skýrslunni í skúffuna haustið 2016. • Í árslok 2007 voru 56% Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í eigu aflandsfélaga. Þessi félög voru að lang mestu leyti í eigu Íslendinga og sama gilti um óskráð félög í aflandseignarhaldi. Við þurfum svör við því hve stór hluti Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er í eigu aflandsfélaga núna vorið 2021 og hve stór hluti þeirra félaga er í eigu Íslendinga. • Í ljósi reynslunnar og ef ætlunin er að fyrirbyggja tjónið áður en það verður að veruleika, benda skýrsluhöfundar á að best sé að beina sjónum framar öðru að þeim greinum milliríkjaviðskipta þar sem virðisaukinn er mestur og vex hraðast hverju sinni. Því vaknar spurningin um hvort sjónum eftirlits og skattrannsókna hefur verið beint í þessa átt síðast liðinn áratug. • Milliverðlagning felst oftast í því að innflutningsverð er skráð hærra en raunverulegt innkaupsverð eða að útflutningsverð er skráð of lágt. Þannig verða til tekjur erlendis sem safnast fyrir á aflandssvæðum. Ólögmæt milliverðlagning í vöruviðskiptum milli ríka er algengt form skattsvika í ýmsum löndum. Rannsaka þarf ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum m.a. með sundurliðun á vöruviðskiptum á milli landa. Ætli þess konar rannsóknir hafi farið fram hér á landi síðast liðin ár? • Í skýrslunni kemur fram að í gögnum Seðlabanka Íslands um utanríkisviðskipti og fjármagnsjöfnuð fram til ársins 2010, sé undir liðunum „skekkjur og vantalið“ mikið misræmi. Ekki eru til heimildir um hvert þessir peningar fóru en hugsanlega hefur verið um dulinn fjármagnsflótta að ræða eða peningaþvætti. Svara þarf því hvernig staðan er á þessum liðum núna og hvort óskráðar fjármagnstilfærslur hafi verið rannsakaðar m.t.t. peningaþvættis og flutnings á aflandsreikninga. • Alþjóðleg stórfyrirtæki nýta sér mörg þau tækifæri sem þau búa yfir til að flytja arð þangað sem gjöld eru lægst. Íslenski kaupskipaflotinn er allur skráður erlendis og áhafna- og starfsmannaleigur einnig. Þetta segja skýrsluhöfundar að megi kalla „hentiskráningu“ eigna og tekna. Slíka skráningu sem íslensk fyrirtæki eða fyrirtæki með starfsemi á Íslandi ástunda þarf að kortleggja. • Alþjóðleg samvinna hefur aukist á undanförnum árum um aðgerðir gegn skattakjólum og öflun upplýsinga um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Kallað er eftir enn frekari alþjóðlegri samvinnu, nú síðast frá forseta Bandaríkjanna. Þátttaka Íslendinga á alþjóðavísu í aðgerðum gegn skattaskjólum þarf að vera markviss. Til að koma í veg fyrir að skaðinn sem átti sér stað við aflandsvæðinu Íslands endurtaki sig í einhverri mynd verður að rannsaka, kortleggja, vinna að vandaðri lagasetningu og vinna með öðrum þjóðum gegn notkun skattaskjóla. Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína fyrir Skattinum og láta aðra bera uppi sinn hlut í velferðarkerfinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekki leikur vafi á því að skráning eigna á aflands- og lágskattasvæðum til þess að forðast eðlileg skattskil og tryggja leynd er andstæð hagsmunum alls almennings og hefur í för með sér margvíslegan óbeinan skaða sem útilokað er að meta að fullu til fjár.“ (Eignir Íslendinga á aflandssvæðum, bls. 11) Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu. Nýr ráðherra birti hana árið 2017. Starfshópurinn hafi ekki mikinn tíma til að vinna skýrsluna og rýna flókin gögn til að draga ályktanir og kallaði eftir frekari rannsóknum til að fyrirbyggja stórfelld skattsvik. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum þar sem mikilvægum spurningum er varpað fram og svara vænst frá ráðherranum. Þeim sama ráðherra og stakk skýrslunni í skúffuna haustið 2016. • Í árslok 2007 voru 56% Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í eigu aflandsfélaga. Þessi félög voru að lang mestu leyti í eigu Íslendinga og sama gilti um óskráð félög í aflandseignarhaldi. Við þurfum svör við því hve stór hluti Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er í eigu aflandsfélaga núna vorið 2021 og hve stór hluti þeirra félaga er í eigu Íslendinga. • Í ljósi reynslunnar og ef ætlunin er að fyrirbyggja tjónið áður en það verður að veruleika, benda skýrsluhöfundar á að best sé að beina sjónum framar öðru að þeim greinum milliríkjaviðskipta þar sem virðisaukinn er mestur og vex hraðast hverju sinni. Því vaknar spurningin um hvort sjónum eftirlits og skattrannsókna hefur verið beint í þessa átt síðast liðinn áratug. • Milliverðlagning felst oftast í því að innflutningsverð er skráð hærra en raunverulegt innkaupsverð eða að útflutningsverð er skráð of lágt. Þannig verða til tekjur erlendis sem safnast fyrir á aflandssvæðum. Ólögmæt milliverðlagning í vöruviðskiptum milli ríka er algengt form skattsvika í ýmsum löndum. Rannsaka þarf ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum m.a. með sundurliðun á vöruviðskiptum á milli landa. Ætli þess konar rannsóknir hafi farið fram hér á landi síðast liðin ár? • Í skýrslunni kemur fram að í gögnum Seðlabanka Íslands um utanríkisviðskipti og fjármagnsjöfnuð fram til ársins 2010, sé undir liðunum „skekkjur og vantalið“ mikið misræmi. Ekki eru til heimildir um hvert þessir peningar fóru en hugsanlega hefur verið um dulinn fjármagnsflótta að ræða eða peningaþvætti. Svara þarf því hvernig staðan er á þessum liðum núna og hvort óskráðar fjármagnstilfærslur hafi verið rannsakaðar m.t.t. peningaþvættis og flutnings á aflandsreikninga. • Alþjóðleg stórfyrirtæki nýta sér mörg þau tækifæri sem þau búa yfir til að flytja arð þangað sem gjöld eru lægst. Íslenski kaupskipaflotinn er allur skráður erlendis og áhafna- og starfsmannaleigur einnig. Þetta segja skýrsluhöfundar að megi kalla „hentiskráningu“ eigna og tekna. Slíka skráningu sem íslensk fyrirtæki eða fyrirtæki með starfsemi á Íslandi ástunda þarf að kortleggja. • Alþjóðleg samvinna hefur aukist á undanförnum árum um aðgerðir gegn skattakjólum og öflun upplýsinga um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Kallað er eftir enn frekari alþjóðlegri samvinnu, nú síðast frá forseta Bandaríkjanna. Þátttaka Íslendinga á alþjóðavísu í aðgerðum gegn skattaskjólum þarf að vera markviss. Til að koma í veg fyrir að skaðinn sem átti sér stað við aflandsvæðinu Íslands endurtaki sig í einhverri mynd verður að rannsaka, kortleggja, vinna að vandaðri lagasetningu og vinna með öðrum þjóðum gegn notkun skattaskjóla. Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína fyrir Skattinum og láta aðra bera uppi sinn hlut í velferðarkerfinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun