Verjið afkomuna Drífa Snædal skrifar 30. apríl 2021 15:01 Í dag kynntu stjórnvöld nýjar og framlengdar aðgerðir vegna Covid-kreppunnar. Faraldurinn hefur sannanlega dregist á langinn og við þessar aðstæður er mikilvægt að sýna úthald. Ef ríkið dregur of snemma úr aðgerðum sínum til stuðnings fólki og fyrirtækjum er hætt við að það dýpki kreppuna. Það er enn langt í land að atvinnuleysistryggingakerfið okkar virki sem skildi í þeim hörmungum sem nú ganga yfir. Enn og aftur þarf að vinda ofan af þeirri hugmynd að hækkun ráðstöfunartekna búi til verðbólgu ein og sér. Þvert á móti eru það tekjur fólks sem halda hagkerfinu hér gangandi eins og hægt er. Þarna hefur orðið viðsnúningur í viðhorfum frá síðustu kreppu og hver alþjóðastofnunin á fætur annarri sendir ríkisstjórnum skýr skilaboð: „Verjið afkomuna!“. Vitandi að það er ekki einungis góð hagfræði heldur rétt, mannúðlegt og sanngjarnt, höfum við lagt ofuráherslu á að hækka bætur og verja afkomu. Það eru því vonbrigði að tekjutengda tímabil atvinnuleysisbóta sé ekki lengt enn frekar og bætur hækkaðar þrátt fyrir að allar spár geri ráð fyrir áframhaldandi atvinnuleysi. Ljósi punkturinn í aðgerðunum er áhersla á að skapa störf og höfum við ekki legið á liði okkar að hvetja stjórnvöld til dáða þar en það þarf að gera þetta jafnhliða; búa til ný störf og styrkja bótakerfið. Á morgun er baráttudagur verkalýðsins og annað árið í röð getum við ekki komið saman í kröfugöngur og hitt félagana í kaffi til að brýna okkur til áframhaldandi verka. Við bregðumst við þessu eins og í fyrra með því að bjóða upp á baráttufund í bland við skemmtidagskrá í samstarfi við RÚV á laugardagskvöld. Yfirskrift dagsins er „Það er nóg til“ og það má til sanns vegar færa. Við erum mjög langt frá því að ná sátt í þessu samfélagi um skiptingu gæðanna og eftir því sem auðfólki vex fiskur um hrygg dýpkar gjáin og við verðum fjær sáttinni. Um þetta fjalla ég í ávarpi í tilefni morgundagsins sem finna má í nýútkomnu vefritinu vinnan.is Góða helgi og gleðilegan baráttudag á morgun, 1. maí. Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag kynntu stjórnvöld nýjar og framlengdar aðgerðir vegna Covid-kreppunnar. Faraldurinn hefur sannanlega dregist á langinn og við þessar aðstæður er mikilvægt að sýna úthald. Ef ríkið dregur of snemma úr aðgerðum sínum til stuðnings fólki og fyrirtækjum er hætt við að það dýpki kreppuna. Það er enn langt í land að atvinnuleysistryggingakerfið okkar virki sem skildi í þeim hörmungum sem nú ganga yfir. Enn og aftur þarf að vinda ofan af þeirri hugmynd að hækkun ráðstöfunartekna búi til verðbólgu ein og sér. Þvert á móti eru það tekjur fólks sem halda hagkerfinu hér gangandi eins og hægt er. Þarna hefur orðið viðsnúningur í viðhorfum frá síðustu kreppu og hver alþjóðastofnunin á fætur annarri sendir ríkisstjórnum skýr skilaboð: „Verjið afkomuna!“. Vitandi að það er ekki einungis góð hagfræði heldur rétt, mannúðlegt og sanngjarnt, höfum við lagt ofuráherslu á að hækka bætur og verja afkomu. Það eru því vonbrigði að tekjutengda tímabil atvinnuleysisbóta sé ekki lengt enn frekar og bætur hækkaðar þrátt fyrir að allar spár geri ráð fyrir áframhaldandi atvinnuleysi. Ljósi punkturinn í aðgerðunum er áhersla á að skapa störf og höfum við ekki legið á liði okkar að hvetja stjórnvöld til dáða þar en það þarf að gera þetta jafnhliða; búa til ný störf og styrkja bótakerfið. Á morgun er baráttudagur verkalýðsins og annað árið í röð getum við ekki komið saman í kröfugöngur og hitt félagana í kaffi til að brýna okkur til áframhaldandi verka. Við bregðumst við þessu eins og í fyrra með því að bjóða upp á baráttufund í bland við skemmtidagskrá í samstarfi við RÚV á laugardagskvöld. Yfirskrift dagsins er „Það er nóg til“ og það má til sanns vegar færa. Við erum mjög langt frá því að ná sátt í þessu samfélagi um skiptingu gæðanna og eftir því sem auðfólki vex fiskur um hrygg dýpkar gjáin og við verðum fjær sáttinni. Um þetta fjalla ég í ávarpi í tilefni morgundagsins sem finna má í nýútkomnu vefritinu vinnan.is Góða helgi og gleðilegan baráttudag á morgun, 1. maí. Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun