Hætti í fótbolta eftir að mótherji gerði grín að geðheilsu hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2021 13:31 David Cox er hættur í fótbolta. David Cox, leikmaður Albion Rovers í Skotlandi, er hættur í fótbolta eftir að mótherji gerði grín að geðheilsu hans. Atvikið átti sér stað í leik Albion Rovers og Stenhousemuir í skosku D-deildinni í gær. Leikmaður Stenhousemuir, Jonathan Tiffoney, gerði þá grín að sjálfsvígstilraun Cox. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en í gær fékk Cox nóg. Hann yfirgaf völlinn í hálfleik og hefur lagt skóna á hilluna. „Ég átti í útistöðum við einn leikmanna Stenhousemuir og hann gerði grín að geðheilsu minni. Hann sagði að ég hefði átt að gera þetta almennilega í fyrsta skiptið. Einhverjum finnst þetta væntanlega lítið mál en ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu. Ég fæ ekki nógu mikið borgað fyrir það,“ sagði Cox sem var á varamannabekknum í leiknum í gær. „Ef ég hefði verið settur inn á hefði ég sennilega fótbrotið hann. Ég reyndi að ræða við dómarana en þeir sögðust ekkert geta gert þar sem þeir heyrðu ekki neitt. Ég ætla því að gera eitthvað í þessu og það er að hætta. Ég er búinn að fá nóg. Annars held ég áfram að spila, geng í skrokk á einhverjum og verð vondi karlinn.“ Albio Rovers hefur lýst yfir fullum stuðningi við hinn 32 ára Cox. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að ef leikmenn Albion Rovers verið meðvitaðir um hvað var sagt hefðu þeir neitað að fara inn á völlinn í seinni hálfleik í mótmælaskyni. We stand with David Cox. The unforgivable incident that occurred during tonight's match must not be downplayed. David, you have all at Albion Rovers and Scottish football's unconditional support. #MentalHealthMatters— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 This was not a 'throwaway' remark.David has been subjected to abuse numerous times throughout his career.If the team were aware of what was said before restarting after HT, they all agreed they would have walked off the park. #MentalHealthMatters #WeStandWithDavidCox— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 Stenhousemuir hefur beðið skoska knattspyrnusambandið um að rannsaka málið því ásakanirnar séu alvarlegar. Tiffoney hefur farið í tímabundið leyfi frá Stenhousemuir meðan rannsóknin stendur yfir. Hann hafnar sök í málinu. Skoski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag Sjá meira
Atvikið átti sér stað í leik Albion Rovers og Stenhousemuir í skosku D-deildinni í gær. Leikmaður Stenhousemuir, Jonathan Tiffoney, gerði þá grín að sjálfsvígstilraun Cox. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en í gær fékk Cox nóg. Hann yfirgaf völlinn í hálfleik og hefur lagt skóna á hilluna. „Ég átti í útistöðum við einn leikmanna Stenhousemuir og hann gerði grín að geðheilsu minni. Hann sagði að ég hefði átt að gera þetta almennilega í fyrsta skiptið. Einhverjum finnst þetta væntanlega lítið mál en ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu. Ég fæ ekki nógu mikið borgað fyrir það,“ sagði Cox sem var á varamannabekknum í leiknum í gær. „Ef ég hefði verið settur inn á hefði ég sennilega fótbrotið hann. Ég reyndi að ræða við dómarana en þeir sögðust ekkert geta gert þar sem þeir heyrðu ekki neitt. Ég ætla því að gera eitthvað í þessu og það er að hætta. Ég er búinn að fá nóg. Annars held ég áfram að spila, geng í skrokk á einhverjum og verð vondi karlinn.“ Albio Rovers hefur lýst yfir fullum stuðningi við hinn 32 ára Cox. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að ef leikmenn Albion Rovers verið meðvitaðir um hvað var sagt hefðu þeir neitað að fara inn á völlinn í seinni hálfleik í mótmælaskyni. We stand with David Cox. The unforgivable incident that occurred during tonight's match must not be downplayed. David, you have all at Albion Rovers and Scottish football's unconditional support. #MentalHealthMatters— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 This was not a 'throwaway' remark.David has been subjected to abuse numerous times throughout his career.If the team were aware of what was said before restarting after HT, they all agreed they would have walked off the park. #MentalHealthMatters #WeStandWithDavidCox— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 Stenhousemuir hefur beðið skoska knattspyrnusambandið um að rannsaka málið því ásakanirnar séu alvarlegar. Tiffoney hefur farið í tímabundið leyfi frá Stenhousemuir meðan rannsóknin stendur yfir. Hann hafnar sök í málinu.
Skoski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag Sjá meira