Biden boðar von um betri tíð eftir faraldur og kreppu Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 23:31 Þetta verður í fyrsta skipti sem Joe Biden ávarpar Bandaríkjaþing frá því að hann tók við embætti forseta 20. janúar. AP/Patrick Semansky Efnahagsbati eftir kórónuveirufaraldurinn verður efst á baugi í fyrsta ávarpi Joes Biden Bandaríkjaforseta fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í kvöld. Í ávarpinu ætlar forsetinn að lýsa því hvernig Bandaríkin eru „komin aftur af stað“ og hvernig hann sér fyrir sér að alríkisstjórnin geti bætt líf landsmanna. Biden ætlar að tala um hvernig hann tók við „þjóð í kreppu“ þegar hann varð forseti. Verstu farsótt í heila öld, verstu efnahagskreppu frá því í Kreppunni miklu og verstu árás á lýðræðið frá því í bandaríska borgarastríðinu. Vísar Biden þar til árásar stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í janúar. „Nú, eftir aðeins hundrað daga, get ég greint þjóðinni frá því að Bandaríkin eru komin aftur af stað,“ ætlar að Biden að segja samkvæmt útdrætti sem Hvíta húsið birti í dag „Breytingum hættu í möguleika. Kreppu í tækifæri. Bakslagi í styrkleika,“ ætlar forsetinn að segja. Til þess að koma Bandaríkjunum út úr efnahagslægðinni sem fylgdi faraldrinum ætlar Biden að leggja áherslu á metnaðarfulla áætlun sína um uppbyggingu innviða og atvinnuuppbyggingu, að sögn Washington Post. Auk þess ætlar Biden að lýsa tillögum sínum að stórauknum framlögum til leikskóla, dagvistunar, háskólamenntunar og barnabóta. „Við verðum að sanna að lýðræðið virkar ennþá. Að ríkisstjórnin virki ennþá og að hún geti staðið undir væntingum þjóðarinnar,“ ætlar Biden að segja. Ávarp Biden í kvöld er ekki eiginleg stefnuræða. Vanalega hafa forsetar haldið ræðu fyrir báðum deildum þingsins við upphaf kjörtímabils síns en Biden frestaði því þar til nú. Þá setur kórónuveirufaraldurinn mark sitt á ræðuna. Þingmenn verða með grímur og þurfa að halda fjarlægð. Aðeins tvö hundruð manns mega vera í þingsalnum en 535 þingmenn eiga sæti í báðum deildum. AP-fréttastofan segir að margir þingmenn repúblikana ætli ekki að mæta. Ræða Biden hefst klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Sjá meira
Biden ætlar að tala um hvernig hann tók við „þjóð í kreppu“ þegar hann varð forseti. Verstu farsótt í heila öld, verstu efnahagskreppu frá því í Kreppunni miklu og verstu árás á lýðræðið frá því í bandaríska borgarastríðinu. Vísar Biden þar til árásar stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í janúar. „Nú, eftir aðeins hundrað daga, get ég greint þjóðinni frá því að Bandaríkin eru komin aftur af stað,“ ætlar að Biden að segja samkvæmt útdrætti sem Hvíta húsið birti í dag „Breytingum hættu í möguleika. Kreppu í tækifæri. Bakslagi í styrkleika,“ ætlar forsetinn að segja. Til þess að koma Bandaríkjunum út úr efnahagslægðinni sem fylgdi faraldrinum ætlar Biden að leggja áherslu á metnaðarfulla áætlun sína um uppbyggingu innviða og atvinnuuppbyggingu, að sögn Washington Post. Auk þess ætlar Biden að lýsa tillögum sínum að stórauknum framlögum til leikskóla, dagvistunar, háskólamenntunar og barnabóta. „Við verðum að sanna að lýðræðið virkar ennþá. Að ríkisstjórnin virki ennþá og að hún geti staðið undir væntingum þjóðarinnar,“ ætlar Biden að segja. Ávarp Biden í kvöld er ekki eiginleg stefnuræða. Vanalega hafa forsetar haldið ræðu fyrir báðum deildum þingsins við upphaf kjörtímabils síns en Biden frestaði því þar til nú. Þá setur kórónuveirufaraldurinn mark sitt á ræðuna. Þingmenn verða með grímur og þurfa að halda fjarlægð. Aðeins tvö hundruð manns mega vera í þingsalnum en 535 þingmenn eiga sæti í báðum deildum. AP-fréttastofan segir að margir þingmenn repúblikana ætli ekki að mæta. Ræða Biden hefst klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Sjá meira