Boris í bobba: Rannsaka hvort kosningasjóðir hafi verið notaðir ólöglega Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2021 15:54 Boris Johnson, forsætisráðherra, var undir mmiklum þrýstingi á breska þinginu í dag. Breska þingið/Jessica Taylor Yfirkjörstjórn Bretlands tilkynnti í dag að hefja ætti formlega rannsókn sem snýr að Boris Johnson, forsætisráðherra. Rannsóknin snýr að því hvort Johnson hafi notað kosningasjóði til að gera endurbætur á íbúð sinni við Downing-stræti. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að upplýsingar hafi litið dagsins ljós sem bendi til þess að mögulega hafi slíkt brot verið framið. Öll spjót hafa beinst að forsætisráðherranum undanfarna daga eftir að hann var fyrst sakaður um að hafa notað kosningasjóði Íhaldsflokksins til framkvæmda í íbúð forsætisráðherra, sem er staðsett í Downing-stræti 11, yfir skrifstofum ráðuneytisins. Johnson sjálfur segist hafa notað eigin fé til framkvæmdanna, til viðbótar við þau þrjátíu þúsund pund sem hann átti rétt á úr ríkissjóði. Samkvæmt grein Sky News láku tölvupóstar sem sýna að auðugur bakhjarl Íhaldsflokksins bauð því að gefa flokknum 58 þúsund pund í fyrra. Samkvæmt póstunum var það vegna kostnaðar flokksins við eitthvað sem kallað var „Downing-strætis sjóðurinn“. Sá bakhjarl nefndi einnig fimmtán þúsund punda framlag, en það framlag er það eina sem skráð er í formleg skjöl flokksins. Johnson var undir miklum þrýstingi á þingi í dag en kom sér að mestu undan því að svara spurningum þingmanna um málið. Þegar hann var spurður að því hvort skattgreiðendur, Íhaldsflokkurinn, bakhjarl flokksins eða hann sjálfur hefði greitt fyrir framkvæmdirnar sagði hann: „Ég hef greitt fyrir framkvæmdirnar.“ Hvorki forsætisráðuneytið né Íhaldsflokkurinn hafa neitað því að flokkurinn hafi upprunalega greitt fyrir framkvæmdirnar úr kosningasjóðum flokksins. Bretland Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að upplýsingar hafi litið dagsins ljós sem bendi til þess að mögulega hafi slíkt brot verið framið. Öll spjót hafa beinst að forsætisráðherranum undanfarna daga eftir að hann var fyrst sakaður um að hafa notað kosningasjóði Íhaldsflokksins til framkvæmda í íbúð forsætisráðherra, sem er staðsett í Downing-stræti 11, yfir skrifstofum ráðuneytisins. Johnson sjálfur segist hafa notað eigin fé til framkvæmdanna, til viðbótar við þau þrjátíu þúsund pund sem hann átti rétt á úr ríkissjóði. Samkvæmt grein Sky News láku tölvupóstar sem sýna að auðugur bakhjarl Íhaldsflokksins bauð því að gefa flokknum 58 þúsund pund í fyrra. Samkvæmt póstunum var það vegna kostnaðar flokksins við eitthvað sem kallað var „Downing-strætis sjóðurinn“. Sá bakhjarl nefndi einnig fimmtán þúsund punda framlag, en það framlag er það eina sem skráð er í formleg skjöl flokksins. Johnson var undir miklum þrýstingi á þingi í dag en kom sér að mestu undan því að svara spurningum þingmanna um málið. Þegar hann var spurður að því hvort skattgreiðendur, Íhaldsflokkurinn, bakhjarl flokksins eða hann sjálfur hefði greitt fyrir framkvæmdirnar sagði hann: „Ég hef greitt fyrir framkvæmdirnar.“ Hvorki forsætisráðuneytið né Íhaldsflokkurinn hafa neitað því að flokkurinn hafi upprunalega greitt fyrir framkvæmdirnar úr kosningasjóðum flokksins.
Bretland Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira