Systkini kepptu bæði með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu á dögunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 16:31 Martin Bjarni og Hildur Maja Guðmundsbörn voru bæði í landsliði Íslands á EM í áhaldafimleikum sem fór fram í Sviss 21. og 22. apríl síðastliðinn. FSÍ Systkinin Martin Bjarni og Hildur Maja Guðmundsbörn þreyttu bæði frumraun sína á Evrópumóti í áhaldafimleikum á dögunum en þau kepptu þá fyrir hönd Íslands á EM í Basel í Sviss. Það er ekki á hverjum degi sem systkini keppa fyrir Ísland á sama Evrópumóti en Fimleikasambandið vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni. Martin Bjarni og Hildur Maja keppa bæði fyrir Íþróttafélagið Gerplu en þetta var góð leið fyrir þau til að halda upp fimmtíu ára afmæli félagsins. Martin Bjarni er fjórum árum eldri en Hildur Maja. Systkinin eru frá Selfossi en hafa bæði æft með Íþróttafélaginu Gerplu síðan þau muna eftir sér, Martin Bjarni í heil sextán ár og Hildur Maja í tíu ár. Martin Bjarni endaði í 61. sæti í fjölþraut af 152 keppendum og náði bestum árangri af íslensku strákunum. Hildur Maja náði þriðja besta árangrinum af íslensku stelpunum en hún endaði í 69. sæti af 107 keppendum i fjölþraut. Hildur Maja er í 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi og stefnir á nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands í haust. Martin Bjarni býr í Reykjavík en hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í desember og starfar nú hjá Greenfit við mælingar á fólki með það að markmiði að ná betri árangri í þjálfun. Uppáhalds áhöldin hennar Hildur eru gólf og slá en uppáhalds áhöldin hans Martins Bjarna eru svifrá og gólf. Systkinin eru samrýmd í sinni íþrótt og eru dugleg að hvetja og ráðleggja hvort öðru. Martin segir um Hildi að hún sé með mikið keppnisskap, stríðin, dugleg og skemmtileg. Hildur segir um bróður sinn að hann sé metnaðarfullur, skipulagður og mjög góður stóri bróðir. Það má finna meira um þau á heimasíðu fimleikasambandsins eða með því að smella hér. Glæsileg systkini!Posted by Fimleikasamband Íslands on Þriðjudagur, 27. apríl 2021 Fimleikar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem systkini keppa fyrir Ísland á sama Evrópumóti en Fimleikasambandið vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni. Martin Bjarni og Hildur Maja keppa bæði fyrir Íþróttafélagið Gerplu en þetta var góð leið fyrir þau til að halda upp fimmtíu ára afmæli félagsins. Martin Bjarni er fjórum árum eldri en Hildur Maja. Systkinin eru frá Selfossi en hafa bæði æft með Íþróttafélaginu Gerplu síðan þau muna eftir sér, Martin Bjarni í heil sextán ár og Hildur Maja í tíu ár. Martin Bjarni endaði í 61. sæti í fjölþraut af 152 keppendum og náði bestum árangri af íslensku strákunum. Hildur Maja náði þriðja besta árangrinum af íslensku stelpunum en hún endaði í 69. sæti af 107 keppendum i fjölþraut. Hildur Maja er í 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi og stefnir á nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands í haust. Martin Bjarni býr í Reykjavík en hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í desember og starfar nú hjá Greenfit við mælingar á fólki með það að markmiði að ná betri árangri í þjálfun. Uppáhalds áhöldin hennar Hildur eru gólf og slá en uppáhalds áhöldin hans Martins Bjarna eru svifrá og gólf. Systkinin eru samrýmd í sinni íþrótt og eru dugleg að hvetja og ráðleggja hvort öðru. Martin segir um Hildi að hún sé með mikið keppnisskap, stríðin, dugleg og skemmtileg. Hildur segir um bróður sinn að hann sé metnaðarfullur, skipulagður og mjög góður stóri bróðir. Það má finna meira um þau á heimasíðu fimleikasambandsins eða með því að smella hér. Glæsileg systkini!Posted by Fimleikasamband Íslands on Þriðjudagur, 27. apríl 2021
Fimleikar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira