Ætla að gefa 60 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 21:27 Joe Biden Bandaríkjaforseti. getty/Chip Somodevilla Bandarísk stjórnvöld hyggjast deila 60 milljón skömmtum af bóluefni AstraZeneca með öðrum ríkjum á næstu mánuðum. Bóluefninu verður dreift til annarra landa um leið og nægar byrgðir eru til af því að sögn Hvíta hússins. Bóluefni AstraZeneca hefur þegar verið gefið víða um heim en enn hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ekki veitt efninu markaðsleyfi. Þrátt fyrir það hefur ríkið verið að safna birgðum af bóluefninu. Bandaríkin, sem hafa tryggt sér mun fleiri skammta af bóluefnum gegn Covid-19 en þau þurfa sjálf, hafa verið beitt miklum þrýstingi til að deila bóluefnaskömmtunum sem þau hafa tryggt sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í síðasta mánuði að gefa Mexíkó og Kanada alls fjórar milljónir skammta af AstraZeneca bóluefninu. Bæði ríkin hafa þegar veitt bóluefninu markaðsleyfi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu frá því í dag segir að um leið og bóluefni AstraZeneca verði veitt markaðsleyfi muni tíu milljónir bóluefnaskammta fara í dreifingu í Bandaríkjunum. Þá eiga Bandaríkin von á fimmtíu milljónum skammta til viðbótar. Jan Psaki, talskona Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að starfsmenn lyfjaeftirlits Bandaríkjanna muni gera öryggisprófanir á bóluefninu áður en það verði sent til annarra ríkja. Þá tilkynntu bandarísk yfirvöld á dögunum að þau hyggist gefa indverskum bóluefnaframleiðendum hráefni í framleiðslu bóluefnis en ástandið á Indlandi er um þessar mundir grafalvarlegt. Sjúkrahús hafa ekki í við fjölda sjúklinga og súrefni er af skornum skammti. Biden lofaði einnig í símtali í dag við forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, að Bandaríkin myndu bregðast við neyðinni á Indlandi. Hyggst hann senda „súrefnistengdar vörur, hráefni í bóluefni og önnur aðföng“ til Indlands. Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01 350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca hefur þegar verið gefið víða um heim en enn hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ekki veitt efninu markaðsleyfi. Þrátt fyrir það hefur ríkið verið að safna birgðum af bóluefninu. Bandaríkin, sem hafa tryggt sér mun fleiri skammta af bóluefnum gegn Covid-19 en þau þurfa sjálf, hafa verið beitt miklum þrýstingi til að deila bóluefnaskömmtunum sem þau hafa tryggt sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í síðasta mánuði að gefa Mexíkó og Kanada alls fjórar milljónir skammta af AstraZeneca bóluefninu. Bæði ríkin hafa þegar veitt bóluefninu markaðsleyfi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu frá því í dag segir að um leið og bóluefni AstraZeneca verði veitt markaðsleyfi muni tíu milljónir bóluefnaskammta fara í dreifingu í Bandaríkjunum. Þá eiga Bandaríkin von á fimmtíu milljónum skammta til viðbótar. Jan Psaki, talskona Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að starfsmenn lyfjaeftirlits Bandaríkjanna muni gera öryggisprófanir á bóluefninu áður en það verði sent til annarra ríkja. Þá tilkynntu bandarísk yfirvöld á dögunum að þau hyggist gefa indverskum bóluefnaframleiðendum hráefni í framleiðslu bóluefnis en ástandið á Indlandi er um þessar mundir grafalvarlegt. Sjúkrahús hafa ekki í við fjölda sjúklinga og súrefni er af skornum skammti. Biden lofaði einnig í símtali í dag við forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, að Bandaríkin myndu bregðast við neyðinni á Indlandi. Hyggst hann senda „súrefnistengdar vörur, hráefni í bóluefni og önnur aðföng“ til Indlands.
Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01 350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01
350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30