Óvíst hvort reglur hafi verið brotnar á hundrað manna árshátíð VA Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 18:11 Tæplega hundrað mættu á árshátíðina á föstudag. Vísir Árshátíð í Verkmenntaskóla Austurlands, sem haldin var á föstudag, hefur verið rannsökuð af lögreglu og hefur málið nú verið sent til ákærusviðs embættisins sem mun taka ákvörðun um framhaldið. Talið er að mögulega hafi sóttvarnareglur verið brotnar en tæplega 100 voru viðstaddir árshátíðinni í Neskaupstað. Komist ákærusvið embættisins að þeirri niðurstöðu að sóttvarnalög hafi verið brotin gætu skipuleggjendur átt yfir höfði sér 250-500 þúsund króna sekt. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans, staðfesti það í samtali við fréttastofu um helgina að árshátíðin hafi farið fram í skólanum á föstudag. Sagðist hún þá hafa átt í samtali við lögregluna á Austfjörðum um hátíðina og varð niðurstaðan sú að ekki væri um sóttvarnabrot að ræða. Meint sóttvarnabrot, rannsókn Ábendingar bárust lögreglu um hugsanlegt sóttvarnarbrot á Austurlandi á föstudagskvöld....Posted by Lögreglan á Austurlandi on Monday, April 26, 2021 Ástæðu þess segir hún vera að hátíðin hafi fallið undir reglugerð um sviðslistir en þrír skemmtikraftar stigu á stokk á hátíðinni. Þegar um sviðslistir er að ræða mega alls hundrað koma saman. Veitingar voru hins vegar bornar fram á árshátíðinni en samkvæmt reglugerð um veitingastaði mega aðeins þrjátíu vera inni á veitingastað að hverju sinni. Á myndböndum, sem fréttastofa hefur undir höndum, frá hátíðinni sjást gestir sitja eða standa þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. „Þau þurftu að fara með grímur frá sætum og þegar kemur að félagslífi fylgjum við reglum um sviðslistir. Þá þarftu að raða upp með meters millibili merktum sætum, 100 mega vera saman í sal og 50 á sviði. Þau mega hvergi safnast saman fleiri en 20 ef þau standa upp,“ sagði Lilja Guðný. Lilja segir hins vegar að grípa hafi þurft inn í einu sinni þegar skemmtikraftarnir hafi stigið á stokk. Þeir komu alla leið úr Reykjavík, Friðrik Dór Jónsson, Auðunn Blöndal og Steindi Jr. „Við hefðum líklega ekki leyft okkur að halda árshátíðina, þótt við megum það, ef við værum ekki í alveg smitlausum landshluta. Annars hefði ég ekki þorað þetta þó ég má,“ sagði Lilja. Síðast kom innanlandssmit upp á Austurlandi í nóvember. „Þessir krakkar eru líka saman í skólanum allan daginn alla daga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Skóla - og menntamál Fjarðabyggð Framhaldsskólar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Komist ákærusvið embættisins að þeirri niðurstöðu að sóttvarnalög hafi verið brotin gætu skipuleggjendur átt yfir höfði sér 250-500 þúsund króna sekt. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans, staðfesti það í samtali við fréttastofu um helgina að árshátíðin hafi farið fram í skólanum á föstudag. Sagðist hún þá hafa átt í samtali við lögregluna á Austfjörðum um hátíðina og varð niðurstaðan sú að ekki væri um sóttvarnabrot að ræða. Meint sóttvarnabrot, rannsókn Ábendingar bárust lögreglu um hugsanlegt sóttvarnarbrot á Austurlandi á föstudagskvöld....Posted by Lögreglan á Austurlandi on Monday, April 26, 2021 Ástæðu þess segir hún vera að hátíðin hafi fallið undir reglugerð um sviðslistir en þrír skemmtikraftar stigu á stokk á hátíðinni. Þegar um sviðslistir er að ræða mega alls hundrað koma saman. Veitingar voru hins vegar bornar fram á árshátíðinni en samkvæmt reglugerð um veitingastaði mega aðeins þrjátíu vera inni á veitingastað að hverju sinni. Á myndböndum, sem fréttastofa hefur undir höndum, frá hátíðinni sjást gestir sitja eða standa þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. „Þau þurftu að fara með grímur frá sætum og þegar kemur að félagslífi fylgjum við reglum um sviðslistir. Þá þarftu að raða upp með meters millibili merktum sætum, 100 mega vera saman í sal og 50 á sviði. Þau mega hvergi safnast saman fleiri en 20 ef þau standa upp,“ sagði Lilja Guðný. Lilja segir hins vegar að grípa hafi þurft inn í einu sinni þegar skemmtikraftarnir hafi stigið á stokk. Þeir komu alla leið úr Reykjavík, Friðrik Dór Jónsson, Auðunn Blöndal og Steindi Jr. „Við hefðum líklega ekki leyft okkur að halda árshátíðina, þótt við megum það, ef við værum ekki í alveg smitlausum landshluta. Annars hefði ég ekki þorað þetta þó ég má,“ sagði Lilja. Síðast kom innanlandssmit upp á Austurlandi í nóvember. „Þessir krakkar eru líka saman í skólanum allan daginn alla daga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Skóla - og menntamál Fjarðabyggð Framhaldsskólar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira