„Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. apríl 2021 10:43 Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir aukna bjartsýni á svæðinu. Eldgosið hafi reynst mikil landkynning og verkefni í kringum uppbyggingu í Geldingadölum skapi mörg atvinnutækifæri. Hún telur að Suðurnes verði heitasti sumardvalarstaðurinn í ár. „Við fengum Íslandsstofu til að skoða fyrir okkur hvaða áhrif erlend umfjöllun hefði á áhuga á Íslandi. Niðurstaða var að þegar eldgosið hafði verið í gangi í þrjár vikur höfðu lesendur erlendis lesið fréttir af gosinu 23 milljarða sinnum. Verðmat þessa er metið á ríflega sex milljarða þ.e. ef umfjöllunin hefði verið keypt,“ segir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum . „Svæðið hér á Reykjanesi er skilgreint sem UNESCO Global Geopark og höfum skilgreint 55 áhugaverða staði á svæðinu. Suðurnes bjóða líka upp á ýmis konar menningu og afþreyingu. Við höfum því væntingar um að fólk komi hingað sérstaklega til að skoða eldgosið en líka aðrar minjar á svæðinu. Við vonum að þetta auki áhuga fólks á að koma og sjá gosið þegar það er í gangi en líka þegar því lýkur því þá er þetta eitt nýjasta land jarðkringlunnar. Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu,“ segir Berglind en bætir við að staða kórónuveirufaraldursins hafi að sjálfsögðu áhrif á hversu margir ferðamenn geti eða muni koma . Ferðamálaráðherra skipaði starfshóp um uppbyggingu í Geldingadölum sem á að skila fyrstu tillögum um næstu mánaðamót. Berglind segir að eldgosið geti haft mörg jákvæð áhrif á langtímaatvinnuleysi á svæðinu. „Það er um 24% atvinnuleysi á Suðurnesjum en við vonum að með verkefnum sem tengjast uppbyggingu á gossvæðinu verði hægt að draga úr því og svo að sjálfsögðu þegar ferðamannastraumurinn fer aftur að aukast. Grindavíkurbær hefur til að mynda gefið út að fólk verði ráðið í verkefni af atvinnuleysisskrá. Fólk væri til að mynda ráðið í störf til að aðstoða landverði á svæðinu og í verkefni sem tengjast uppbyggingu þess almennt,“ segir Berglind. „Við fengum þær frábæru fréttir frá Airport associates í síðustu viku að Bandarísk flugfélög eins og Delta ætli að byrja nú í maí að fljúga til landsins með bólusetta Bandaríkjamenn,“ segir Berglind. Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir „Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. 20. apríl 2021 13:15 Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Sjá meira
„Við fengum Íslandsstofu til að skoða fyrir okkur hvaða áhrif erlend umfjöllun hefði á áhuga á Íslandi. Niðurstaða var að þegar eldgosið hafði verið í gangi í þrjár vikur höfðu lesendur erlendis lesið fréttir af gosinu 23 milljarða sinnum. Verðmat þessa er metið á ríflega sex milljarða þ.e. ef umfjöllunin hefði verið keypt,“ segir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum . „Svæðið hér á Reykjanesi er skilgreint sem UNESCO Global Geopark og höfum skilgreint 55 áhugaverða staði á svæðinu. Suðurnes bjóða líka upp á ýmis konar menningu og afþreyingu. Við höfum því væntingar um að fólk komi hingað sérstaklega til að skoða eldgosið en líka aðrar minjar á svæðinu. Við vonum að þetta auki áhuga fólks á að koma og sjá gosið þegar það er í gangi en líka þegar því lýkur því þá er þetta eitt nýjasta land jarðkringlunnar. Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu,“ segir Berglind en bætir við að staða kórónuveirufaraldursins hafi að sjálfsögðu áhrif á hversu margir ferðamenn geti eða muni koma . Ferðamálaráðherra skipaði starfshóp um uppbyggingu í Geldingadölum sem á að skila fyrstu tillögum um næstu mánaðamót. Berglind segir að eldgosið geti haft mörg jákvæð áhrif á langtímaatvinnuleysi á svæðinu. „Það er um 24% atvinnuleysi á Suðurnesjum en við vonum að með verkefnum sem tengjast uppbyggingu á gossvæðinu verði hægt að draga úr því og svo að sjálfsögðu þegar ferðamannastraumurinn fer aftur að aukast. Grindavíkurbær hefur til að mynda gefið út að fólk verði ráðið í verkefni af atvinnuleysisskrá. Fólk væri til að mynda ráðið í störf til að aðstoða landverði á svæðinu og í verkefni sem tengjast uppbyggingu þess almennt,“ segir Berglind. „Við fengum þær frábæru fréttir frá Airport associates í síðustu viku að Bandarísk flugfélög eins og Delta ætli að byrja nú í maí að fljúga til landsins með bólusetta Bandaríkjamenn,“ segir Berglind.
Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir „Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. 20. apríl 2021 13:15 Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Sjá meira
„Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. 20. apríl 2021 13:15
Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53