Smituð í FÁ og grunur um smit á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2021 15:46 Fjölbrautarskólinn við Ármúla. FÁ Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu. Grunur er um Covid-19 smit víðar á suðvesturhorninu. Þannig eru nemendur í 2. og 4. bekk í Vallaskóla á Selfossi komnir í úrvinnslusóttkví á meðan beðið er niðurstöðu úr skimun hjá tveimur nemendum sem grunur er um að séu smitaðir. „Við bíðum og vonum það besta, en búum okkur jafnframt undir það versta,“ segir Guðbjartur Ólason skólastjóri. Skólahald hjá öðrum nemendum við skólann verður eins eðlilegt og hægt er. Allir starfsmenn leikskólans Álfheima á Selfossi eru í sóttkví en þeir fóru í sýnatöku í dag. Niðurstaða er beðið. Óvíst er hvenær leikskólinn verður opnaður aftur að sögn leikskólstjóra. Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19. Áhyggjufullur sóttvarnalæknir Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. Á þriðja þúsund manns fóru í sýnatöku í gær eftir ákall almannavarna þess efnis, og af þeim 21 sem greindust með sjúkdóminn í gær voru þrír þeirra utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 27 með kórónuveiruna og 44 alls yfir helgina. Smitin eru meðal annars rakin til hópsýkingarinnar á leikskólanum Jörfa, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Ég er að vonast til að þetta sé takmarkað við þennan skóla og nánasta umhverfi þar og við erum að taka mjög aggressívt á því að skima og setja í sóttkví. Og vonandi mun það skila sér í því að við náum utan um þetta en það gæti líka komið til þess að við þyrftum þá að beita einhverjum harðari takmörkunum ef að okkur sýnist þetta ekki ætla að fara rétta leið,“ sagði Þórólfur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skóla - og menntamál Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Framhaldsskólar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Grunur er um Covid-19 smit víðar á suðvesturhorninu. Þannig eru nemendur í 2. og 4. bekk í Vallaskóla á Selfossi komnir í úrvinnslusóttkví á meðan beðið er niðurstöðu úr skimun hjá tveimur nemendum sem grunur er um að séu smitaðir. „Við bíðum og vonum það besta, en búum okkur jafnframt undir það versta,“ segir Guðbjartur Ólason skólastjóri. Skólahald hjá öðrum nemendum við skólann verður eins eðlilegt og hægt er. Allir starfsmenn leikskólans Álfheima á Selfossi eru í sóttkví en þeir fóru í sýnatöku í dag. Niðurstaða er beðið. Óvíst er hvenær leikskólinn verður opnaður aftur að sögn leikskólstjóra. Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19. Áhyggjufullur sóttvarnalæknir Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. Á þriðja þúsund manns fóru í sýnatöku í gær eftir ákall almannavarna þess efnis, og af þeim 21 sem greindust með sjúkdóminn í gær voru þrír þeirra utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 27 með kórónuveiruna og 44 alls yfir helgina. Smitin eru meðal annars rakin til hópsýkingarinnar á leikskólanum Jörfa, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Ég er að vonast til að þetta sé takmarkað við þennan skóla og nánasta umhverfi þar og við erum að taka mjög aggressívt á því að skima og setja í sóttkví. Og vonandi mun það skila sér í því að við náum utan um þetta en það gæti líka komið til þess að við þyrftum þá að beita einhverjum harðari takmörkunum ef að okkur sýnist þetta ekki ætla að fara rétta leið,“ sagði Þórólfur í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Skóla - og menntamál Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Framhaldsskólar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira