Morrissey reiður út í Simpsons: „Hvar eru lögin sem vernda mig?“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2021 11:37 Lisa SImpson með Quilloughby sem er að hluta til byggður á enska söngvaranum Morrissey. Fox/Matt Groening Breski söngvarinn Morrissey sakar aðstandendur bandarísku teiknimyndaþáttanna um Simpson-fjölskylduna um „hatur“ í sinn garð eftir að gert var grín að honum í nýjum þætti. Handritshöfundur þáttarins hefur þó sagt að persónan sem fór fyrir brjóstið á söngvaranum sé ekki eingöngu byggð á honum. Þátturinn „Skelfing á strætum Springfield“ var frumsýndur vestanhafs á sunnudagskvöld. Titill þáttarins er vísun í þekkt lag með hljómsveitinni The Smiths sem Morrissey var í forsvari fyrir á 9. áratug síðustu aldar. Í honum verður Lisa Simpson æstur aðdáandi hljómsveitar sem kallast Snuffs og vingast við Quilloughby, forsprakka hennar, sem er ungur, þunglyndur breskur söngvari frá 9. áratugnum. Enski leikarinn Benedict Cumberbatch ljær persónunni rödd sína sem ber töluverð líkindi við Morrissey, að sögn The Guardian. Þannig er persónan grænkeri og skartar svipaðri hárgreiðslu og enski söngvarinn. Quilloughby reynist síðan aðeins afsprengi ímyndunarafls Lisu þegar hann ummyndast skyndilega í guggna og gráa kjötætu í yfirþyngd sem er uppsigað við innflytjendur. Morrissey hefur á síðari árum fælt frá sér fjölda aðdáenda sinna með daðri við hvíta þjóðernishyggju í Bretlandi. Hann hefur meðal annars tekið sér stöðu með stofnanda hægriöfgahreyfingarinnar Enska varnarbandalagsins (EDL) og hægriöfgaflokkinum Fyrir Bretland. Í tístinu hér fyrir neðan má sjá mynd af persónu Morrissey í þættinum eftir að hún afhjúpar sig fyrir Lisu. I feel bad for the other Snuffs. But on some level they knew this might happen, though. @TheSimpsons pic.twitter.com/G59RYT6l2B— Matt Selman (@mattselman) April 19, 2021 Höfundarnir haldnir „rasisma“ í garð Morrissey Söngvarinn virðist ekki hafa húmor fyrir sjálfum sér. Í langri yfirlýsingu sagði hann „hatrið“ á sér í þættinum bjóða upp á málsókn sem hann hefði þó ekki efni á. „Í heimi sem er með þráhyggju fyrir haturslögum eru engin til sem vernda mig…tjáningarfrelsið er ekki lengur til,“ sagði Morrissey í yfirlýsingu sinni. Hann hefur í gegnum tíðin barmað sér undan því að vera kallaður rasisti vegna skoðana sinna á innflytjendum og talað fjálglega um að orðið hafi enga merkingu lengur. Umboðsmaður Morrissey gekk enn lengra í eigin yfirlýsingu þar sem hann sakaði höfunda Simpson-fjölskyldunnar um „rasisma“ í garð söngvarans. Kvartaði hann undan því að persóna Morrissey væri sýnd sem feit og lýst sem rasista án rökstuðnings. Sakaði umboðsmaðurinn höfunda Simpson-fjölskyldunnar ennfremur um hræsni í ljósi þess að Hank Azaria, leikari við þáttinn til áratuga, bað Indverja nýlega afsökunar á að hafa leikið persónuna Apú og viðhaldið þannig kerfislægri kynþáttahyggju. Tim Long, höfundur handrits þáttarins um „Morrissey“ sagði nýlega að persónan væri ekki eingöngu byggð á Morrissey. Í honum gætti einnig áhrifa frá Ian Curtis, söngvara Joy Division og ýmissa annarra. Morrissey sýnir það sem gæti verið hugur hans til höfunda Simpson-fjölskyldunnar á tónleikum.Vísir/EPA Bandaríkin Bretland Tónlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þátturinn „Skelfing á strætum Springfield“ var frumsýndur vestanhafs á sunnudagskvöld. Titill þáttarins er vísun í þekkt lag með hljómsveitinni The Smiths sem Morrissey var í forsvari fyrir á 9. áratug síðustu aldar. Í honum verður Lisa Simpson æstur aðdáandi hljómsveitar sem kallast Snuffs og vingast við Quilloughby, forsprakka hennar, sem er ungur, þunglyndur breskur söngvari frá 9. áratugnum. Enski leikarinn Benedict Cumberbatch ljær persónunni rödd sína sem ber töluverð líkindi við Morrissey, að sögn The Guardian. Þannig er persónan grænkeri og skartar svipaðri hárgreiðslu og enski söngvarinn. Quilloughby reynist síðan aðeins afsprengi ímyndunarafls Lisu þegar hann ummyndast skyndilega í guggna og gráa kjötætu í yfirþyngd sem er uppsigað við innflytjendur. Morrissey hefur á síðari árum fælt frá sér fjölda aðdáenda sinna með daðri við hvíta þjóðernishyggju í Bretlandi. Hann hefur meðal annars tekið sér stöðu með stofnanda hægriöfgahreyfingarinnar Enska varnarbandalagsins (EDL) og hægriöfgaflokkinum Fyrir Bretland. Í tístinu hér fyrir neðan má sjá mynd af persónu Morrissey í þættinum eftir að hún afhjúpar sig fyrir Lisu. I feel bad for the other Snuffs. But on some level they knew this might happen, though. @TheSimpsons pic.twitter.com/G59RYT6l2B— Matt Selman (@mattselman) April 19, 2021 Höfundarnir haldnir „rasisma“ í garð Morrissey Söngvarinn virðist ekki hafa húmor fyrir sjálfum sér. Í langri yfirlýsingu sagði hann „hatrið“ á sér í þættinum bjóða upp á málsókn sem hann hefði þó ekki efni á. „Í heimi sem er með þráhyggju fyrir haturslögum eru engin til sem vernda mig…tjáningarfrelsið er ekki lengur til,“ sagði Morrissey í yfirlýsingu sinni. Hann hefur í gegnum tíðin barmað sér undan því að vera kallaður rasisti vegna skoðana sinna á innflytjendum og talað fjálglega um að orðið hafi enga merkingu lengur. Umboðsmaður Morrissey gekk enn lengra í eigin yfirlýsingu þar sem hann sakaði höfunda Simpson-fjölskyldunnar um „rasisma“ í garð söngvarans. Kvartaði hann undan því að persóna Morrissey væri sýnd sem feit og lýst sem rasista án rökstuðnings. Sakaði umboðsmaðurinn höfunda Simpson-fjölskyldunnar ennfremur um hræsni í ljósi þess að Hank Azaria, leikari við þáttinn til áratuga, bað Indverja nýlega afsökunar á að hafa leikið persónuna Apú og viðhaldið þannig kerfislægri kynþáttahyggju. Tim Long, höfundur handrits þáttarins um „Morrissey“ sagði nýlega að persónan væri ekki eingöngu byggð á Morrissey. Í honum gætti einnig áhrifa frá Ian Curtis, söngvara Joy Division og ýmissa annarra. Morrissey sýnir það sem gæti verið hugur hans til höfunda Simpson-fjölskyldunnar á tónleikum.Vísir/EPA
Bandaríkin Bretland Tónlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira