Útgöngubann í Nýju-Delí framlengt um viku Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 13:52 Fólk bíður í röð eftir sýnatöku vegna Covid-19 við sjúkrahús í Jammu. Allir eru með grímur en enginn gæti að fjarlægðarmörkum. Vikulegur fjöldi smita í Jammu hefur fjórtánfaldast í þessum mánuði. AP/Channi Anand Milljónum íbúa Nýju-Delí á Indlandi er gert að halda sig heima við í viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem breiðist nú um landið eins og eldur í sinu. Allar verslanir og verksmiðjur þurfa jafnframt að hætta starfsemi fyrir utan þær sem veita nauðsynlega þjónustu eins og matvöruverslanir. Tilkynnt var um 270.000 ný smit á Indlandi í dag og hefur smituðum ekki fjölgað jafnmikið á milli daga frá upphafi faraldursins. Samkvæmt opinberum tölum, sem vanmeta líklega umfang faraldursins verulega, hafa fleiri en fimmtán milljónir manna smitast á Indlandi og fleiri en 178.000 látið lífið af völdum veirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Innan við hundrað sjúkrarúm með öndunarvéla eru laus í Nýju-Delí þar sem um 29 milljónir manna búa og innan við 150 gjörgæslurúm eru í boði. Gríðarlegt álag er á heilbrigðiskerfið þar og annars staðar í landinu. Útgöngubanni var fyrst komið á í borginni um helgina en það var framlengt um viku í dag. Borgarbúar mega aðeins yfirgefa heimili sín ef algera nauðsyn krefur, þar á meðal ef þeir þurfa að leita sér læknisþjónustu. Ólíkt fyrra útgöngubanni fær fólk nú að ferðast til flugvalla og lestarstöðva en síðast þurftu þúsundir farandverkamanna að ganga til þorpa sinna. Þrátt fyrir að veiran dreifist nú sem aldrei fyrr um Indland og sérfræðingar vari við smitum á kosningafundum halda stjórnmálamenn áfram að há harða kosningabaráttu í Vestur-Bengal-ríki. Narendra Modi, forsætisráðherra, hefur meðal annars ferðast mikið um ríkið í aðdraganda ríkiskosninga þar. Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra, var lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 í dag, að sögn indverskra fjölmiðla. Hann er 88 ára gamall og veiktist um helgina. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Singh hafi engu að síður fengið tvo skammta af bóluefni í byrjun mars og apríl. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Tilkynnt var um 270.000 ný smit á Indlandi í dag og hefur smituðum ekki fjölgað jafnmikið á milli daga frá upphafi faraldursins. Samkvæmt opinberum tölum, sem vanmeta líklega umfang faraldursins verulega, hafa fleiri en fimmtán milljónir manna smitast á Indlandi og fleiri en 178.000 látið lífið af völdum veirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Innan við hundrað sjúkrarúm með öndunarvéla eru laus í Nýju-Delí þar sem um 29 milljónir manna búa og innan við 150 gjörgæslurúm eru í boði. Gríðarlegt álag er á heilbrigðiskerfið þar og annars staðar í landinu. Útgöngubanni var fyrst komið á í borginni um helgina en það var framlengt um viku í dag. Borgarbúar mega aðeins yfirgefa heimili sín ef algera nauðsyn krefur, þar á meðal ef þeir þurfa að leita sér læknisþjónustu. Ólíkt fyrra útgöngubanni fær fólk nú að ferðast til flugvalla og lestarstöðva en síðast þurftu þúsundir farandverkamanna að ganga til þorpa sinna. Þrátt fyrir að veiran dreifist nú sem aldrei fyrr um Indland og sérfræðingar vari við smitum á kosningafundum halda stjórnmálamenn áfram að há harða kosningabaráttu í Vestur-Bengal-ríki. Narendra Modi, forsætisráðherra, hefur meðal annars ferðast mikið um ríkið í aðdraganda ríkiskosninga þar. Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra, var lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 í dag, að sögn indverskra fjölmiðla. Hann er 88 ára gamall og veiktist um helgina. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Singh hafi engu að síður fengið tvo skammta af bóluefni í byrjun mars og apríl.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31
Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29