Helmingur fengið bóluefni en dregur úr aðsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 07:33 Talið er að um 20 prósent Bandaríkjamanna séu ákveðnir í því að láta ekki bólusetja sig. epa/Mary Altaffer Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því um helgina að helmingur Bandaríkjamanna eldri en 18 ára hefði fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Héðan í frá kann hins vegar að verða á brattann að sækja en yfirvöld víða um land segja verulega hafa dregið úr aðsókn í bólusetningu. Í Mercer-sýslu í Ohio komust færri að en vildu í janúar. Nú eiga heilbrigðisyfirvöld í sýslunni hins vegar erfitt með að fylla öll pláss, þrátt fyrir að eiga nóg af bóluefninu. Þau óttast þróun mála. Sama er uppi á teningnum í fleiri strjálbýlum sýslum Ohio og í fleiri ríkjum. Þeir sem voru ákveðnir í að láta bólusetja sig hafa gert það nú þegar en þeir telja ekki nema um 30 prósent. Þeir sem eru óbólusettir eru óákveðnir, hafa áhyggjur af aukaverkunum eða treysta ekki bóluefnunum. Sums staðar, til dæmis í Ohio og í Georgíu, hefur fjölda bólusetningarstöðvum verið lokað. „Við erum að koma að þeim punkti að við erum komin að þeim sem erfitt er að ná til,“ segir Lori Tremmel Freeman, framkvæmdastjóri samtaka yfirmanna í heilbrigðisþjónustu (NACCHO). Umræddur hópur sé óviss, ekki nægilega upplýstur eða vilji hreinlega ekki láta bólusetja sig. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa sagt að bólusetja þurfi 70 til 85 prósent þjóðarinnar til að ná að hefta útbreiðslu SARS-CoV-2 en kannanir benda til þess að um 20 prósent séu harðákveðin í því að láta ekki bólusetja sig. Céline Gounder, sérfræðingur í smitsjúkdómum og faraldsfræðum, segir aðgengi hins vegar einnig hluta vandans. Þannig séu engar bólusetningamiðstöðvar í mörgum fátækum samfélögum, sem kemur einna verst niður á svörtum. Unnið er að aðgerðum til að ná til ýmissa minnihlutahópa sem vantar hreinlega meiri upplýsingar en sumir sérfræðingar hafa áhyggjur af því að ákvörðun stjórnvalda að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins frá Johnson & Johnson muni kynda enn frekar undir tregðu fólks til að láta bólusetja sig. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Héðan í frá kann hins vegar að verða á brattann að sækja en yfirvöld víða um land segja verulega hafa dregið úr aðsókn í bólusetningu. Í Mercer-sýslu í Ohio komust færri að en vildu í janúar. Nú eiga heilbrigðisyfirvöld í sýslunni hins vegar erfitt með að fylla öll pláss, þrátt fyrir að eiga nóg af bóluefninu. Þau óttast þróun mála. Sama er uppi á teningnum í fleiri strjálbýlum sýslum Ohio og í fleiri ríkjum. Þeir sem voru ákveðnir í að láta bólusetja sig hafa gert það nú þegar en þeir telja ekki nema um 30 prósent. Þeir sem eru óbólusettir eru óákveðnir, hafa áhyggjur af aukaverkunum eða treysta ekki bóluefnunum. Sums staðar, til dæmis í Ohio og í Georgíu, hefur fjölda bólusetningarstöðvum verið lokað. „Við erum að koma að þeim punkti að við erum komin að þeim sem erfitt er að ná til,“ segir Lori Tremmel Freeman, framkvæmdastjóri samtaka yfirmanna í heilbrigðisþjónustu (NACCHO). Umræddur hópur sé óviss, ekki nægilega upplýstur eða vilji hreinlega ekki láta bólusetja sig. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa sagt að bólusetja þurfi 70 til 85 prósent þjóðarinnar til að ná að hefta útbreiðslu SARS-CoV-2 en kannanir benda til þess að um 20 prósent séu harðákveðin í því að láta ekki bólusetja sig. Céline Gounder, sérfræðingur í smitsjúkdómum og faraldsfræðum, segir aðgengi hins vegar einnig hluta vandans. Þannig séu engar bólusetningamiðstöðvar í mörgum fátækum samfélögum, sem kemur einna verst niður á svörtum. Unnið er að aðgerðum til að ná til ýmissa minnihlutahópa sem vantar hreinlega meiri upplýsingar en sumir sérfræðingar hafa áhyggjur af því að ákvörðun stjórnvalda að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins frá Johnson & Johnson muni kynda enn frekar undir tregðu fólks til að láta bólusetja sig.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira