Annar starfsmaður smitaðist á undan og veiran fengið að „malla“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2021 16:41 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Talið er að starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Reykjavík sem greindist fyrst smitaður af kórónuveirunni á föstudag hafi smitast af öðrum starfsmanni leikskólans. Sá hafi einnig mætt með einkenni til vinnu í síðustu viku og veiran því fengið að „malla“ einhvern tíma inni á leikskólanum. Þetta segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hann. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær, þar af átta utan sóttkvíar. Um tíu smitanna tengjast með óyggjandi hætti leikskólanum Jörfa í Reykjavík, þar af er eitt barn á leikskólanum smitað. Þóra Björg Gígjudóttir móðir drengsins segir í samtali við Vísi að sonur hennar sé ekki mikið veikur en að nokkur reiði ríki meðal foreldra eftir að í ljós kom að smitin megi rekja til brots á landamærasóttkví. Helgi hafði ekki fengið upplýsingar um að fleiri hafi greinst með veiruna á leikskólanum nú á fimmta tímanum. Það sé þó viðbúið að fleiri smitist eftir að niðurstöður úr skimun liggi fyrir. Allt starfsfólk leikskólans, foreldrar og börn eru í sóttkví og fara einnig í sýnatöku. Líkt og áður segir greindist starfsmaður á Jörfa með veiruna á föstudag en hann fór veikur heim úr vinnu á fimmtudag. Nú hefur komið í ljós að starfsmaðurinn virðist ekki hafa borið smitið inn á leikskólann heldur smitast þar sjálfur. Annar starfsmaður, sem nú hefur greinst með Covid, hafi mætt með einkenni til vinnu dagana áður. „En manni sýnist á öllu miðað við hvað þetta sprakk svona út í gær að líkur séu á að þetta hafi verið eitthvað að malla í seinustu viku,“ segir Helgi. „Ég veit að leikskólinnn fór algjörlega eftir viðmiðum sem sóttvarnayfirvöld setja en það má segja að þetta sé enn frekari brýning til okkar að starfsfólk og börn sem finni fyrir sjúkdómseinkennum komi ekki til vinnu eða skóla.“ Sem stendur eru aðeins staðfest kórónuveirusmit á tveimur skólum í Reykjavík; Jörfa og Sæmundarskóla. Þar greindist nemandi í 2. bekk, sem er barn starfsmanns á Jörfa, með veiruna og árgangurinn allur auk starfsfólks kominn í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Þetta segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hann. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær, þar af átta utan sóttkvíar. Um tíu smitanna tengjast með óyggjandi hætti leikskólanum Jörfa í Reykjavík, þar af er eitt barn á leikskólanum smitað. Þóra Björg Gígjudóttir móðir drengsins segir í samtali við Vísi að sonur hennar sé ekki mikið veikur en að nokkur reiði ríki meðal foreldra eftir að í ljós kom að smitin megi rekja til brots á landamærasóttkví. Helgi hafði ekki fengið upplýsingar um að fleiri hafi greinst með veiruna á leikskólanum nú á fimmta tímanum. Það sé þó viðbúið að fleiri smitist eftir að niðurstöður úr skimun liggi fyrir. Allt starfsfólk leikskólans, foreldrar og börn eru í sóttkví og fara einnig í sýnatöku. Líkt og áður segir greindist starfsmaður á Jörfa með veiruna á föstudag en hann fór veikur heim úr vinnu á fimmtudag. Nú hefur komið í ljós að starfsmaðurinn virðist ekki hafa borið smitið inn á leikskólann heldur smitast þar sjálfur. Annar starfsmaður, sem nú hefur greinst með Covid, hafi mætt með einkenni til vinnu dagana áður. „En manni sýnist á öllu miðað við hvað þetta sprakk svona út í gær að líkur séu á að þetta hafi verið eitthvað að malla í seinustu viku,“ segir Helgi. „Ég veit að leikskólinnn fór algjörlega eftir viðmiðum sem sóttvarnayfirvöld setja en það má segja að þetta sé enn frekari brýning til okkar að starfsfólk og börn sem finni fyrir sjúkdómseinkennum komi ekki til vinnu eða skóla.“ Sem stendur eru aðeins staðfest kórónuveirusmit á tveimur skólum í Reykjavík; Jörfa og Sæmundarskóla. Þar greindist nemandi í 2. bekk, sem er barn starfsmanns á Jörfa, með veiruna og árgangurinn allur auk starfsfólks kominn í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira