Tekur tíma að búa til góð lið en segir Stjörnuna vinna markvisst að því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 19:00 Patrekur segir Stjörnuna vera með langtímaverkefni í gangi. Vísir/Sigurjón Rætt var við Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld en hann er með metnaðarfullt verkefni í gangi í Garðabænum. Markmiðið er að koma Stjörnunni í hóp þeirra bestu á Íslandi. „Tími til kominn að setja upp krefjandi plan og vinna eftir því. Auðvitað veit ég að það tekur tíma að búa til góð lið en það var ástæðan fyrir því að ég kom til baka. Það er fullt af fólki núna sem er að vinna að því – bæði stjórn og meistaraflokksráðið. Ég fann að það var metnaður í því að snúa þessu við,“ sagði Patrekur um stöðu mála í Garðabænum. „Þetta hefur ekki verið nógu gott. Búið að tala margt niður líka, þetta var kölluð frystikista og svona. Nú er búið að gera höllina fallegri og það er betri umgjörð. Hvort það taki þrjú eða fleiri ár þá erum við markvisst að vinna að því að búa til alvöru lið, bæði í karla og kvenna flokki. Í framhaldinu viljum við vinna vel í barna- og unglingastarfi.“ Hefur styrkt liðið með ungum leikmönnum „Ég vildi halda í þessa uppöldu og hjartað í félaginu. Auðvitað þarf maður að kaupa og styrkja liðið, ég sé ekkert að því. Ég fór þá leið að fá unga leikmenn, mér finnst gaman að vinna með ungum leikmönnum og getað mótað þá. Mér finnst það skemmtilegt. Ég var nú í Skjern og það var ágætis tími þar en ég fann að það voru menn sem voru á síðasta snúning. Ég vildi fá þessa stráka og þessi blanda er góð, ég hef gaman að því að þjálfa unga leikmenn.“ Patrekur ræddi við Gaupa um stöðu mála í Garðabænum.Vísir/Sigurjón „Ef við tökum dæmi með Selfoss, ég varð Íslandsmeistari þar en það tók örugglega 10 ár þannig séð. Það var mikil vinna lögð í grunninn, akademíuna, svo kem ég í restina og fæ mesta hrósið. Allt þetta ferli og allir þeir þjálfarar sem voru þar eiga stóran þátt í þeim árangri sem Selfoss náði 2019.“ „að er það sama sem við erum að hugsa hérna, við viljum að krakkarnir sjái leiðina upp í meistaraflokkinn og auðvitað skiptir máli að vera með alvöru meistaraflokka. Við viljum búa til massíft lið hérna og það tekur tíma, þá verð ég kannski löngu hættur en á samt einhvern þátt í því.“ Um nýja starfið „Nú er ég byrjaður í nýju starfi og er bara mjög spenntur. Þetta er þannig séð nýtt svo ég get þannig séð mótað þetta. Það hefur verið gert margt gott, erum með frábæra yngri flokka þjálfara. Þetta er ekkert ég einn en ég get örugglega komið með eitthvað líka inn í þetta. Okkur langar að leggja áherslu á og búa til leikmenn. Það tekur ákveðinn tíma en við þurfum þá líka að hafa umgjörðina í lagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson að endingu. Klippa: Patrekur um stöðuna í Garðabænum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Sportpakkinn Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
„Tími til kominn að setja upp krefjandi plan og vinna eftir því. Auðvitað veit ég að það tekur tíma að búa til góð lið en það var ástæðan fyrir því að ég kom til baka. Það er fullt af fólki núna sem er að vinna að því – bæði stjórn og meistaraflokksráðið. Ég fann að það var metnaður í því að snúa þessu við,“ sagði Patrekur um stöðu mála í Garðabænum. „Þetta hefur ekki verið nógu gott. Búið að tala margt niður líka, þetta var kölluð frystikista og svona. Nú er búið að gera höllina fallegri og það er betri umgjörð. Hvort það taki þrjú eða fleiri ár þá erum við markvisst að vinna að því að búa til alvöru lið, bæði í karla og kvenna flokki. Í framhaldinu viljum við vinna vel í barna- og unglingastarfi.“ Hefur styrkt liðið með ungum leikmönnum „Ég vildi halda í þessa uppöldu og hjartað í félaginu. Auðvitað þarf maður að kaupa og styrkja liðið, ég sé ekkert að því. Ég fór þá leið að fá unga leikmenn, mér finnst gaman að vinna með ungum leikmönnum og getað mótað þá. Mér finnst það skemmtilegt. Ég var nú í Skjern og það var ágætis tími þar en ég fann að það voru menn sem voru á síðasta snúning. Ég vildi fá þessa stráka og þessi blanda er góð, ég hef gaman að því að þjálfa unga leikmenn.“ Patrekur ræddi við Gaupa um stöðu mála í Garðabænum.Vísir/Sigurjón „Ef við tökum dæmi með Selfoss, ég varð Íslandsmeistari þar en það tók örugglega 10 ár þannig séð. Það var mikil vinna lögð í grunninn, akademíuna, svo kem ég í restina og fæ mesta hrósið. Allt þetta ferli og allir þeir þjálfarar sem voru þar eiga stóran þátt í þeim árangri sem Selfoss náði 2019.“ „að er það sama sem við erum að hugsa hérna, við viljum að krakkarnir sjái leiðina upp í meistaraflokkinn og auðvitað skiptir máli að vera með alvöru meistaraflokka. Við viljum búa til massíft lið hérna og það tekur tíma, þá verð ég kannski löngu hættur en á samt einhvern þátt í því.“ Um nýja starfið „Nú er ég byrjaður í nýju starfi og er bara mjög spenntur. Þetta er þannig séð nýtt svo ég get þannig séð mótað þetta. Það hefur verið gert margt gott, erum með frábæra yngri flokka þjálfara. Þetta er ekkert ég einn en ég get örugglega komið með eitthvað líka inn í þetta. Okkur langar að leggja áherslu á og búa til leikmenn. Það tekur ákveðinn tíma en við þurfum þá líka að hafa umgjörðina í lagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson að endingu. Klippa: Patrekur um stöðuna í Garðabænum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Sportpakkinn Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn