Tekur tíma að búa til góð lið en segir Stjörnuna vinna markvisst að því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 19:00 Patrekur segir Stjörnuna vera með langtímaverkefni í gangi. Vísir/Sigurjón Rætt var við Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld en hann er með metnaðarfullt verkefni í gangi í Garðabænum. Markmiðið er að koma Stjörnunni í hóp þeirra bestu á Íslandi. „Tími til kominn að setja upp krefjandi plan og vinna eftir því. Auðvitað veit ég að það tekur tíma að búa til góð lið en það var ástæðan fyrir því að ég kom til baka. Það er fullt af fólki núna sem er að vinna að því – bæði stjórn og meistaraflokksráðið. Ég fann að það var metnaður í því að snúa þessu við,“ sagði Patrekur um stöðu mála í Garðabænum. „Þetta hefur ekki verið nógu gott. Búið að tala margt niður líka, þetta var kölluð frystikista og svona. Nú er búið að gera höllina fallegri og það er betri umgjörð. Hvort það taki þrjú eða fleiri ár þá erum við markvisst að vinna að því að búa til alvöru lið, bæði í karla og kvenna flokki. Í framhaldinu viljum við vinna vel í barna- og unglingastarfi.“ Hefur styrkt liðið með ungum leikmönnum „Ég vildi halda í þessa uppöldu og hjartað í félaginu. Auðvitað þarf maður að kaupa og styrkja liðið, ég sé ekkert að því. Ég fór þá leið að fá unga leikmenn, mér finnst gaman að vinna með ungum leikmönnum og getað mótað þá. Mér finnst það skemmtilegt. Ég var nú í Skjern og það var ágætis tími þar en ég fann að það voru menn sem voru á síðasta snúning. Ég vildi fá þessa stráka og þessi blanda er góð, ég hef gaman að því að þjálfa unga leikmenn.“ Patrekur ræddi við Gaupa um stöðu mála í Garðabænum.Vísir/Sigurjón „Ef við tökum dæmi með Selfoss, ég varð Íslandsmeistari þar en það tók örugglega 10 ár þannig séð. Það var mikil vinna lögð í grunninn, akademíuna, svo kem ég í restina og fæ mesta hrósið. Allt þetta ferli og allir þeir þjálfarar sem voru þar eiga stóran þátt í þeim árangri sem Selfoss náði 2019.“ „að er það sama sem við erum að hugsa hérna, við viljum að krakkarnir sjái leiðina upp í meistaraflokkinn og auðvitað skiptir máli að vera með alvöru meistaraflokka. Við viljum búa til massíft lið hérna og það tekur tíma, þá verð ég kannski löngu hættur en á samt einhvern þátt í því.“ Um nýja starfið „Nú er ég byrjaður í nýju starfi og er bara mjög spenntur. Þetta er þannig séð nýtt svo ég get þannig séð mótað þetta. Það hefur verið gert margt gott, erum með frábæra yngri flokka þjálfara. Þetta er ekkert ég einn en ég get örugglega komið með eitthvað líka inn í þetta. Okkur langar að leggja áherslu á og búa til leikmenn. Það tekur ákveðinn tíma en við þurfum þá líka að hafa umgjörðina í lagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson að endingu. Klippa: Patrekur um stöðuna í Garðabænum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Sportpakkinn Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
„Tími til kominn að setja upp krefjandi plan og vinna eftir því. Auðvitað veit ég að það tekur tíma að búa til góð lið en það var ástæðan fyrir því að ég kom til baka. Það er fullt af fólki núna sem er að vinna að því – bæði stjórn og meistaraflokksráðið. Ég fann að það var metnaður í því að snúa þessu við,“ sagði Patrekur um stöðu mála í Garðabænum. „Þetta hefur ekki verið nógu gott. Búið að tala margt niður líka, þetta var kölluð frystikista og svona. Nú er búið að gera höllina fallegri og það er betri umgjörð. Hvort það taki þrjú eða fleiri ár þá erum við markvisst að vinna að því að búa til alvöru lið, bæði í karla og kvenna flokki. Í framhaldinu viljum við vinna vel í barna- og unglingastarfi.“ Hefur styrkt liðið með ungum leikmönnum „Ég vildi halda í þessa uppöldu og hjartað í félaginu. Auðvitað þarf maður að kaupa og styrkja liðið, ég sé ekkert að því. Ég fór þá leið að fá unga leikmenn, mér finnst gaman að vinna með ungum leikmönnum og getað mótað þá. Mér finnst það skemmtilegt. Ég var nú í Skjern og það var ágætis tími þar en ég fann að það voru menn sem voru á síðasta snúning. Ég vildi fá þessa stráka og þessi blanda er góð, ég hef gaman að því að þjálfa unga leikmenn.“ Patrekur ræddi við Gaupa um stöðu mála í Garðabænum.Vísir/Sigurjón „Ef við tökum dæmi með Selfoss, ég varð Íslandsmeistari þar en það tók örugglega 10 ár þannig séð. Það var mikil vinna lögð í grunninn, akademíuna, svo kem ég í restina og fæ mesta hrósið. Allt þetta ferli og allir þeir þjálfarar sem voru þar eiga stóran þátt í þeim árangri sem Selfoss náði 2019.“ „að er það sama sem við erum að hugsa hérna, við viljum að krakkarnir sjái leiðina upp í meistaraflokkinn og auðvitað skiptir máli að vera með alvöru meistaraflokka. Við viljum búa til massíft lið hérna og það tekur tíma, þá verð ég kannski löngu hættur en á samt einhvern þátt í því.“ Um nýja starfið „Nú er ég byrjaður í nýju starfi og er bara mjög spenntur. Þetta er þannig séð nýtt svo ég get þannig séð mótað þetta. Það hefur verið gert margt gott, erum með frábæra yngri flokka þjálfara. Þetta er ekkert ég einn en ég get örugglega komið með eitthvað líka inn í þetta. Okkur langar að leggja áherslu á og búa til leikmenn. Það tekur ákveðinn tíma en við þurfum þá líka að hafa umgjörðina í lagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson að endingu. Klippa: Patrekur um stöðuna í Garðabænum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Sportpakkinn Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti