Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2021 19:09 Albert Bourla, forstjóri Pfizer, segir óvíst hversu lengi bóluefni veita vernd gegn kórónuveriunni. EPA/GIAN EHRENZELLER Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. Áður hafði Alex Gorsky, forstjóri Johnson & Johnson sem framleiðir bóluefni undir merkjum Janssen, sagt í febrúar að fólk þyrfti mögulega að vera bólusett árlega líkt og með bólusetningar gegn inflúensu til að bregðast við nýjum afbrigðum. Ekki er vitað hversu lengi núverandi bóluefni veita vernd gegn Covid-19 en Pfizer greindi frá því fyrr í þessum mánuði að niðurstöður úr klínískri rannsókn þeirra bendi til að Pfizer/BioNTech bóluefnið veiti 91% vörn gegn Covid-19 og 95% vörn gegn alvarlegum veikindum allt að hálfu ári eftir að fólk fær seinni skammtinn. Fyrr í dag sagði David Kessler, æðsti vísindamaður í Covid-19 aðgerðateymi Biden-stjórnarinnar, að Bandaríkjamenn ættu að reikna með því að fá viðbótarskammt til að vernda það gegn ólíkum afbrigðum kórónuveirunnar. Í febrúar tilkynntu Pfizer og BioNTech að fyrirtækin hafi byrjað prófanir á viðbótarskammti til að átta sig betur á ónæmissvarinu sem myndast gegn nýjum afbrigðum veirunnar. Þá sagði Stephane Bancel, forstjóri Moderna, í samtali við CNBC í gær að fyrirtækið vonaðist til að vera búið að þróa viðbótarskammt af bóluefni þeirra í haust. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38 Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Áður hafði Alex Gorsky, forstjóri Johnson & Johnson sem framleiðir bóluefni undir merkjum Janssen, sagt í febrúar að fólk þyrfti mögulega að vera bólusett árlega líkt og með bólusetningar gegn inflúensu til að bregðast við nýjum afbrigðum. Ekki er vitað hversu lengi núverandi bóluefni veita vernd gegn Covid-19 en Pfizer greindi frá því fyrr í þessum mánuði að niðurstöður úr klínískri rannsókn þeirra bendi til að Pfizer/BioNTech bóluefnið veiti 91% vörn gegn Covid-19 og 95% vörn gegn alvarlegum veikindum allt að hálfu ári eftir að fólk fær seinni skammtinn. Fyrr í dag sagði David Kessler, æðsti vísindamaður í Covid-19 aðgerðateymi Biden-stjórnarinnar, að Bandaríkjamenn ættu að reikna með því að fá viðbótarskammt til að vernda það gegn ólíkum afbrigðum kórónuveirunnar. Í febrúar tilkynntu Pfizer og BioNTech að fyrirtækin hafi byrjað prófanir á viðbótarskammti til að átta sig betur á ónæmissvarinu sem myndast gegn nýjum afbrigðum veirunnar. Þá sagði Stephane Bancel, forstjóri Moderna, í samtali við CNBC í gær að fyrirtækið vonaðist til að vera búið að þróa viðbótarskammt af bóluefni þeirra í haust.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38 Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38
Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29