Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2021 16:33 Álver Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð er stærsta álver landsins. Vilhelm Gunnarsson Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum. Markaðssérfræðingar rekja þessa miklu hækkun til vaxandi eftirspurnar í Asíu og aukinnar bjartsýni um efnahagsuppgang þegar sjái fyrir endann á heimsfaraldrinum. Þannig segir Bloomberg að sala á áli til framleiðslu flugvéla, rafstrengja, raftækja og bjórdósa hafi aukist um tólf prósent bara frá áramótum. Fara þarf þrjú ár aftur í tímann, til aprílmánaðar 2018, til að finna dæmi um svo hátt álverð en þá fór það yfir 2.400 dollara. Slíkum hæðum hafði verðið þá ekki náð síðan árið 2011 en lengst af síðastliðinn áratug var það á bilinu 1.700 til 1.900 dollarar tonnið. Þrjú álver eru starfrækt hérlendis; ÍSAL í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði. Þessi mikla hækkun álverðs hefur bein áhrif á tekjur Landsvirkjunar. Þannig greindi forstjórinn Hörður Arnarson frá því í byrjun árs að 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins væru beintengd heimsmarkaðsverði á áli. Það hlutfall hefur síðan hækkað. Um miðjan febrúar undirrituðu Landsvirkjun og Rio Tinto, eigandi ÍSAL, nýjan raforkusamning þar sem tenging við álverð var tekin upp að hluta að nýju. Áliðnaður Landsvirkjun Orkumál Efnahagsmál Stóriðja Tengdar fréttir Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Markaðssérfræðingar rekja þessa miklu hækkun til vaxandi eftirspurnar í Asíu og aukinnar bjartsýni um efnahagsuppgang þegar sjái fyrir endann á heimsfaraldrinum. Þannig segir Bloomberg að sala á áli til framleiðslu flugvéla, rafstrengja, raftækja og bjórdósa hafi aukist um tólf prósent bara frá áramótum. Fara þarf þrjú ár aftur í tímann, til aprílmánaðar 2018, til að finna dæmi um svo hátt álverð en þá fór það yfir 2.400 dollara. Slíkum hæðum hafði verðið þá ekki náð síðan árið 2011 en lengst af síðastliðinn áratug var það á bilinu 1.700 til 1.900 dollarar tonnið. Þrjú álver eru starfrækt hérlendis; ÍSAL í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði. Þessi mikla hækkun álverðs hefur bein áhrif á tekjur Landsvirkjunar. Þannig greindi forstjórinn Hörður Arnarson frá því í byrjun árs að 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins væru beintengd heimsmarkaðsverði á áli. Það hlutfall hefur síðan hækkað. Um miðjan febrúar undirrituðu Landsvirkjun og Rio Tinto, eigandi ÍSAL, nýjan raforkusamning þar sem tenging við álverð var tekin upp að hluta að nýju.
Áliðnaður Landsvirkjun Orkumál Efnahagsmál Stóriðja Tengdar fréttir Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50
Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50