Herra Hnetusmjör hótar að teppa Reykjanesbrautina Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 08:57 Herra Hnetusmjör er einn allra vinsælasti rappari á Íslandi. Daniel Thor Herra Hnetusmjör rappari hótar að efna til mótmæla með því að stífla alla Reykjanesbrautina, ef tilslakanir á landamærunum leiða til þess að veiran stingi sér niður á Íslandi á nýjan leik. Rapparinn, Árni Páll Árnason, fór mikinn á Instagram á dögunum þegar hann gagnrýndi ófullnægjandi aðgerðir við landamærin. Það rataði í fjölmiðla, en Árni segir í viðtali við Skoðanabræður að hann hafi ekki skrifað það í hugsunarleysi. Hann er orðinn þreyttur á ástandinu. „Ég reyni að taka flestu með æðruleysi. Það er bæn sem ég fer með á hverjum einasta morgni: Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Ég hugsaði þetta story þarna. Þetta var engin fljótfærni. Er ég að fara að leiða þetta hjá mér, af því að ég get ekki breytt þessu, eða get ég breytt þessu? Og hvernig get ég þá breytt þessu? Ég er ógeðslega pirraður yfir þessum landamærum, þannig að get ég haft einhver áhrif á þetta?“ Niðurstaða Árna var sú að láta í sér heyra og bjóða öllum 22.000 fylgjendum sínum á Instagram að koma með tillögur að mótmælum gegn ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. „Þið ættuð að sjá fokking inboxið mitt. Það er búið að vera „on fire.“ Það eru allir brjálaðir og fólk bara úr öllum stéttum, af því að ég með alla flóruna af fólki að fylgja mér,“ segir Árni við Skoðanabræður, sem eru þeir Bergþór og Snorri Másson. Bílamótmæli hentug í heimsfaraldri Árni vill mótmæli. „Undirskriftalisti? Það er ekki að fara að gera neitt að skrifa á einhvern fokking pappír. Það þarf mótmæli og snyrtilegasta leiðin til að gera það að mínu mati er bara að loka Reykjanesbrautinni. Taka bara alveg frá Keflavíkurflugvelli að hringtorginu, 150 bílar. Þetta er bara í krafti fjöldans. Það er ekki hægt að handtaka okkur öll. Það þyrfti rosa mikið skipulag og gaur, ég er alveg búinn að pæla í þessu. Henda bara í Facebook-grúppu, sem yrði bara lokuð, þar myndum við bara plana þetta shit. Bara, nú er að koma flug hérna frá Boston klukkan sjö, þá erum við að fara að teppa brautina næstu sex klukkustundirnar. Svo eru bara vaktaskipti. Ég meina, ég er fokking atvinnulaus sko,“ segir Árni, sem hefur eins og aðrir hér á landi lifað við samkomutakmarkanir í meira en ár. „Til að sýna að við erum gott fólk sem er bara komið með nóg, þá myndum við bara teppa Reykjanesbrautina. Þá erum við að passa upp á sóttvarnir en samt að gera eitthvað shit.“ Forsetaframboð 2032 Árni segir að Covid-19 hafi breytt honum, enda er ljóst að hann hefur orðið af tugum milljónum í tekjum. „Talandi um að vera ófyrirsjáanlegur. Þegar Beggi heyrði í mér fyrir hálfu ári og spurði hvort ég vildi koma í Skoðanabræður, þá var ég bara nei, ég tjái eiginlega ekki skoðanir mínar á neinu í fjölmiðlum. En svo er ég núna bara eitthvað að taka sterakast í story og er til í að koma hérna og drulla yfir ríkisstjórnina og RÚV og bara „fuck them all.““ Sjálfur er Árni ekki framsóknarmaður þrátt fyrir að vera sonur Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra flokksins. Hann ætlar ekki í pólitík í bili. „Ég er ekki framsóknarmaður. Ég er óflokksbundinn. Það eru framsóknarmenn í minni fjölskyldu, eða voru. Ég hugsaði smá þegar ég var brjálaður þarna á Instagram, bara: Er ég að fara að stofna stjórnmálaflokk eða? Er ég að fara í framboð eða? En það er leiðin sem ég myndi fara, ef ég myndi einhvern tímann fara í stjórnmál, sem ég er ekki að fara að gera, að fara fram með mínum eigin flokki.“ En það er ekki á dagskrá í bráð hjá rapparanum, ekki fyrr en hann fer í forsetaframboð árið 2032, nákvæmlega 35 ára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tónlist Skoðanabræður Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Rapparinn, Árni Páll Árnason, fór mikinn á Instagram á dögunum þegar hann gagnrýndi ófullnægjandi aðgerðir við landamærin. Það rataði í fjölmiðla, en Árni segir í viðtali við Skoðanabræður að hann hafi ekki skrifað það í hugsunarleysi. Hann er orðinn þreyttur á ástandinu. „Ég reyni að taka flestu með æðruleysi. Það er bæn sem ég fer með á hverjum einasta morgni: Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Ég hugsaði þetta story þarna. Þetta var engin fljótfærni. Er ég að fara að leiða þetta hjá mér, af því að ég get ekki breytt þessu, eða get ég breytt þessu? Og hvernig get ég þá breytt þessu? Ég er ógeðslega pirraður yfir þessum landamærum, þannig að get ég haft einhver áhrif á þetta?“ Niðurstaða Árna var sú að láta í sér heyra og bjóða öllum 22.000 fylgjendum sínum á Instagram að koma með tillögur að mótmælum gegn ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. „Þið ættuð að sjá fokking inboxið mitt. Það er búið að vera „on fire.“ Það eru allir brjálaðir og fólk bara úr öllum stéttum, af því að ég með alla flóruna af fólki að fylgja mér,“ segir Árni við Skoðanabræður, sem eru þeir Bergþór og Snorri Másson. Bílamótmæli hentug í heimsfaraldri Árni vill mótmæli. „Undirskriftalisti? Það er ekki að fara að gera neitt að skrifa á einhvern fokking pappír. Það þarf mótmæli og snyrtilegasta leiðin til að gera það að mínu mati er bara að loka Reykjanesbrautinni. Taka bara alveg frá Keflavíkurflugvelli að hringtorginu, 150 bílar. Þetta er bara í krafti fjöldans. Það er ekki hægt að handtaka okkur öll. Það þyrfti rosa mikið skipulag og gaur, ég er alveg búinn að pæla í þessu. Henda bara í Facebook-grúppu, sem yrði bara lokuð, þar myndum við bara plana þetta shit. Bara, nú er að koma flug hérna frá Boston klukkan sjö, þá erum við að fara að teppa brautina næstu sex klukkustundirnar. Svo eru bara vaktaskipti. Ég meina, ég er fokking atvinnulaus sko,“ segir Árni, sem hefur eins og aðrir hér á landi lifað við samkomutakmarkanir í meira en ár. „Til að sýna að við erum gott fólk sem er bara komið með nóg, þá myndum við bara teppa Reykjanesbrautina. Þá erum við að passa upp á sóttvarnir en samt að gera eitthvað shit.“ Forsetaframboð 2032 Árni segir að Covid-19 hafi breytt honum, enda er ljóst að hann hefur orðið af tugum milljónum í tekjum. „Talandi um að vera ófyrirsjáanlegur. Þegar Beggi heyrði í mér fyrir hálfu ári og spurði hvort ég vildi koma í Skoðanabræður, þá var ég bara nei, ég tjái eiginlega ekki skoðanir mínar á neinu í fjölmiðlum. En svo er ég núna bara eitthvað að taka sterakast í story og er til í að koma hérna og drulla yfir ríkisstjórnina og RÚV og bara „fuck them all.““ Sjálfur er Árni ekki framsóknarmaður þrátt fyrir að vera sonur Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra flokksins. Hann ætlar ekki í pólitík í bili. „Ég er ekki framsóknarmaður. Ég er óflokksbundinn. Það eru framsóknarmenn í minni fjölskyldu, eða voru. Ég hugsaði smá þegar ég var brjálaður þarna á Instagram, bara: Er ég að fara að stofna stjórnmálaflokk eða? Er ég að fara í framboð eða? En það er leiðin sem ég myndi fara, ef ég myndi einhvern tímann fara í stjórnmál, sem ég er ekki að fara að gera, að fara fram með mínum eigin flokki.“ En það er ekki á dagskrá í bráð hjá rapparanum, ekki fyrr en hann fer í forsetaframboð árið 2032, nákvæmlega 35 ára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tónlist Skoðanabræður Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira