Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 09:30 Sjálfsmynd sem Perseverance tók af sér og Ingenuity á Mars 6. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/MSSS Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. Upphaflega var áætlað að Ingenuity gæti flogið í fyrsta lagi á sunnudag. Eftir að villa kom upp við prófun á þyrli hennar á föstudag var ákveðið að fresta því fram til dagsins í dag í fyrsta lagi. Í tilkynningu á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að ýmsar mögulegar lausnir hafi verið prófaðar um helgina. Sú sem lofar bestu var að breyta og setja aftur upp flugstjórnarhugbúnað þyrilvængjunnar. Nú er unnið að því að fara yfir uppfærsluna og sannprófa hana. Tímafrekt er að sannprófa hugbúnaðinn og hlaða honum upp til Ingenuity á Mars. Þegar því ferli hefur verið lokið á undirbúningur fyrir fyrstu flugferðina að hefjast á ný. „Besta mat okkar á dagsetningu fyrir flugferð er fljótandi þessa stundina en við vinnum að því að ná þessum áföngum og setjum dagsetningu fyrir flugferð í næstu viku,“ segir í tilkynningu NASA. Ingenuity er lítil þyrilvængja sem vegur innan við tvö kíló. Hún var farþegi undir kviðnum á könnunarjeppanum Perseverance sem lenti á Mars í febrúar. Eini tilgangur hennar er að prófa flug á öðrum hnetti og eru engin vísindatæki um borð. NASA segir að vængjunni heilsist vel. Afl, samskiptakerfi og hitastjórnun er stöðug. Mars Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Fresta fyrsta þyrlufluginu á Mars Ákveðið hefur verið að fresta fyrstu tilraunaflugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars. Til stóða að fljúga henni í fyrsta lagi í dag en eftir að hnökrar komu í ljós við undirbúning á föstudag var ákveðið að seinka því. 11. apríl 2021 11:11 Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. 7. apríl 2021 23:57 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Upphaflega var áætlað að Ingenuity gæti flogið í fyrsta lagi á sunnudag. Eftir að villa kom upp við prófun á þyrli hennar á föstudag var ákveðið að fresta því fram til dagsins í dag í fyrsta lagi. Í tilkynningu á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að ýmsar mögulegar lausnir hafi verið prófaðar um helgina. Sú sem lofar bestu var að breyta og setja aftur upp flugstjórnarhugbúnað þyrilvængjunnar. Nú er unnið að því að fara yfir uppfærsluna og sannprófa hana. Tímafrekt er að sannprófa hugbúnaðinn og hlaða honum upp til Ingenuity á Mars. Þegar því ferli hefur verið lokið á undirbúningur fyrir fyrstu flugferðina að hefjast á ný. „Besta mat okkar á dagsetningu fyrir flugferð er fljótandi þessa stundina en við vinnum að því að ná þessum áföngum og setjum dagsetningu fyrir flugferð í næstu viku,“ segir í tilkynningu NASA. Ingenuity er lítil þyrilvængja sem vegur innan við tvö kíló. Hún var farþegi undir kviðnum á könnunarjeppanum Perseverance sem lenti á Mars í febrúar. Eini tilgangur hennar er að prófa flug á öðrum hnetti og eru engin vísindatæki um borð. NASA segir að vængjunni heilsist vel. Afl, samskiptakerfi og hitastjórnun er stöðug.
Mars Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Fresta fyrsta þyrlufluginu á Mars Ákveðið hefur verið að fresta fyrstu tilraunaflugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars. Til stóða að fljúga henni í fyrsta lagi í dag en eftir að hnökrar komu í ljós við undirbúning á föstudag var ákveðið að seinka því. 11. apríl 2021 11:11 Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. 7. apríl 2021 23:57 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Fresta fyrsta þyrlufluginu á Mars Ákveðið hefur verið að fresta fyrstu tilraunaflugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars. Til stóða að fljúga henni í fyrsta lagi í dag en eftir að hnökrar komu í ljós við undirbúning á föstudag var ákveðið að seinka því. 11. apríl 2021 11:11
Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. 7. apríl 2021 23:57