„Af hverju má kirkjan ekki tala um kynlíf og sjálfsfróun?“ Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2021 06:52 Séra Benjamín Hrafn og síra Dagur Fannar veigra sér ekki við því að vera á djöfum nótum í Kirkjucastinu. Á fimmtudaginn taka þeir á móti Gerði Huld sem ætlar að fræða þá um sjálfsfróun, meðal annars. Benjamín Hrafn Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli, kallar eftir aukinni umræðu og fræðslu um kynlíf innan kirkjunnar. Séra Benjamín Hrafn heldur úti, ásamt séra Degi Fannari Magnússyni, Kirkjucastinu sem er hlaðvarp þar sem tilvera mannsins og kristin trú eru í forgrunni. Nýverið var kynntur næsti gestur þeirra klerka: Gerður Huld Arinbjarnardóttir. „Hún mun ræða við okkur um kynlíf og sjálfsfróun. Þarf kirkjan kannski líka að fara ræða opinskátt um kynlíf og sjálfsfróun?“ Ekki alveg það fyrsta sem fólki dettur í hug að tengja við kirkjustarfið. Þöggunarmenningin verður að stoppa Gerður Huld rekur vefverslunina Blush.is þar sem kaupa má unaðsvörur í miklu úrvali, eins og þar segir; allskyns hjálpartæki ástarlífsins. Á Facebooksíðu hlaðvarpsins þar sem þátturinn er kynntur til sögunnar getur að líta myndir af Gerði Huld þar sem hún mundar svipu og handjárn að því er virðist af nokkurri þekkingu. Næsti gestur okkar í Kirkjucastinu verður Gerður Huld Arinbjarnardóttir. Hún mun ræða við okkur um kynlíf og...Posted by Kirkjucastið on Mánudagur, 12. apríl 2021 Í athugasemdum bregðast menn við eins og oft þegar þeir verða hvumsa að slá á létta strengi: „Ég sé þig fyrir mér sígur niður í rólu.. ég er strax farinn að útfæra þetta tæknilega...“ segir einn og annar segir: „Breyta nafninu í 'Kyrkjann' og þetta er komið!“ Blaðamanni Vísis vefst tunga um tönn þegar hann spyr Séra Benjamín nánar út í þetta. Nú er kirkjan, tjahh, hvernig á að orða það, frekar svona, kannski, teprulegt fyrirbæri? „Hver dæmir nú fyrir sig í þeim efnum. Fer eftir því um hvað er rætt.“ Jahhh, ég meina… ef maður myndi reyna að teikna upp erkitýpu meðal kirkjurækinna þá væri það kannski siðvandur og prúður einstaklingur sem má vart vamm sitt vita? „Já, kynlífið vegur kannski að sjálfsmynd kirkjunnar eða það sem fólk telur að sé sjálfsmynd kirkjunnar. Kannski er þetta sjálfsskoðun í raun og veru. Öll höfum við okkar hugmyndir um hvað kirkjan er. Kannski þarf að endurskilgreina það? Af hverju má kirkjan ekki tala um kynlíf og sjálfsfróun? Þá er nú bara eitthvað að. Ræðum frekar um hlutina. Þessi þöggunarmenning verður að stoppa,“ segir Séra Benjamín. Kalla eftir umræðu um kynlíf innan kirkjunnar Að sögn prests er þetta nýtt fyrir kirkjuna að starfsmenn hennar sem haldi úti podkasti, hvað þá að þeir séu að fá eiganda Blush til skrafs og ráðlegginga. Benjamín segir það reyndar svo að meðstjórnandi hans, Dagur Fannar, hafi komið því viðtali á koppinn. Þau þekkist betur. Kirkjucastsmenn bregða á leik. Þeir vilja stuðla að því að kirkjan komist betur inn í 21. öldina. „En við viljum opna umræðu um þessi mál innan kirkjunnar en líka að kirkjan taki þátt í þessu samtali. Þetta hefur lengi verið tabú, erfitt að ræða þetta og fólk hefur allskonar skoðanir á þessu – ég tala ekki um í kirkjunni. Við erum að kalla eftir því að þetta verði rætt innan kirkjunnar og viljum stuðla að meiri fræðslu. Komast betur inn í 21. öldina.“ Séra Benjamín segir þá félaga hafa byrjað með hlaðvarp sitt fyrir um ári, eða þegar öllu var skellt í lás í Covid. „Þegar fyrsta bylgjan byrjaði máttum við ekki hitta söfnuðinn okkar eða æskulýðsstarfið. Upphaflega var þetta hugsað sem leið til að nálgast æskulýðskrakkana og fermingarbörnin; fræðsluvettvangur fyrir þau. En þetta vatt svona upp á sig: Af hverju ekki að hafa það fyrir alla? Að hver sem hefur áhuga á málefnum kirkjunnar, umræðum sem þar er að eiga sér stað, að það geti hver sem er nálgast þetta efni? Þetta er verkefni sem er í stöðugri þróun.“ Eru ekki að gefa út afstöðu kirkjunnar í hlaðvarpinu Kynningarefni þjóðkirkjunnar í september í fyrra, þar sem kynntur var til leiks hinn svokallaði Trans-Jesú, reyndist kirkjunni erfitt. Þannig að víst er að frjálslyndi á misvel uppá pallborðið hjá kirkjunnar mönnum. Prestarnir Dagur Fannar og Benjamín Hrafn hafa haldið úti hlaðvarpi sínu nú í um ár. Sá síðarnefndi kannast alveg við að umræða um þætti í mannlífinu svo sem kynlíf sé ekki nokkuð sem fólk tengi við kirkjuna. Því þurfi að breyta.Benjamín Hrafn Benjamín segir að auglýsingin umdeilda hafi auðvitað kallað fram allskyns viðbrögð en hann þekki það ekki nógu vel til að hafa á því neina skoðun. En fólk hafi tekið Kirkjucastinu vel og finnist áhugavert að þar sé reynt að tala á mannamáli um málefni trúarinnar og kirkjunnar. „Þetta er, eins og gerist almennt í þessum hlaðvarpsheimi, jafningjaspjall. Ekki vettvangur þar sem við erum með einhvern svakalegan fyrirlestur heldur jafningjaspjall, en þá á sér oft stað mikil dínamík. Þátturinn sem er að koma núna, þegar við spjöllum við Gerði; við gerum okkur grein fyrir því að þetta á eftir að stuða sumt fólk. En það þarf oft til að umræða geti átt sér stað. Það er það sem við erum að kalla eftir. Við erum ekki að gefa út afstöðu kirkjunnar um kynlíf og sjálfsfróun heldur kalla eftir því að umræða verði innan kirkjunnar og fræðsla um þessi mál.“ Og þá er bara að sjá hvernig kirkjunnar menn og sölumenn hjálpartækja ástarlífsins afgreiða málið í Kirkjucasti en þáttinn má finna á Spotify og öllum helstu hlaðvarsveitum. Þjóðkirkjan Kynlíf Samfélagsmiðlar Trúmál Tengdar fréttir Gerður festist í vítahring brjóstaaðgerða Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. 9. janúar 2020 10:30 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Séra Benjamín Hrafn heldur úti, ásamt séra Degi Fannari Magnússyni, Kirkjucastinu sem er hlaðvarp þar sem tilvera mannsins og kristin trú eru í forgrunni. Nýverið var kynntur næsti gestur þeirra klerka: Gerður Huld Arinbjarnardóttir. „Hún mun ræða við okkur um kynlíf og sjálfsfróun. Þarf kirkjan kannski líka að fara ræða opinskátt um kynlíf og sjálfsfróun?“ Ekki alveg það fyrsta sem fólki dettur í hug að tengja við kirkjustarfið. Þöggunarmenningin verður að stoppa Gerður Huld rekur vefverslunina Blush.is þar sem kaupa má unaðsvörur í miklu úrvali, eins og þar segir; allskyns hjálpartæki ástarlífsins. Á Facebooksíðu hlaðvarpsins þar sem þátturinn er kynntur til sögunnar getur að líta myndir af Gerði Huld þar sem hún mundar svipu og handjárn að því er virðist af nokkurri þekkingu. Næsti gestur okkar í Kirkjucastinu verður Gerður Huld Arinbjarnardóttir. Hún mun ræða við okkur um kynlíf og...Posted by Kirkjucastið on Mánudagur, 12. apríl 2021 Í athugasemdum bregðast menn við eins og oft þegar þeir verða hvumsa að slá á létta strengi: „Ég sé þig fyrir mér sígur niður í rólu.. ég er strax farinn að útfæra þetta tæknilega...“ segir einn og annar segir: „Breyta nafninu í 'Kyrkjann' og þetta er komið!“ Blaðamanni Vísis vefst tunga um tönn þegar hann spyr Séra Benjamín nánar út í þetta. Nú er kirkjan, tjahh, hvernig á að orða það, frekar svona, kannski, teprulegt fyrirbæri? „Hver dæmir nú fyrir sig í þeim efnum. Fer eftir því um hvað er rætt.“ Jahhh, ég meina… ef maður myndi reyna að teikna upp erkitýpu meðal kirkjurækinna þá væri það kannski siðvandur og prúður einstaklingur sem má vart vamm sitt vita? „Já, kynlífið vegur kannski að sjálfsmynd kirkjunnar eða það sem fólk telur að sé sjálfsmynd kirkjunnar. Kannski er þetta sjálfsskoðun í raun og veru. Öll höfum við okkar hugmyndir um hvað kirkjan er. Kannski þarf að endurskilgreina það? Af hverju má kirkjan ekki tala um kynlíf og sjálfsfróun? Þá er nú bara eitthvað að. Ræðum frekar um hlutina. Þessi þöggunarmenning verður að stoppa,“ segir Séra Benjamín. Kalla eftir umræðu um kynlíf innan kirkjunnar Að sögn prests er þetta nýtt fyrir kirkjuna að starfsmenn hennar sem haldi úti podkasti, hvað þá að þeir séu að fá eiganda Blush til skrafs og ráðlegginga. Benjamín segir það reyndar svo að meðstjórnandi hans, Dagur Fannar, hafi komið því viðtali á koppinn. Þau þekkist betur. Kirkjucastsmenn bregða á leik. Þeir vilja stuðla að því að kirkjan komist betur inn í 21. öldina. „En við viljum opna umræðu um þessi mál innan kirkjunnar en líka að kirkjan taki þátt í þessu samtali. Þetta hefur lengi verið tabú, erfitt að ræða þetta og fólk hefur allskonar skoðanir á þessu – ég tala ekki um í kirkjunni. Við erum að kalla eftir því að þetta verði rætt innan kirkjunnar og viljum stuðla að meiri fræðslu. Komast betur inn í 21. öldina.“ Séra Benjamín segir þá félaga hafa byrjað með hlaðvarp sitt fyrir um ári, eða þegar öllu var skellt í lás í Covid. „Þegar fyrsta bylgjan byrjaði máttum við ekki hitta söfnuðinn okkar eða æskulýðsstarfið. Upphaflega var þetta hugsað sem leið til að nálgast æskulýðskrakkana og fermingarbörnin; fræðsluvettvangur fyrir þau. En þetta vatt svona upp á sig: Af hverju ekki að hafa það fyrir alla? Að hver sem hefur áhuga á málefnum kirkjunnar, umræðum sem þar er að eiga sér stað, að það geti hver sem er nálgast þetta efni? Þetta er verkefni sem er í stöðugri þróun.“ Eru ekki að gefa út afstöðu kirkjunnar í hlaðvarpinu Kynningarefni þjóðkirkjunnar í september í fyrra, þar sem kynntur var til leiks hinn svokallaði Trans-Jesú, reyndist kirkjunni erfitt. Þannig að víst er að frjálslyndi á misvel uppá pallborðið hjá kirkjunnar mönnum. Prestarnir Dagur Fannar og Benjamín Hrafn hafa haldið úti hlaðvarpi sínu nú í um ár. Sá síðarnefndi kannast alveg við að umræða um þætti í mannlífinu svo sem kynlíf sé ekki nokkuð sem fólk tengi við kirkjuna. Því þurfi að breyta.Benjamín Hrafn Benjamín segir að auglýsingin umdeilda hafi auðvitað kallað fram allskyns viðbrögð en hann þekki það ekki nógu vel til að hafa á því neina skoðun. En fólk hafi tekið Kirkjucastinu vel og finnist áhugavert að þar sé reynt að tala á mannamáli um málefni trúarinnar og kirkjunnar. „Þetta er, eins og gerist almennt í þessum hlaðvarpsheimi, jafningjaspjall. Ekki vettvangur þar sem við erum með einhvern svakalegan fyrirlestur heldur jafningjaspjall, en þá á sér oft stað mikil dínamík. Þátturinn sem er að koma núna, þegar við spjöllum við Gerði; við gerum okkur grein fyrir því að þetta á eftir að stuða sumt fólk. En það þarf oft til að umræða geti átt sér stað. Það er það sem við erum að kalla eftir. Við erum ekki að gefa út afstöðu kirkjunnar um kynlíf og sjálfsfróun heldur kalla eftir því að umræða verði innan kirkjunnar og fræðsla um þessi mál.“ Og þá er bara að sjá hvernig kirkjunnar menn og sölumenn hjálpartækja ástarlífsins afgreiða málið í Kirkjucasti en þáttinn má finna á Spotify og öllum helstu hlaðvarsveitum.
Þjóðkirkjan Kynlíf Samfélagsmiðlar Trúmál Tengdar fréttir Gerður festist í vítahring brjóstaaðgerða Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. 9. janúar 2020 10:30 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Gerður festist í vítahring brjóstaaðgerða Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. 9. janúar 2020 10:30
Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26