Þéttsetinn djammbekkur í kjölfar afléttinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 07:11 Það var þétt setið víða í Lundúnum í gær. epa/Facundo Arrizabalaga Það var mikið um fögnuð og glaum á Englandi í gær þegar veitingastöðum og öldurhúsum var aftur heimilt að taka á móti kúnnum og bera í þá mat og drykk utandyra. Þrátt fyrir napurt veður var þétt setið og ljóst af myndum að fjarlægðartakmörk voru víða virt að vettugi þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga. Í Lundúnum var götum sums staðar lokað, til að auka pláss fyrir borð og stóla. Verslanir og líkamsræktarstöðvar opnuðu einnig á Englandi í gær en á Norður-Írlandi var tilskipun um að „halda sig heima“ afnumin og þá voru einhverjar afléttingar á Skotlandi og í Wales. Lögregla fylgdist með en var ekki að framfylgja fjarlægðartakmörkunum.epa/Facundo Arrizabalaga „Það er fullt alls staðar, þetta er eins og fögnuður,“ sagði einn gestur í samtali við BBC. „Í alvöru, þetta er svo góð tilfinning, manni líður eins og maður sé laus úr fangelsi. Við erum að halda upp á afmæli og þetta er besta gjöfin,“ sagði annar. Einn íbúi í Soho sagði það ótrúlega tilfinningu að sjá fólk aftur á götunum að skemmta sér. „Ég hef saknað þess svo mikið,“ sagði hún. Lögregla fylgdist víða með en var ekki að framfylgja sóttvarnareglum, þrátt fyrir að þær væru víða brotnar. Borgaryfirvöld í Westminster sögðust vita til þess að sums staðar hefðu of margir komið saman en að þau hefðu átt gott samstarf við rekstraraðila. Sérfræðingar eiga eflaust eftir að fylgjast vel með þróun mála í kjölfar afléttinga.epa/Facundo Arrizabalaga Sumir viðmælendur BBC sögðust upplifa ákveðinn kvíða yfir því að fjölmenna í fyrsta sinn í marga mánuði. „En um leið og þú sest niður til að fá þér bjór þá er það bara frábært,“ sagði einn. „Þetta er yfirþyrmandi en á góðan máta,“ bætti félagi hans við. Margir sögðust fagna því að fólk gæti nú komið saman aftur og sögðust ekki hafa áhyggjur af fjöldanum. Sumir sögðust hafa verið bólusettir en aðrir að þeir hefðu farið í skimun áður en þeir fóru út á lífið. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherrann Boris Johnson hvatt fólk til að sýna áfram ábyrgðafulla hegðun og veirusérfræðingurinn Lawrence Young varaði við því að niðursveiflan í faraldrinum væri ekki bara tilkomin vegna bólusetninga heldur einnig vegna sóttvarnaaðgerða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Þrátt fyrir napurt veður var þétt setið og ljóst af myndum að fjarlægðartakmörk voru víða virt að vettugi þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga. Í Lundúnum var götum sums staðar lokað, til að auka pláss fyrir borð og stóla. Verslanir og líkamsræktarstöðvar opnuðu einnig á Englandi í gær en á Norður-Írlandi var tilskipun um að „halda sig heima“ afnumin og þá voru einhverjar afléttingar á Skotlandi og í Wales. Lögregla fylgdist með en var ekki að framfylgja fjarlægðartakmörkunum.epa/Facundo Arrizabalaga „Það er fullt alls staðar, þetta er eins og fögnuður,“ sagði einn gestur í samtali við BBC. „Í alvöru, þetta er svo góð tilfinning, manni líður eins og maður sé laus úr fangelsi. Við erum að halda upp á afmæli og þetta er besta gjöfin,“ sagði annar. Einn íbúi í Soho sagði það ótrúlega tilfinningu að sjá fólk aftur á götunum að skemmta sér. „Ég hef saknað þess svo mikið,“ sagði hún. Lögregla fylgdist víða með en var ekki að framfylgja sóttvarnareglum, þrátt fyrir að þær væru víða brotnar. Borgaryfirvöld í Westminster sögðust vita til þess að sums staðar hefðu of margir komið saman en að þau hefðu átt gott samstarf við rekstraraðila. Sérfræðingar eiga eflaust eftir að fylgjast vel með þróun mála í kjölfar afléttinga.epa/Facundo Arrizabalaga Sumir viðmælendur BBC sögðust upplifa ákveðinn kvíða yfir því að fjölmenna í fyrsta sinn í marga mánuði. „En um leið og þú sest niður til að fá þér bjór þá er það bara frábært,“ sagði einn. „Þetta er yfirþyrmandi en á góðan máta,“ bætti félagi hans við. Margir sögðust fagna því að fólk gæti nú komið saman aftur og sögðust ekki hafa áhyggjur af fjöldanum. Sumir sögðust hafa verið bólusettir en aðrir að þeir hefðu farið í skimun áður en þeir fóru út á lífið. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherrann Boris Johnson hvatt fólk til að sýna áfram ábyrgðafulla hegðun og veirusérfræðingurinn Lawrence Young varaði við því að niðursveiflan í faraldrinum væri ekki bara tilkomin vegna bólusetninga heldur einnig vegna sóttvarnaaðgerða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira