Bretar fá að heimsækja krár að nýju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2021 23:12 Bretar fá að heimsækja krár að nýju frá og með morgundeginum en fá þó aðeins að njóta utandyra. EPA-EFE/STRINGER Búðir, hárgreiðslustofur, líkamsræktarstöðvar og krár munu opna dyr sínar fyrir gestum í Englandi á morgun. Þetta tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra, í gær. Hann sagði um stórt skref í átt að „frelsi undan oki takmarkana vegna faraldursins“ að ræða. Hundruð þúsundir fyrirtækja þurftu að skella í lás í byrjun janúar í Englandi og hafa ekki fengið að opna dyr sínar að nýju fyrr en nú. Útgöngubann var sett á í þriðja sinn í Englandi í byrjun janúar eftir að kórónuveirutilfellum fór fjölgandi með „Kent“-afbrigðinu eins og það er kallað. Vegna bólusetningarátaks sem hrundið var af stað í kjölfarið hefur nú meira en helmingur fullorðinna í Englandi verið bólusettur og segja heilbrigðisyfirvöld að vegna útgöngubannsins hafi dauðsföllum fækkað um 95 prósent og smitum um 90 prósent miðað við í janúar. Í dag létust sjö af völdum kórónuveirunnar og hafa ekki svo fáir látist af völdum hennar í Englandi síðan 14. september síðastliðinn. Samkvæmt frétt Reuters hefur efnahagsástandið í Bretlandi ekki verið jafn slæmt í þrjár aldir og er því nauðsynlegt að bresk fyrirtæki geti hafið störf að nýju. Verslunareigendur í Bretlandi eru sagðir hafa tapað um 27 milljörðum punda síðasta árið, eða um 22 þúsund milljarðar íslenskra króna. Búðir, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, munu fá að opna dyr sínar að nýju bæði í Englandi og Wales á morgun en munu þurfa að bíða til 26. apríl í Skotlandi. Krár og veitingastaðir mega aðeins taka við gestum sem sitja utandyra frá morgundeginum. Gestir munu þó aðeins geta fengið sér í glas borði þeir með veigunum, alla vega til að byrja með. Ekki má þjóna til borðs innan dyra fyrr en 17. maí hið fyrsta. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29. mars 2021 13:29 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Hundruð þúsundir fyrirtækja þurftu að skella í lás í byrjun janúar í Englandi og hafa ekki fengið að opna dyr sínar að nýju fyrr en nú. Útgöngubann var sett á í þriðja sinn í Englandi í byrjun janúar eftir að kórónuveirutilfellum fór fjölgandi með „Kent“-afbrigðinu eins og það er kallað. Vegna bólusetningarátaks sem hrundið var af stað í kjölfarið hefur nú meira en helmingur fullorðinna í Englandi verið bólusettur og segja heilbrigðisyfirvöld að vegna útgöngubannsins hafi dauðsföllum fækkað um 95 prósent og smitum um 90 prósent miðað við í janúar. Í dag létust sjö af völdum kórónuveirunnar og hafa ekki svo fáir látist af völdum hennar í Englandi síðan 14. september síðastliðinn. Samkvæmt frétt Reuters hefur efnahagsástandið í Bretlandi ekki verið jafn slæmt í þrjár aldir og er því nauðsynlegt að bresk fyrirtæki geti hafið störf að nýju. Verslunareigendur í Bretlandi eru sagðir hafa tapað um 27 milljörðum punda síðasta árið, eða um 22 þúsund milljarðar íslenskra króna. Búðir, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, munu fá að opna dyr sínar að nýju bæði í Englandi og Wales á morgun en munu þurfa að bíða til 26. apríl í Skotlandi. Krár og veitingastaðir mega aðeins taka við gestum sem sitja utandyra frá morgundeginum. Gestir munu þó aðeins geta fengið sér í glas borði þeir með veigunum, alla vega til að byrja með. Ekki má þjóna til borðs innan dyra fyrr en 17. maí hið fyrsta.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29. mars 2021 13:29 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29. mars 2021 13:29