Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2021 13:09 Ari kallar eftir ákveðnum fyrirsjáanleika í afléttingum stjórnvalda samhliða bólusetningum. Vísir/Samsett Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. Í grein sem birtist á vef Viðskiptaráðs og ber yfirskriftina „Forsendur fyrirsjáanleika“ segir Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands, að nú sé svo komið að bólusetningar gangi ágætlega og að áætlanir um öflun bóluefnis og bólusetningu hafi verið birtar. Því vakni spurning um hvaða áætlanir hið opinbera hafa um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningum. Ari bendir á að í nágrannalöndum Ísland, Danmörku og Noregi, hafi stjórnvöld birt og hratt í framkvæmd slíkum afléttingaráætlunum. Danir hyggist þannig afnema „helstu frelsisskerðingar“ þegar bólusetningu 50 ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafi kynnt áætlun sem taka eigi gildi í skrefum til júníloka. „Hér er ekki lagt neitt mat á það hver staðan hefur verið í þessum ríkjum, né hvort aðgerðir séu sambærilegar milli landa. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld í þessum ríkja birta áform sín og þeim er ætlað að veita ákveðinn fyrirsjáanleika, með eðlilegum fyrirvörum. Þannig geti fólk gert ráð fyrir að líf þess komist smám saman í fyrra horf ef allt gengur samkvæmt áætlun hvað bólusetningar varðar,“ skrifar Ari. Hann segir að hér á landi hafi því verið haldið á lofti að ný afbrigði veirunnar geti breytt landslagi í sóttvarnamálum og viðbrögðum stjórnvalda við faraldrinum. Hann bendir á að hin sömu afbrigði og íslensk stjórnvöld hafa lýst áhyggjum af finnst einnig í nágrannalöndum. „Engu að síður hafa stjórnvöld þessara landa birt áætlanir um afléttingu.“ Fyrirsjáanleikinn nauðsynlegur „Fyrirsjáanleiki er nauðsynlegur þáttur í eðlilegu lífi, þótt reynslan sýni okkur að allt sé breytingum háð. En jafnvel þótt fyrirsjáanleikinn sé skilyrtur, skapar hann ákveðinn ramma og aðhald gagnvart þeim aðgerðum sem stjórnvöld beita,“ skrifar Ari og segir fyrirsjáanleika lykilatriði fyrir þá sem standi í rekstri. Hann nefnir sem dæmi að fyrirtæki þurfi að geta metið, gróflega þó, hverjar tekjur þeirra verði til næstu vikna, mánaða eða missera. Þau þurfi að geta skuldbundið sig til aðfangakaupa eða gert ráð fyrir að slíkar skuldbindingar standist ekki vegna aðgerða stjórnvalda. Þá þurfi þau að geta brugðist við ólíkum aðstæðum með tilliti til starfsmannahalds. Sumar sviðsmyndir geti kallað á uppsagnir en aðrar á ráðningar. „Við umræður á Alþingi í lok mars lýsti forsætisráðherra því yfir, með fyrirvara um ný afbrigði,að þegar 60 ára og eldri hefðu verið bólusett myndi hætta á alvarlegum veikindum, innlögnum og dauðsföllum dragast verulega saman, sem þýddi að stjórnvöld gætu stigið ákveðin skref til að draga úr sóttvarnaráðstöfunum. Nú er ljóst, miðað við yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda, að þetta markmið næst öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Því er nú tilefni til að hvetja stjórnvöld til að leggja fram afléttingaráætlun í samræmi við árangur í bólusetningum. Slík áætlun myndi auðvelda fólki og fyrirtækjum að skipuleggja sig og starfsemi sína, en ekki síður skapa traust og skýra þau sameiginlegu markmið sem við viljum stefna að, um öfluga viðspyrnu og opið samfélag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Í grein sem birtist á vef Viðskiptaráðs og ber yfirskriftina „Forsendur fyrirsjáanleika“ segir Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands, að nú sé svo komið að bólusetningar gangi ágætlega og að áætlanir um öflun bóluefnis og bólusetningu hafi verið birtar. Því vakni spurning um hvaða áætlanir hið opinbera hafa um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningum. Ari bendir á að í nágrannalöndum Ísland, Danmörku og Noregi, hafi stjórnvöld birt og hratt í framkvæmd slíkum afléttingaráætlunum. Danir hyggist þannig afnema „helstu frelsisskerðingar“ þegar bólusetningu 50 ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafi kynnt áætlun sem taka eigi gildi í skrefum til júníloka. „Hér er ekki lagt neitt mat á það hver staðan hefur verið í þessum ríkjum, né hvort aðgerðir séu sambærilegar milli landa. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld í þessum ríkja birta áform sín og þeim er ætlað að veita ákveðinn fyrirsjáanleika, með eðlilegum fyrirvörum. Þannig geti fólk gert ráð fyrir að líf þess komist smám saman í fyrra horf ef allt gengur samkvæmt áætlun hvað bólusetningar varðar,“ skrifar Ari. Hann segir að hér á landi hafi því verið haldið á lofti að ný afbrigði veirunnar geti breytt landslagi í sóttvarnamálum og viðbrögðum stjórnvalda við faraldrinum. Hann bendir á að hin sömu afbrigði og íslensk stjórnvöld hafa lýst áhyggjum af finnst einnig í nágrannalöndum. „Engu að síður hafa stjórnvöld þessara landa birt áætlanir um afléttingu.“ Fyrirsjáanleikinn nauðsynlegur „Fyrirsjáanleiki er nauðsynlegur þáttur í eðlilegu lífi, þótt reynslan sýni okkur að allt sé breytingum háð. En jafnvel þótt fyrirsjáanleikinn sé skilyrtur, skapar hann ákveðinn ramma og aðhald gagnvart þeim aðgerðum sem stjórnvöld beita,“ skrifar Ari og segir fyrirsjáanleika lykilatriði fyrir þá sem standi í rekstri. Hann nefnir sem dæmi að fyrirtæki þurfi að geta metið, gróflega þó, hverjar tekjur þeirra verði til næstu vikna, mánaða eða missera. Þau þurfi að geta skuldbundið sig til aðfangakaupa eða gert ráð fyrir að slíkar skuldbindingar standist ekki vegna aðgerða stjórnvalda. Þá þurfi þau að geta brugðist við ólíkum aðstæðum með tilliti til starfsmannahalds. Sumar sviðsmyndir geti kallað á uppsagnir en aðrar á ráðningar. „Við umræður á Alþingi í lok mars lýsti forsætisráðherra því yfir, með fyrirvara um ný afbrigði,að þegar 60 ára og eldri hefðu verið bólusett myndi hætta á alvarlegum veikindum, innlögnum og dauðsföllum dragast verulega saman, sem þýddi að stjórnvöld gætu stigið ákveðin skref til að draga úr sóttvarnaráðstöfunum. Nú er ljóst, miðað við yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda, að þetta markmið næst öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Því er nú tilefni til að hvetja stjórnvöld til að leggja fram afléttingaráætlun í samræmi við árangur í bólusetningum. Slík áætlun myndi auðvelda fólki og fyrirtækjum að skipuleggja sig og starfsemi sína, en ekki síður skapa traust og skýra þau sameiginlegu markmið sem við viljum stefna að, um öfluga viðspyrnu og opið samfélag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira