Telja virkni kínverskra bóluefna gegn veirunni litla Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2021 08:04 Starfsmaður meðhöndlar pakka með bóluefni kínverska ríkisfyrirtækisins Sinopharm. AP/Mark Schifelbein Æðsti embættismaður sóttvarna í Kína viðurkennir að virkni bóluefna sem hafa verið þróuð þar gegn kórónuveirunni sé lítil. Yfirvöld íhugi af þessum sökum að blanda efnunum saman til þess að freista þess að auka virknina. Ummælin lét Gao Fu, forstöðumaður Sóttvarnastofnunar Kína, falla á ráðstefnu í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Fátítt er að kínversk yfirvöld gangist við veikleikum sem þessum. Yfirvöld í Peking hafa til þessa dreift hundruð milljónum skammta af kínverskum bóluefnum til annarra landa og hafa auk þess reynt að grafa undan trú á bóluefnum vestrænna ríkja. Engin vestræn bóluefni hafa fengið markaðsleyfi í Kína til þessa. Sinovac, eitt kínversku bóluefnanna, reyndist aðeins hafa 50,4% virkni í að koma í veg fyrir smit með einkennum í rannsókn sem var gerð í Brasilíu. Til samanburðar er bóluefni Pfizer talið hafa 97% virkni. Kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa ítrekað sett spurningamerki við virkni Pfizer-bóluefnisins og öryggi þess. „Það er nú til formlegrar íhugunar hvort að við ættum að nota mismunandi bóluefni úr mismundandi framleiðslu við bólusetningar“ sagði Gao. Í byrjun þessa mánaðar höfðu 34 milljónir manna fengið tvo skammta af kínverskum bóluefnum og 65 milljónir höfðu fengið fyrri skammt. Sérfræðingar telja hugsanlega að auka virkni bólusetninga með því að blanda saman ólíkum bóluefnum. Í Bretlandi rannsaka vísindamenn meðal annars möguleikann á að gefa bóluefni Pfizer og AstraZeneca saman. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýndi mikla misskiptingu í aðgengi að bóluefni í heiminum. Um einn af hverjum fjórum íbúum ríkra landa hafa nú verið bólusettir en aðeins einn af hverjum fimm hundruð í þróunarríkjum. Þá hefur afhending á bóluefni til snauðustu ríkja heims nær stöðvast undanfarna daga. Talað er um að þau ríki gætu því þurft að leita á náðir Kínverja eða Rússa um bóluefni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Ummælin lét Gao Fu, forstöðumaður Sóttvarnastofnunar Kína, falla á ráðstefnu í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Fátítt er að kínversk yfirvöld gangist við veikleikum sem þessum. Yfirvöld í Peking hafa til þessa dreift hundruð milljónum skammta af kínverskum bóluefnum til annarra landa og hafa auk þess reynt að grafa undan trú á bóluefnum vestrænna ríkja. Engin vestræn bóluefni hafa fengið markaðsleyfi í Kína til þessa. Sinovac, eitt kínversku bóluefnanna, reyndist aðeins hafa 50,4% virkni í að koma í veg fyrir smit með einkennum í rannsókn sem var gerð í Brasilíu. Til samanburðar er bóluefni Pfizer talið hafa 97% virkni. Kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa ítrekað sett spurningamerki við virkni Pfizer-bóluefnisins og öryggi þess. „Það er nú til formlegrar íhugunar hvort að við ættum að nota mismunandi bóluefni úr mismundandi framleiðslu við bólusetningar“ sagði Gao. Í byrjun þessa mánaðar höfðu 34 milljónir manna fengið tvo skammta af kínverskum bóluefnum og 65 milljónir höfðu fengið fyrri skammt. Sérfræðingar telja hugsanlega að auka virkni bólusetninga með því að blanda saman ólíkum bóluefnum. Í Bretlandi rannsaka vísindamenn meðal annars möguleikann á að gefa bóluefni Pfizer og AstraZeneca saman. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýndi mikla misskiptingu í aðgengi að bóluefni í heiminum. Um einn af hverjum fjórum íbúum ríkra landa hafa nú verið bólusettir en aðeins einn af hverjum fimm hundruð í þróunarríkjum. Þá hefur afhending á bóluefni til snauðustu ríkja heims nær stöðvast undanfarna daga. Talað er um að þau ríki gætu því þurft að leita á náðir Kínverja eða Rússa um bóluefni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
„Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39
Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02