Malta borgar ferðamönnum til að koma í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2021 19:26 Yfirvöld á Möltu vilja hvetja ferðamenn til að ferðast til eyjanna. Getty Yfirvöld í Möltu stefnir á að greiða erlendum ferðamönnum, sem halda til á eyjunni í meira en þrjá daga í sumar, allt að 200 evrur, sem eru um 30 þúsund íslenskar krónur. Þau segja aðgerðirnar til þess gerðar að koma ferðaþjónustu eyjunnar á réttan kjöl en atvinnugreinin hefur tekið dýfu niður á við vegna kórónuveirufaraldursins. Clayton Bartolo, ferðamálaráðherra, tilkynnti aðgerðirnar í dag og sagði hann allir ferðamenn sem bókuðu hótelgistingu hjá hótelum á eyjunni fengju styrkinn. Miklar takmarkanir hafa verið í gildi á eyjunni en fyrirséð er að þeim verði aflétt þann 1. júní næstkomandi. Samkvæmt World Travel and Tourism Council má rekja meira en 27 prósent þjóðarframleiðslu eyjunnar til ferðaþjónustunnar. Hún hefur hins vegar orðið illa úti vegna faraldursins. Árið 2019 heimsóttu meira en 2,7 milljónir erlendra ferðamanna eyjuna en sú tala hefur fallið um 80 prósent síðan í mars 2020. Bartolo sagði í dag að bóki ferðamenn gistingu á fimm stjörnu hóteli á eyjunni muni hver einstaklingur fá 100 evrur frá ferðamálaráðuneytinu að gjöf og hótelið muni gefa 100 evrur til viðbótar. Þá munu þeir sem bóka gistingu á fjögurra stjörnu hóteli fá alls 150 evrur og þeir sem bóka gistingu á þriggja stjörnu hóteli munu fá 100 evrur að gjöf. Hafa gefið 42 prósentum fullorðinna fyrstu bólusetningu Fjárhæðin hækkar um 10 prósent þegar hótelherbergi eru bókuð á eyjunni Gozo, sem er um þrjá kílómetra frá meginlandi Möltu. „Aðgerðirnar eru til þess fallnar að koma hótelum á Möltu í góða samkeppnisstöðu þegar ferðamannastraumurinn hefst á ný,“ sagði Bartolo. Stjórnvöld stefna að því að 35 þúsund ferðamenn komi til landsins í sumar. Maltverjum hefur tekist einstaklega vel að bólusetja gegn veirunni en Malta er það Evrópuríki sem tekist hefur að bólusetja stærst hlutfall almennings. Að minnsta kosti 42 prósent fullorðinna hafa nú fengið fyrsta skammt bólusetningar. Þá hefur kórónuveirutilfellum farið ört fækkandi og hafa stjórnvöld hvatt Evrópusambandið til þess að taka í gildi bólusetningarvottorð í von um að ferðamenn geti komið til landsins. Þá sagði Bartolo í dag að viðræður séu hafnar við yfirvöld á Bretlandi um að hvetja til ferðalaga milli landanna tveggja. Ferðalög Malta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Clayton Bartolo, ferðamálaráðherra, tilkynnti aðgerðirnar í dag og sagði hann allir ferðamenn sem bókuðu hótelgistingu hjá hótelum á eyjunni fengju styrkinn. Miklar takmarkanir hafa verið í gildi á eyjunni en fyrirséð er að þeim verði aflétt þann 1. júní næstkomandi. Samkvæmt World Travel and Tourism Council má rekja meira en 27 prósent þjóðarframleiðslu eyjunnar til ferðaþjónustunnar. Hún hefur hins vegar orðið illa úti vegna faraldursins. Árið 2019 heimsóttu meira en 2,7 milljónir erlendra ferðamanna eyjuna en sú tala hefur fallið um 80 prósent síðan í mars 2020. Bartolo sagði í dag að bóki ferðamenn gistingu á fimm stjörnu hóteli á eyjunni muni hver einstaklingur fá 100 evrur frá ferðamálaráðuneytinu að gjöf og hótelið muni gefa 100 evrur til viðbótar. Þá munu þeir sem bóka gistingu á fjögurra stjörnu hóteli fá alls 150 evrur og þeir sem bóka gistingu á þriggja stjörnu hóteli munu fá 100 evrur að gjöf. Hafa gefið 42 prósentum fullorðinna fyrstu bólusetningu Fjárhæðin hækkar um 10 prósent þegar hótelherbergi eru bókuð á eyjunni Gozo, sem er um þrjá kílómetra frá meginlandi Möltu. „Aðgerðirnar eru til þess fallnar að koma hótelum á Möltu í góða samkeppnisstöðu þegar ferðamannastraumurinn hefst á ný,“ sagði Bartolo. Stjórnvöld stefna að því að 35 þúsund ferðamenn komi til landsins í sumar. Maltverjum hefur tekist einstaklega vel að bólusetja gegn veirunni en Malta er það Evrópuríki sem tekist hefur að bólusetja stærst hlutfall almennings. Að minnsta kosti 42 prósent fullorðinna hafa nú fengið fyrsta skammt bólusetningar. Þá hefur kórónuveirutilfellum farið ört fækkandi og hafa stjórnvöld hvatt Evrópusambandið til þess að taka í gildi bólusetningarvottorð í von um að ferðamenn geti komið til landsins. Þá sagði Bartolo í dag að viðræður séu hafnar við yfirvöld á Bretlandi um að hvetja til ferðalaga milli landanna tveggja.
Ferðalög Malta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira