Upplifir ferðaskömm vegna ferðalags til Tenerife Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. apríl 2021 21:02 Íris Björk Tanya Jónsdóttir fór með tvíburadætrum sínum til Tenerife 7. apríl síðastliðinn og segir hún að fólk hafi greinilega mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun hennar að ferðast erlendis í miðjum heimsfaraldri. Vísir/Getty „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima,“ segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í samtali við Vísi. Íris fór með tvíburadætrum sínum til Tenerife 7. apríl síðastliðinn og segir hún í Facebook færslu sinni að fólk hafi greinilega mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun hennar að ferðast erlendis í miðjum heimsfaraldri. Þetta er gott fyrir okkur allar „Maður er búin að fylgja samviskusamlega öllum reglum heima í rúmt ár en það fer ekki vel með geðheilsu neins að lifa svona takmörkuðu lífi. Hvað þá fyrir dætur mínar sem voru að hefja nám í framhaldsskóla síðasta haust og ættu að vera að upplifa sína bestu tíma félagslega og njóta lífsins. Þær fá núna að stunda námið sitt á netinu og njóta þess að vera í sól og hita og upplifa nýja hluti í leiðinni. Þetta er gott fyrir okkur allar.“ Íris segir megin tilgang ferðalagsins hafa verið þann að ná heilsu í hitanum eftir nokkrar erfiðar aðgerðir sem hún hefur gengist undir undanfarið á baki og öxlum. Það hefur alveg tekið sinn toll fyrir líkaman að vera í kuldanum heima. Segir allt áhættu á tímum heimsfaraldurs Þó svo að Íris segi langflesta samgleðjast þeim mæðgum segist hún þó einnig hafa fengið leiðinlegar athugasemdir frá fólki. „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima. Síðan förum við að sjálfsögðu í sóttkví þegar við komum heim og nota bene, við förum í Covid test hér úti áður en við förum heim og aftur þegar við komum heim.“ Íris segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að allt sé áhætta á tímum heimsfaraldurs, hvort sem það er skíðaferð norður í land eða að hanga öll í sama kaðlinum í gosleiðangri. „Lífið er áhætta og skilaboð mín til þeirra sem eru að tapa slagi yfir þessari ferð okkar eru bara þessi:“ Vonandi ertu að spritta þig, nota grímu, þvo þér vel um hendur og halda tveggja metra fjarlægð, sama hvar þú ert staddur í heiminum. Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Íris fór með tvíburadætrum sínum til Tenerife 7. apríl síðastliðinn og segir hún í Facebook færslu sinni að fólk hafi greinilega mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun hennar að ferðast erlendis í miðjum heimsfaraldri. Þetta er gott fyrir okkur allar „Maður er búin að fylgja samviskusamlega öllum reglum heima í rúmt ár en það fer ekki vel með geðheilsu neins að lifa svona takmörkuðu lífi. Hvað þá fyrir dætur mínar sem voru að hefja nám í framhaldsskóla síðasta haust og ættu að vera að upplifa sína bestu tíma félagslega og njóta lífsins. Þær fá núna að stunda námið sitt á netinu og njóta þess að vera í sól og hita og upplifa nýja hluti í leiðinni. Þetta er gott fyrir okkur allar.“ Íris segir megin tilgang ferðalagsins hafa verið þann að ná heilsu í hitanum eftir nokkrar erfiðar aðgerðir sem hún hefur gengist undir undanfarið á baki og öxlum. Það hefur alveg tekið sinn toll fyrir líkaman að vera í kuldanum heima. Segir allt áhættu á tímum heimsfaraldurs Þó svo að Íris segi langflesta samgleðjast þeim mæðgum segist hún þó einnig hafa fengið leiðinlegar athugasemdir frá fólki. „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima. Síðan förum við að sjálfsögðu í sóttkví þegar við komum heim og nota bene, við förum í Covid test hér úti áður en við förum heim og aftur þegar við komum heim.“ Íris segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að allt sé áhætta á tímum heimsfaraldurs, hvort sem það er skíðaferð norður í land eða að hanga öll í sama kaðlinum í gosleiðangri. „Lífið er áhætta og skilaboð mín til þeirra sem eru að tapa slagi yfir þessari ferð okkar eru bara þessi:“ Vonandi ertu að spritta þig, nota grímu, þvo þér vel um hendur og halda tveggja metra fjarlægð, sama hvar þú ert staddur í heiminum.
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið