Grófu glataða gullaldarborg upp úr sandinum í Egyptalandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2021 14:00 Heillegir veggir borgarinnar Aten. Borgin er talin um þrjú þúsund ára gömul. AP/Miðstöð Zahis Hawass um Egyptaland til forna Fornleifafræðingar í Egyptalandi tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið þrjú þúsunda ára gamla borg sem hefur legið grafið undir sandi. Fundurinn er sagður einn sá stærsti frá því að gröf Tútankamons faraós fannst á fyrri hluta 20. aldar. Borgin Aten er nærri Lúxor en hún fannst skömmu eftir að uppgröftur hófst á svæðinu í september. Zahi Hawass, einn helsti sérfræðingur heims í sögu fornegypta, segir að þetta sé stærsta forna borgin sem hefur nokkru sinni fundist í Egyptalandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aten er frá tíð Amenhotep þriðja, ein voldugasta faraós Egyptalands til forna, sem ríkti frá 1391 til 1353 fyrir krist. Það er talin gullöld Egyptaland til forna. Borgin var einnig notuð í tíð Tútankamons faraós, barnabarns Amenhotep, og Ay, arftaka hans. Rústir borgarinnar við vesturbakka Nílafljóts eru sagðar vel varðveittar. Þar hafa fundist heillegir veggir, herbergi með tækjum og tólum, skartgripir, málaðir leirmunir, verndargripir og múrsteinar með innsigli faraósins. Þegar er búið að grafa upp heilu hverfi borgarinnar með bakaríi, stjórnsýslubyggingum og íbúðarhúsum. Fornleifauppgröfturinn stendur enn yfir og býst Hawass við því að finna enn fleiri ómetanleg verðmæti. Betsy Brian, prófessor í Forn-Egyptalandi við Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, segir BBC að eingöngu fundur grafhýsis Tútankamons árið 1922 standi uppgötvuninni á Aten framar. Borgin geti gefið fræðimönnum innsýn inn í hvernig Egyptar til forna höguðu lífi sínu þegar veldi þeirra stóð sem hæst. Verndargripur í líki taðuxa sem fannst í borginni fornu.AP/Miðstöð Zahis Hawass um Egyptaland til forna Egyptaland Vísindi Fornminjar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Borgin Aten er nærri Lúxor en hún fannst skömmu eftir að uppgröftur hófst á svæðinu í september. Zahi Hawass, einn helsti sérfræðingur heims í sögu fornegypta, segir að þetta sé stærsta forna borgin sem hefur nokkru sinni fundist í Egyptalandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aten er frá tíð Amenhotep þriðja, ein voldugasta faraós Egyptalands til forna, sem ríkti frá 1391 til 1353 fyrir krist. Það er talin gullöld Egyptaland til forna. Borgin var einnig notuð í tíð Tútankamons faraós, barnabarns Amenhotep, og Ay, arftaka hans. Rústir borgarinnar við vesturbakka Nílafljóts eru sagðar vel varðveittar. Þar hafa fundist heillegir veggir, herbergi með tækjum og tólum, skartgripir, málaðir leirmunir, verndargripir og múrsteinar með innsigli faraósins. Þegar er búið að grafa upp heilu hverfi borgarinnar með bakaríi, stjórnsýslubyggingum og íbúðarhúsum. Fornleifauppgröfturinn stendur enn yfir og býst Hawass við því að finna enn fleiri ómetanleg verðmæti. Betsy Brian, prófessor í Forn-Egyptalandi við Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, segir BBC að eingöngu fundur grafhýsis Tútankamons árið 1922 standi uppgötvuninni á Aten framar. Borgin geti gefið fræðimönnum innsýn inn í hvernig Egyptar til forna höguðu lífi sínu þegar veldi þeirra stóð sem hæst. Verndargripur í líki taðuxa sem fannst í borginni fornu.AP/Miðstöð Zahis Hawass um Egyptaland til forna
Egyptaland Vísindi Fornminjar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira