Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 14:27 Björgunarsveitarmenn í Þorbirni tóku niður tjaldið á mettíma eftir að fyrsta nýja sprungan myndaðist í Fagradalsfjalli á mánudaginn. Tjaldið er nú í geymslu í Grindavík. Björgunarsveitin Þorbjörn Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. Nýja sprungan kallaði ekki ótvírætt á þá aðgerð enda um 200 metra frá tjaldinu en björgunarsveitum virtist sprungan þó geta stækkað í áttina að tjaldinu. Því var það fjarlægt og það var eins gott, því að á miðnætti sama dag myndaðist enn önnur sprunga öllum að óvörum, sem lenti beint undir fyrri staðsetningu tjaldsins. „Það má eiginlega segja að sprunga númer tvö hafi bjargað tjaldinu frá bráðum dauða,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, björgunarsveitarkona frá Reykjavík sem stýrði aðgerðum uppi í fjalli þegar sprungan myndaðist. Gossprungur eru merktar með rauðu. Sprungan sem hefði ógnað tjaldinu myndaðist á hæðinni þar sem rauður punktur er rétt við spurningarmerki, á milli elstu sprungunnar og þeirrar sem bættist fyrst við. Tjaldið var í línu við kvikuganginn Miklu tjóni var forðað með því að taka niður tjaldið á þessum tímapunkti og þar dugðu engin vettlingatök, heldur segir Guðrún að líklega hafi Norðurlandamet utanhúss verið slegið við að pakka saman tjaldinu. Tjaldið er í eigu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og er dýr búnaður, sem Guðrún segir ekki einfalt að endurnýja hratt. Umrædd þriðja sprunga skapaði ekki hættu á mannskaða enda hafði svæðinu verið lokað fyrr um daginn vegna sprungu númer tvö. Frá því að tjaldið var reist höfðu þó jafnan verið staddir í því björgunarsveitarmenn sem höfðu þar aðstöðu til að athafna sig í ýmsum verkefnum. Vísindamenn höfðu nefnt það sem sviðsmynd frá upphafi gossins í Geldingadölum að nýjar sprungur gætu myndast í sama kvikugangi í línu við upphaflega gosið. Tjaldið var yfir kvikuganginum en er núna brotið saman í geymslu í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. 7. apríl 2021 12:04 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Nýja sprungan kallaði ekki ótvírætt á þá aðgerð enda um 200 metra frá tjaldinu en björgunarsveitum virtist sprungan þó geta stækkað í áttina að tjaldinu. Því var það fjarlægt og það var eins gott, því að á miðnætti sama dag myndaðist enn önnur sprunga öllum að óvörum, sem lenti beint undir fyrri staðsetningu tjaldsins. „Það má eiginlega segja að sprunga númer tvö hafi bjargað tjaldinu frá bráðum dauða,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, björgunarsveitarkona frá Reykjavík sem stýrði aðgerðum uppi í fjalli þegar sprungan myndaðist. Gossprungur eru merktar með rauðu. Sprungan sem hefði ógnað tjaldinu myndaðist á hæðinni þar sem rauður punktur er rétt við spurningarmerki, á milli elstu sprungunnar og þeirrar sem bættist fyrst við. Tjaldið var í línu við kvikuganginn Miklu tjóni var forðað með því að taka niður tjaldið á þessum tímapunkti og þar dugðu engin vettlingatök, heldur segir Guðrún að líklega hafi Norðurlandamet utanhúss verið slegið við að pakka saman tjaldinu. Tjaldið er í eigu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og er dýr búnaður, sem Guðrún segir ekki einfalt að endurnýja hratt. Umrædd þriðja sprunga skapaði ekki hættu á mannskaða enda hafði svæðinu verið lokað fyrr um daginn vegna sprungu númer tvö. Frá því að tjaldið var reist höfðu þó jafnan verið staddir í því björgunarsveitarmenn sem höfðu þar aðstöðu til að athafna sig í ýmsum verkefnum. Vísindamenn höfðu nefnt það sem sviðsmynd frá upphafi gossins í Geldingadölum að nýjar sprungur gætu myndast í sama kvikugangi í línu við upphaflega gosið. Tjaldið var yfir kvikuganginum en er núna brotið saman í geymslu í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. 7. apríl 2021 12:04 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20
Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41
Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. 7. apríl 2021 12:04