Handóðu prjónararnir illa sviknir þegar Freysteinn birtist í skyrtunni einni á skjánum Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2021 12:04 Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skartar gjarnan afar fallegum peysum, sem svo eru til þess fallnar að gleðja handóðu prjónarana. vísir/egill Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur er heitasta prjónapeysumódel landsins. Á tímum Covid hafa vinsældir prjónaskaps aukist svo um munar. Á Facebook er afar virkur hópur sem heitir „Handóðir prjónarar“. Meðlimir eru hvorki meira né minna en 36 þúsund og þar er prjónaskapur ræddur fram og til baka. Einn sem vakið hefur sérstaka athygli á þeim vettvangi er Freysteinn Sigmundsson en hann hefur, í tengslum við eldsumbrot á Reykjanesi verið tíður gestur í fjölmiðlum. Og glatt hjörtu handóðu prjónarana því oftar en ekki er hann í fallegum ullarpeysum. Funheitur meðal hinna handóðu prjónara Því urðu vonbrigðin nokkur þegar Freysteinn mætti í Kastljósviðtal í gærkvöldi og var þá bara í skyrtunni. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum: „Þvílík vonbrigði,“ segir Guðrún Grettis og Anna Steinunn Þengilsdóttir segir að ekki sé hægt að bjóða manni „uppáetta“. Hulda Fríða Berndsen segist hálf svekkt og Hjálmfríður Valgarðsdóttir segist hafa beðið spennt eftir nýrri peysu. „Öll þjóðin bíður eftir að hann mæti í nýrri peysu en hann var í mjög fallegri skyrtu,“ segir Helga Jörgensen og þannig hrannast athugasemdirnar upp á vettvangi handóðu prjónaranna. En allt er þetta á góðlátlegum nótum. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum þegar Freysteinn birtist á skjánum og ekki í peysu. En þeir voru þó sammála um að skyrtan væri fín.skjáskot Freysteinn hlær við þegar Vísir bar þetta undir hann. „Ég bara … það er mismunandi í hverju ég er klæddur. Ég hef áður komið í Kastljósið og þá var ég í peysu. Ég er oft í einhverri peysu eða ullarklæðnaði. Konan mín er mikil handavinnukona og ég hef gaman að því að vera í flíkum sem hún hefur prjónað.“ Eiginkona Freysteins er Ástþrúður Sif Sveinsdóttir, sannkallaður meistari með prjónana auk þess sem hún hannar margar þær flíkur sem hún prjónar. En hvernig er þetta, að vera svona heitur meðal hinna handóðu prjónara? „Það er … gaman að sjá áhuga á íslensku handverki. Það er bara hið besta mál ef fólk hefur gaman að því að fylgjast með hvað er prjónað; og umræðum um það.“ Gaman að vera í peysum sem konan hefur prjónað Freysteinn segist ekki vera á samfélagsmiðlum sjálfur en honum hefur verið bent á þessar vangaveltur og hann hefur gaman að. Þá rifjar Freysteinn upp að þetta hafi byrjað þegar haldinn var fréttamannafundur og jarðeðlisfræðingar voru að reyna að átta sig á því að það væri kvikuinnskot á Reykjanesskaga. Þá var hann í prjónaðri peysu grænni, með mynstri sem heitir drangar, og það kallaðist skemmtilega á við skjálftalínurit af jarðhræringum sem var í bakgrunni. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður gerði sér svo mat úr þessu í sínum þætti Vikulokunum. „Ég hef verið í prjónuðum peysum enda mikið úti við. Mér finnst þær fallegar og gaman af að vera í þeim, ekki síst þá peysum sem konan hefur prjónað.“ Eldgos og jarðhræringar Prjónaskapur Eldgos í Fagradalsfjalli Handverk Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Á tímum Covid hafa vinsældir prjónaskaps aukist svo um munar. Á Facebook er afar virkur hópur sem heitir „Handóðir prjónarar“. Meðlimir eru hvorki meira né minna en 36 þúsund og þar er prjónaskapur ræddur fram og til baka. Einn sem vakið hefur sérstaka athygli á þeim vettvangi er Freysteinn Sigmundsson en hann hefur, í tengslum við eldsumbrot á Reykjanesi verið tíður gestur í fjölmiðlum. Og glatt hjörtu handóðu prjónarana því oftar en ekki er hann í fallegum ullarpeysum. Funheitur meðal hinna handóðu prjónara Því urðu vonbrigðin nokkur þegar Freysteinn mætti í Kastljósviðtal í gærkvöldi og var þá bara í skyrtunni. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum: „Þvílík vonbrigði,“ segir Guðrún Grettis og Anna Steinunn Þengilsdóttir segir að ekki sé hægt að bjóða manni „uppáetta“. Hulda Fríða Berndsen segist hálf svekkt og Hjálmfríður Valgarðsdóttir segist hafa beðið spennt eftir nýrri peysu. „Öll þjóðin bíður eftir að hann mæti í nýrri peysu en hann var í mjög fallegri skyrtu,“ segir Helga Jörgensen og þannig hrannast athugasemdirnar upp á vettvangi handóðu prjónaranna. En allt er þetta á góðlátlegum nótum. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum þegar Freysteinn birtist á skjánum og ekki í peysu. En þeir voru þó sammála um að skyrtan væri fín.skjáskot Freysteinn hlær við þegar Vísir bar þetta undir hann. „Ég bara … það er mismunandi í hverju ég er klæddur. Ég hef áður komið í Kastljósið og þá var ég í peysu. Ég er oft í einhverri peysu eða ullarklæðnaði. Konan mín er mikil handavinnukona og ég hef gaman að því að vera í flíkum sem hún hefur prjónað.“ Eiginkona Freysteins er Ástþrúður Sif Sveinsdóttir, sannkallaður meistari með prjónana auk þess sem hún hannar margar þær flíkur sem hún prjónar. En hvernig er þetta, að vera svona heitur meðal hinna handóðu prjónara? „Það er … gaman að sjá áhuga á íslensku handverki. Það er bara hið besta mál ef fólk hefur gaman að því að fylgjast með hvað er prjónað; og umræðum um það.“ Gaman að vera í peysum sem konan hefur prjónað Freysteinn segist ekki vera á samfélagsmiðlum sjálfur en honum hefur verið bent á þessar vangaveltur og hann hefur gaman að. Þá rifjar Freysteinn upp að þetta hafi byrjað þegar haldinn var fréttamannafundur og jarðeðlisfræðingar voru að reyna að átta sig á því að það væri kvikuinnskot á Reykjanesskaga. Þá var hann í prjónaðri peysu grænni, með mynstri sem heitir drangar, og það kallaðist skemmtilega á við skjálftalínurit af jarðhræringum sem var í bakgrunni. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður gerði sér svo mat úr þessu í sínum þætti Vikulokunum. „Ég hef verið í prjónuðum peysum enda mikið úti við. Mér finnst þær fallegar og gaman af að vera í þeim, ekki síst þá peysum sem konan hefur prjónað.“
Eldgos og jarðhræringar Prjónaskapur Eldgos í Fagradalsfjalli Handverk Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira