Sökuð um brot á sóttkví eftir að hafa tekið lit í íslenskri sól Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2021 12:31 Kristrún Úlfarsdóttir var sökuð um að hafa brotið sóttkví eftir sólarlandaferð en hún var útitekin eftir að hafa farið í heitan pott í góðu veðri. Aðsend/Getty „Þetta kom svo flatt upp á mig að ég náði bara ekki að svara fyrir mig, ég var hreinlega í sjokki. Konan hans stóð bara kinkandi kolli við hliðina á honum,“ segir Kristrún Úlfarsdóttir í færslu sem hún deildi í gær á Facebook síðunni Góða systir. Kristrún var stödd í matvöruverslun í gærdag og segir hún farir sínar ekki sléttar þegar eldri maður sakaði hana harkalega um brot á sóttkví en þess má geta að Kristrún hefur ekkert farið erlendis í heimsfaraldrinum. Togaði í peysu hennar og gargaði „Ég er að labba um að versla, eiginlega bara í eigin heimi. Ég var búin að heyra einhver læti út undan mér en var ekkert að pæla í því fyrr en það var togað í peysuna mína. Þar er eldri maður á háa c-inu að garga á mig: Átt þú ekki að vera í sóttkví? Djöfulsins lið sem getur ekki verið bara kjurrt á íslandi þegar að heimurinn er í klessu, alltaf að fara til sólarlanda að sóla sig.“ Kristrún segir henni hafa verið mjög brugðið við þessa óvæntu og hörðu athugasemd mannsins og hafi því ekki náð strax að svara fyrir sig. „Ég var hreinlega í sjokki!“ Hún segist svo hafa útskýrt fyrir manninum að hún hafi ekkert farið erlendis og hafi einfaldlega tekið lit í íslenskri sól. Hún segir manninn ekki hafa sætt sig við svarið og haldið áfram. „Ertu með sönnun fyrir því?“ Enn í áfalli Í samtali við Vísi segist Kristrún vera með opin Snapchat reikning, krissa4, og hafi hún nýlega birt myndbrot af sér vera að sóla sig í pottinum. Hún hafi hugsað með sér hvort hún ætti að sýna manninum mynbrotið til sönnunar en hafi þó ekki látið verða af því. Kristrún segist enn vera í töluverðu sjokki eftir þessa ágengni og undrar sig á því hversu fólk er fljótt að ganga á annað fólk með ásakanir. „Ég hef einu sinni áður lent í svona dónaskap fyrir nokkrum árum síðan, þá var ég að versla inn fyrir afmæli dóttur minnar þegar kona kemur upp á mér og segir mér að þetta sé ástæðan fyrir því að ég væri svona feit og benti ofan í körfuna mína. „Er heimurinn bara að verða svona?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Kristrún var stödd í matvöruverslun í gærdag og segir hún farir sínar ekki sléttar þegar eldri maður sakaði hana harkalega um brot á sóttkví en þess má geta að Kristrún hefur ekkert farið erlendis í heimsfaraldrinum. Togaði í peysu hennar og gargaði „Ég er að labba um að versla, eiginlega bara í eigin heimi. Ég var búin að heyra einhver læti út undan mér en var ekkert að pæla í því fyrr en það var togað í peysuna mína. Þar er eldri maður á háa c-inu að garga á mig: Átt þú ekki að vera í sóttkví? Djöfulsins lið sem getur ekki verið bara kjurrt á íslandi þegar að heimurinn er í klessu, alltaf að fara til sólarlanda að sóla sig.“ Kristrún segir henni hafa verið mjög brugðið við þessa óvæntu og hörðu athugasemd mannsins og hafi því ekki náð strax að svara fyrir sig. „Ég var hreinlega í sjokki!“ Hún segist svo hafa útskýrt fyrir manninum að hún hafi ekkert farið erlendis og hafi einfaldlega tekið lit í íslenskri sól. Hún segir manninn ekki hafa sætt sig við svarið og haldið áfram. „Ertu með sönnun fyrir því?“ Enn í áfalli Í samtali við Vísi segist Kristrún vera með opin Snapchat reikning, krissa4, og hafi hún nýlega birt myndbrot af sér vera að sóla sig í pottinum. Hún hafi hugsað með sér hvort hún ætti að sýna manninum mynbrotið til sönnunar en hafi þó ekki látið verða af því. Kristrún segist enn vera í töluverðu sjokki eftir þessa ágengni og undrar sig á því hversu fólk er fljótt að ganga á annað fólk með ásakanir. „Ég hef einu sinni áður lent í svona dónaskap fyrir nokkrum árum síðan, þá var ég að versla inn fyrir afmæli dóttur minnar þegar kona kemur upp á mér og segir mér að þetta sé ástæðan fyrir því að ég væri svona feit og benti ofan í körfuna mína. „Er heimurinn bara að verða svona?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira