500 milljónir í gosslóðir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. apríl 2021 10:01 Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst. Vefmyndavélar frá gosstöðvum skjóta jafnvel áramótaskaupum eða Helga Björns á föstudagskvöldum ref fyrir rass. Það er magnað sjónarspil sem við höfum fyrir augunum á Reykjanesskaga þessa dagana og jarðvísindamenn telja líklegt að það gæti staðið um langa hríð. Áhugi þjóðarinnar er ósvikinn og fólk streymir á gosstöðvarnar. Þeir fáu ferðamenn sem hér eru nú láta sig heldur ekki vanta. Eftir því sem þeim fjölgar verður straumurinn stríðari. Vegna þess hve erfitt er að spá fyrir um framhaldið, hvort gosið verði skammvinnt eða með hvaða hætti það kann að þróast, er ekki skrítið þótt margir vilji bíða átekta og sjá hvað setur áður en farið væri í umfangsmiklar framkvæmdir í grennd við gosstöðvarnar. Því er ég hins vegar ósammála. Ég tel að við eigum og þurfum að vinna hratt. Og það sem skiptir ekki síður máli, þá tel ég að með kraftmikilli innspýtingu á svæðinu getum við ekki aðeins greitt fyrir ábatasamri ferðamennsku heldur hreinlega sparað ríkinu stórútgjöld. Þjóðin fylgist af aðdáun með óeigingjörnu starfi björgunarsveitarfólks í grennd við eldstöðvarnar. Þrátt fyrir eljulaust sjálfboðaliðastarf er ljóst að daglegur kostnaður ríkisins af eftirliti við gosstöðvarnar hleypur á milljónum. Eins er ljóst að ef eldsumbrotin dragast á langinn verður afar erfitt að viðhalda núverandi gæslustigi til lengdar. Slíkt myndi reyna um of á orku gæsluliðsins og bitna á öryggismálum annars staðar. Tillaga mín er því sú að stjórnvöld ákveði nú þegar að verja vænni upphæð, segjum 500 milljónum króna, til að efla innviði á gosslóðunum. Hluti þeirrar tölu, t.d. 150 milljónir, færu í bráðaaðgerðir sem ráðast mætti í hratt og örugglega að höfðu samráði við landeigendur og athugun á bestu útfærslum. Afgangurinn yrði til flóknari verkefna sem kölluðu á meiri undirbúning og skipulagningu. Með bráðaaðgerðunum yrði lagt höfuðkapp á að uppræta augljósar slysagildrur og minnka þörfina fyrir fjölmennt eftirlitslið. Það má t.d. gera með því að útbúa tröppur í þeim brekkum sem eru nú verstu farartálmarnir, með öflugu neti sjálfvirkra gasmæla í lægðum og hvilftum, með aðgengilegum og merktum útsýnisstöðum á öruggum hæðum til að minnka líkurnar á því að fólk álpist of nærri hraunjaðrinum o.s.frv. Það er sannfæring mín að með tiltölulega einföldum og ekki sérlega dýrum en hnitmiðuðum aðgerðum mætti spara háar fjárhæðir. Hver skyldi samfélagslegi kostnaðurinn af því að þurfa að sækja einn fótbrotinn göngugarp vera, t.d. þegar kalla þarf til þyrlu og björgunarsveitarflokk? Ætli það sé nokkur staður á Íslandi í dag sem býður upp á jafn augljós og borðleggjandi dæmi um fyrirbyggjandi slysavarnir? Við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið. Á Hawaii er starfræktur eldfjallaþjóðgarður sem 2,5 milljónir manna heimsækja á ári hverju, til að berja augum nokkur virk eldgos. Öllum þessum fjölda á miklu stærra svæði er stýrt af öryggisvörðum með mun umfangsminni viðveru en nýja eldgosið okkar kallar á. Spýtum í lófana, tryggjum fjármagn og byrjum að skapa innviði ekki seinna en í sumar! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun: Kosningar 2021 Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst. Vefmyndavélar frá gosstöðvum skjóta jafnvel áramótaskaupum eða Helga Björns á föstudagskvöldum ref fyrir rass. Það er magnað sjónarspil sem við höfum fyrir augunum á Reykjanesskaga þessa dagana og jarðvísindamenn telja líklegt að það gæti staðið um langa hríð. Áhugi þjóðarinnar er ósvikinn og fólk streymir á gosstöðvarnar. Þeir fáu ferðamenn sem hér eru nú láta sig heldur ekki vanta. Eftir því sem þeim fjölgar verður straumurinn stríðari. Vegna þess hve erfitt er að spá fyrir um framhaldið, hvort gosið verði skammvinnt eða með hvaða hætti það kann að þróast, er ekki skrítið þótt margir vilji bíða átekta og sjá hvað setur áður en farið væri í umfangsmiklar framkvæmdir í grennd við gosstöðvarnar. Því er ég hins vegar ósammála. Ég tel að við eigum og þurfum að vinna hratt. Og það sem skiptir ekki síður máli, þá tel ég að með kraftmikilli innspýtingu á svæðinu getum við ekki aðeins greitt fyrir ábatasamri ferðamennsku heldur hreinlega sparað ríkinu stórútgjöld. Þjóðin fylgist af aðdáun með óeigingjörnu starfi björgunarsveitarfólks í grennd við eldstöðvarnar. Þrátt fyrir eljulaust sjálfboðaliðastarf er ljóst að daglegur kostnaður ríkisins af eftirliti við gosstöðvarnar hleypur á milljónum. Eins er ljóst að ef eldsumbrotin dragast á langinn verður afar erfitt að viðhalda núverandi gæslustigi til lengdar. Slíkt myndi reyna um of á orku gæsluliðsins og bitna á öryggismálum annars staðar. Tillaga mín er því sú að stjórnvöld ákveði nú þegar að verja vænni upphæð, segjum 500 milljónum króna, til að efla innviði á gosslóðunum. Hluti þeirrar tölu, t.d. 150 milljónir, færu í bráðaaðgerðir sem ráðast mætti í hratt og örugglega að höfðu samráði við landeigendur og athugun á bestu útfærslum. Afgangurinn yrði til flóknari verkefna sem kölluðu á meiri undirbúning og skipulagningu. Með bráðaaðgerðunum yrði lagt höfuðkapp á að uppræta augljósar slysagildrur og minnka þörfina fyrir fjölmennt eftirlitslið. Það má t.d. gera með því að útbúa tröppur í þeim brekkum sem eru nú verstu farartálmarnir, með öflugu neti sjálfvirkra gasmæla í lægðum og hvilftum, með aðgengilegum og merktum útsýnisstöðum á öruggum hæðum til að minnka líkurnar á því að fólk álpist of nærri hraunjaðrinum o.s.frv. Það er sannfæring mín að með tiltölulega einföldum og ekki sérlega dýrum en hnitmiðuðum aðgerðum mætti spara háar fjárhæðir. Hver skyldi samfélagslegi kostnaðurinn af því að þurfa að sækja einn fótbrotinn göngugarp vera, t.d. þegar kalla þarf til þyrlu og björgunarsveitarflokk? Ætli það sé nokkur staður á Íslandi í dag sem býður upp á jafn augljós og borðleggjandi dæmi um fyrirbyggjandi slysavarnir? Við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið. Á Hawaii er starfræktur eldfjallaþjóðgarður sem 2,5 milljónir manna heimsækja á ári hverju, til að berja augum nokkur virk eldgos. Öllum þessum fjölda á miklu stærra svæði er stýrt af öryggisvörðum með mun umfangsminni viðveru en nýja eldgosið okkar kallar á. Spýtum í lófana, tryggjum fjármagn og byrjum að skapa innviði ekki seinna en í sumar! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun