„Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 01:06 Fjölmargir hafa lagt leið sína á gosstöðvarnar undanfarnar vikur. Nýjasta sprungan er um 420 metra norðaustur af upphaflega gígnum sem sjá má á myndinni. Á þeim stað hafa margir virt gosið fyrir sér. Þar er nú sprunga. Vísir/Vilhelm Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Við vorum á leiðinni í eftirlitsferð upp eftir og þá kom ábending um að það hefði opnast sprunga á milli gíganna,“ segir Kári Rafn í samtali við fréttastofu. Hann segir kollega sína í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík meta það þannig að þessi sprunga hegði sér með svipuðum hætti og fyrri tveir jarðeldarnir. Sprungan sé um hundrað metra löng. Sérfræðingar höfðu talið mestar líkur á að næst myndi gjósa á þessum stað enda hafði orðið vart við sprungumyndunm. „Það var búið að stika þessa sprungu út fyrir tveimur dögum því hún var farin að myndast á milli gíganna,“ segir Kári og vísar til upphaflega gossins í Geldingadölum og svo í Meradölum í gær. Kári tók myndband af nýju sprungunni sem sýnir staðsetningu hennar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. „Það gaus bara nákvæmlega í henni. Stikurnar voru í sömu línu og sprungan. Það var búið að kortleggja að þetta myndi gerast,“ segir Kári. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarnar vikur og margir vafalítið horft á gosið í Geldingadölum frá þessum stað. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að gosstöðvarnar yrðu opnaðar klukkan sex í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort þau plön standi nú eftir að nýja sprungan myndaðist. Lokað var fyrir umferð fólks á svæðið í dag eftir að ný sprunga myndaðist á annan í páskum. Marco Di Marco náði þessu myndbandi af nýju sprungunni um það leyti sem hún opnaðist. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
„Við vorum á leiðinni í eftirlitsferð upp eftir og þá kom ábending um að það hefði opnast sprunga á milli gíganna,“ segir Kári Rafn í samtali við fréttastofu. Hann segir kollega sína í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík meta það þannig að þessi sprunga hegði sér með svipuðum hætti og fyrri tveir jarðeldarnir. Sprungan sé um hundrað metra löng. Sérfræðingar höfðu talið mestar líkur á að næst myndi gjósa á þessum stað enda hafði orðið vart við sprungumyndunm. „Það var búið að stika þessa sprungu út fyrir tveimur dögum því hún var farin að myndast á milli gíganna,“ segir Kári og vísar til upphaflega gossins í Geldingadölum og svo í Meradölum í gær. Kári tók myndband af nýju sprungunni sem sýnir staðsetningu hennar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. „Það gaus bara nákvæmlega í henni. Stikurnar voru í sömu línu og sprungan. Það var búið að kortleggja að þetta myndi gerast,“ segir Kári. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarnar vikur og margir vafalítið horft á gosið í Geldingadölum frá þessum stað. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að gosstöðvarnar yrðu opnaðar klukkan sex í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort þau plön standi nú eftir að nýja sprungan myndaðist. Lokað var fyrir umferð fólks á svæðið í dag eftir að ný sprunga myndaðist á annan í páskum. Marco Di Marco náði þessu myndbandi af nýju sprungunni um það leyti sem hún opnaðist.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira